Karfan vill tvöfalda hlut sinn úr Afrekssjóði á árinu: „Þetta er það sem við þurfum“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. janúar 2017 19:00 Handbolti, körfubolti, sund og frjálsíþróttir fengu stærstu sneiðarnar af afreksjóðskökunni þetta árið en þessi fjögur samband fengu í heildina tæpan helming upphæðarinnar sem var úthlutað í dag.Nýr og sögulegur samningur ÍSÍ við ríkið var undirritaður á síðasta ári sem tryggir afrekssjóði 100 milljóna króna hækkun á ári hverju fram til 2019 og endar hann í 400 milljónum. 150 fóru í dag og 100 til viðbótar verður úthlutað þegar nær dregur sumri. „Þessi úthlutun er eftir reglunum sem eru nú í gildi en síðar verður úthlutað á vordögum eða snemma sumars þeim 100 milljónum sem eftir standa og það verður væntanlega eftir því regluverki sem verið er að vinna að og verða væntanlega klárar í kringum íþróttaþing í byrjun maí,“ segir Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ. „Það er ljóst að peningarnir eru að aukast mjög mikið og það gefur möguleika á að gera fleiri ánægða að sjálfsögðu.“ Það er ekkert grín að halda uppi afreksstarfi á Íslandi og sérsamböndin þurfa því á þessum styrkjum að halda. Sumir eru sáttir - aðrir ósáttir því alltaf er þörf á meiri peningum. Körfuboltasambandið á fyrir höndum stórt ár þar sem karlalandsliðið er á leið á EM í haust. Það fékk tíu milljónum krónum minna en handboltinn sem einnig er að senda A-landslið karla á EM. „Þetta skiptir mjög miklu máli. Við erum afar sátt með það sem við erum að fá úr úthlutuninni en maður vill alltaf meira. Við erum bara bjartsýn á að við fáum stóran hlut af þeim nýju 100 milljónum sem verður úthlutað eftir íþróttaþing,“ segir Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ. Hann vill fá meira þegar kemur að seinni úthlutuninni í vor. „Við gerum ráð fyrir því að fá ekki undir 30-35 milljónum á þessu ár miðað við hvernig starfið okkar er í dag. Þetta er það sem við þurfum og þetta er það sem við gerum ráð fyrir því að fá. Það eru 100 milljónir eftir og ég geri ráð fyrir því að við fáum allvega 15-20 milljonir af því,“ segir Hannes. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan. Aðrar íþróttir Körfubolti Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira
Handbolti, körfubolti, sund og frjálsíþróttir fengu stærstu sneiðarnar af afreksjóðskökunni þetta árið en þessi fjögur samband fengu í heildina tæpan helming upphæðarinnar sem var úthlutað í dag.Nýr og sögulegur samningur ÍSÍ við ríkið var undirritaður á síðasta ári sem tryggir afrekssjóði 100 milljóna króna hækkun á ári hverju fram til 2019 og endar hann í 400 milljónum. 150 fóru í dag og 100 til viðbótar verður úthlutað þegar nær dregur sumri. „Þessi úthlutun er eftir reglunum sem eru nú í gildi en síðar verður úthlutað á vordögum eða snemma sumars þeim 100 milljónum sem eftir standa og það verður væntanlega eftir því regluverki sem verið er að vinna að og verða væntanlega klárar í kringum íþróttaþing í byrjun maí,“ segir Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ. „Það er ljóst að peningarnir eru að aukast mjög mikið og það gefur möguleika á að gera fleiri ánægða að sjálfsögðu.“ Það er ekkert grín að halda uppi afreksstarfi á Íslandi og sérsamböndin þurfa því á þessum styrkjum að halda. Sumir eru sáttir - aðrir ósáttir því alltaf er þörf á meiri peningum. Körfuboltasambandið á fyrir höndum stórt ár þar sem karlalandsliðið er á leið á EM í haust. Það fékk tíu milljónum krónum minna en handboltinn sem einnig er að senda A-landslið karla á EM. „Þetta skiptir mjög miklu máli. Við erum afar sátt með það sem við erum að fá úr úthlutuninni en maður vill alltaf meira. Við erum bara bjartsýn á að við fáum stóran hlut af þeim nýju 100 milljónum sem verður úthlutað eftir íþróttaþing,“ segir Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ. Hann vill fá meira þegar kemur að seinni úthlutuninni í vor. „Við gerum ráð fyrir því að fá ekki undir 30-35 milljónum á þessu ár miðað við hvernig starfið okkar er í dag. Þetta er það sem við þurfum og þetta er það sem við gerum ráð fyrir því að fá. Það eru 100 milljónir eftir og ég geri ráð fyrir því að við fáum allvega 15-20 milljonir af því,“ segir Hannes. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan.
Aðrar íþróttir Körfubolti Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira