Brexit – hvert skal haldið? Árni Páll Árnason skrifar 13. janúar 2017 07:00 Í hinni frægu barnabók Lísu í Undralandi spyr Lísa köttinn hvert hún eigi að fara. Kötturinn svarar að það fari nú eftir því hvert hana langi að komast. Það má segja að staða bresku ríkisstjórnarinnar nú, við undirbúning Brexit-viðræðna við Evrópusambandið (ESB), vekji í huga áhorfandans ákveðnar hliðstæður við samræður Lísu og kattarins. Enn hefur nefnilega ekki verið skýrt til fulls hvert það endatakmark er, sem bresk stjórnvöld vilja stefna að.Ólík sjónarmið útgöngusinna Í þjóðaratkvæðagreiðslu í júní síðastliðnum samþykktu 52% kjósenda úrsögn úr ESB. En þar með var ekki nema hálf sagan sögð. Það er í sjálfu sér enginn vandi að segja sig úr ESB ef menn eru sáttir við að standa alfarið utan þess og alls þess samstarfs sem ESB hefur stofnað til á meira en hálfri öld. Flækjustigið skapast þegar skilgreina á hvað af þessu samstarfi Bretar vilja halda í og hvaða þætti þeir vilja alls ekki. Um það var ekki einhugur meðal þeirra sem töluðu fyrir útgöngu í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Í grófum dráttum má segja að meðal talsmanna útgöngu hafi mátt greina ferns konar viðhorf til þess sem ætti að taka við, eftir Brexit:1. Aðild að innri markaðnum, en án fullrar aðildar að ESB Sumir talsmenn úrsagnar mæltu fyrir þessari leið og þar með fullum aðgangi Breta áfram að fjórfrelsinu og öllum þeim þáttum sem tryggja viðskiptafrelsi innan ESB. Bretar myndu – með svipuðum hætti og EES-ríkin – samt ekki vera formlega skuldbundnir til upptöku nýrra gerða, en myndu í reynd hafa um það lítið val. Nokkuð hefur borið á því að talsmenn fullrar aðildar að ESB tali nú fyrir einhvers konar lausn af þessum toga, ýmist með sérsamningi Breta við ESB eða með þátttöku Breta í EES-samstarfinu.2. Aðild að einstökum þáttum innri markaðarins, með hömlum á frjálsa för fólks Þessi leið felur í sér að fyrst og fremst verði lögð áhersla á að tryggja hömlur á frjálsa för fólks. Sá þáttur innri markaðarins er einn grunnþáttur hans og ólíklegt að fullur og hindrunarlaus aðgangur að innri markaðnum að öðru leyti geti samrýmst þessari áherslu. Talsmenn þessarar leiðar setja hömlur á frjálsa för í öndvegi og eru tilbúnir að fallast á móti á þær takmarkanir á fullum aðgangi að innri markaðnum sem slík krafa myndi kalla á. Talsmenn hennar tala þó fyrir mjög ólíkum hömlum á frjálsa för, allt frá afmörkuðum kvótum, öryggisfyrirvörum og yfir í beina undanþágu frá frjálsri för.3. Aðild að tollabandalagi, samhliða sérstökum samningi um markaðsaðgang við ESB Sumir hafa talað fyrir þessari lausn, sem er svipuð stöðu Tyrklands í dag. Tyrkir eru í tollabandalagi við ESB og hafa þannig enga ytri tolla í viðskiptum við ESB með iðnaðarvörur og unnar landbúnaðarvörur, en þjónusta, opinber innkaup og landbúnaðarvörur almennt falla utan tollabandalagssamningsins. Kosturinn við þessa leið væri að hægt væri að halda tollfrjálsum viðskiptum með það sem samningur myndi taka til, en sá ókostur er við þessa leið í augum útgöngusinna að aðild að tollabandalaginu kemur í veg fyrir að Bretar gætu samið sérstaklega um tollamál við önnur ríki og væru bundnir af ytri tolli ESB gagnvart ríkjum utan ESB.4. Algerlega sjálfstæð staða Bretlands utan ESB, með viðskiptasamningi við ESB með sama hætti og við önnur ríki og án aðgangs að fjórfrelsinu Margir talsmenn útgöngu hafa mælt fyrir þessari leið og haldið því fram að ávinningur Bretlands af sjálfstæðum viðskiptasamningum við aðrar viðskiptablokkir – Bandaríkin, Kína og samveldisríkin – gæti verið svo mikill að tjón Breta af útgöngu úr ESB yrði ekkert.Hvaða hagsmunir eru í húfi? Samningsniðurstaða mun hafa mikil áhrif á hagsmuni einstakra atvinnugreina innan Bretlands. Jafnt hefðbundnar framleiðslugreinar, þjónustugreinar og fjármálaþjónusta eru mjög háðar hindrunarlausum aðgangi að innri markaðnum. Þá getur niðurstaðan haft mikil áhrif á íslenskan sjávarútveg, ferðaþjónustu og fjármálaþjónustu.Hvaða leið verður valin? Nú virðist ljóst af orðum Teresu May forsætisráðherra og fleiri lykilmanna Íhaldsflokksins að líkur séu á að leitað verði samninga af þeim toga sem lýst var í lið nr. 2 hér á undan, þegar hún sendir formlega útgöngutilkynningu í lok mars nk. Það vekur einnig athygli að Verkamannaflokkurinn, sem hefur hingað til stutt aðild að ESB nær einróma, ljær nú máls á því að höfuðmarkmið hljóti að vera að stemma stigu við frjálsri för launafólks. Það eru því allar líkur á að einhver lausn á þeim nótum gæti náð miklum stuðningi í breska þinginu. En þá er ósvarað þeirri spurningu hversu langt bresk stjórnvöld munu vilja ganga í kröfum um hömlur á frjálsa för launafólks. Mun það duga þeim að setja öryggisfyrirvara eða mun verða krafa um fjöldatakmarkanir eða jafnvel algera undanþágu frá reglum um frjálsa för? Og þá er líka ósvarað þeirri spurningu hvort sú leið sem Bretar vilja fara verði í boði af hálfu viðsemjendanna og ef svo er, hvaða verðmiða þeir vilja setja á sérlausnir fyrir Breta, bæði er varðar aðgang að mörkuðum og um greiðslur í sameiginlega sjóði ESB. Um það mun ég fjalla í næstu grein. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Brexit Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Nei, veiðigjöld eru ekki að hækka! Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í hinni frægu barnabók Lísu í Undralandi spyr Lísa köttinn hvert hún eigi að fara. Kötturinn svarar að það fari nú eftir því hvert hana langi að komast. Það má segja að staða bresku ríkisstjórnarinnar nú, við undirbúning Brexit-viðræðna við Evrópusambandið (ESB), vekji í huga áhorfandans ákveðnar hliðstæður við samræður Lísu og kattarins. Enn hefur nefnilega ekki verið skýrt til fulls hvert það endatakmark er, sem bresk stjórnvöld vilja stefna að.Ólík sjónarmið útgöngusinna Í þjóðaratkvæðagreiðslu í júní síðastliðnum samþykktu 52% kjósenda úrsögn úr ESB. En þar með var ekki nema hálf sagan sögð. Það er í sjálfu sér enginn vandi að segja sig úr ESB ef menn eru sáttir við að standa alfarið utan þess og alls þess samstarfs sem ESB hefur stofnað til á meira en hálfri öld. Flækjustigið skapast þegar skilgreina á hvað af þessu samstarfi Bretar vilja halda í og hvaða þætti þeir vilja alls ekki. Um það var ekki einhugur meðal þeirra sem töluðu fyrir útgöngu í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Í grófum dráttum má segja að meðal talsmanna útgöngu hafi mátt greina ferns konar viðhorf til þess sem ætti að taka við, eftir Brexit:1. Aðild að innri markaðnum, en án fullrar aðildar að ESB Sumir talsmenn úrsagnar mæltu fyrir þessari leið og þar með fullum aðgangi Breta áfram að fjórfrelsinu og öllum þeim þáttum sem tryggja viðskiptafrelsi innan ESB. Bretar myndu – með svipuðum hætti og EES-ríkin – samt ekki vera formlega skuldbundnir til upptöku nýrra gerða, en myndu í reynd hafa um það lítið val. Nokkuð hefur borið á því að talsmenn fullrar aðildar að ESB tali nú fyrir einhvers konar lausn af þessum toga, ýmist með sérsamningi Breta við ESB eða með þátttöku Breta í EES-samstarfinu.2. Aðild að einstökum þáttum innri markaðarins, með hömlum á frjálsa för fólks Þessi leið felur í sér að fyrst og fremst verði lögð áhersla á að tryggja hömlur á frjálsa för fólks. Sá þáttur innri markaðarins er einn grunnþáttur hans og ólíklegt að fullur og hindrunarlaus aðgangur að innri markaðnum að öðru leyti geti samrýmst þessari áherslu. Talsmenn þessarar leiðar setja hömlur á frjálsa för í öndvegi og eru tilbúnir að fallast á móti á þær takmarkanir á fullum aðgangi að innri markaðnum sem slík krafa myndi kalla á. Talsmenn hennar tala þó fyrir mjög ólíkum hömlum á frjálsa för, allt frá afmörkuðum kvótum, öryggisfyrirvörum og yfir í beina undanþágu frá frjálsri för.3. Aðild að tollabandalagi, samhliða sérstökum samningi um markaðsaðgang við ESB Sumir hafa talað fyrir þessari lausn, sem er svipuð stöðu Tyrklands í dag. Tyrkir eru í tollabandalagi við ESB og hafa þannig enga ytri tolla í viðskiptum við ESB með iðnaðarvörur og unnar landbúnaðarvörur, en þjónusta, opinber innkaup og landbúnaðarvörur almennt falla utan tollabandalagssamningsins. Kosturinn við þessa leið væri að hægt væri að halda tollfrjálsum viðskiptum með það sem samningur myndi taka til, en sá ókostur er við þessa leið í augum útgöngusinna að aðild að tollabandalaginu kemur í veg fyrir að Bretar gætu samið sérstaklega um tollamál við önnur ríki og væru bundnir af ytri tolli ESB gagnvart ríkjum utan ESB.4. Algerlega sjálfstæð staða Bretlands utan ESB, með viðskiptasamningi við ESB með sama hætti og við önnur ríki og án aðgangs að fjórfrelsinu Margir talsmenn útgöngu hafa mælt fyrir þessari leið og haldið því fram að ávinningur Bretlands af sjálfstæðum viðskiptasamningum við aðrar viðskiptablokkir – Bandaríkin, Kína og samveldisríkin – gæti verið svo mikill að tjón Breta af útgöngu úr ESB yrði ekkert.Hvaða hagsmunir eru í húfi? Samningsniðurstaða mun hafa mikil áhrif á hagsmuni einstakra atvinnugreina innan Bretlands. Jafnt hefðbundnar framleiðslugreinar, þjónustugreinar og fjármálaþjónusta eru mjög háðar hindrunarlausum aðgangi að innri markaðnum. Þá getur niðurstaðan haft mikil áhrif á íslenskan sjávarútveg, ferðaþjónustu og fjármálaþjónustu.Hvaða leið verður valin? Nú virðist ljóst af orðum Teresu May forsætisráðherra og fleiri lykilmanna Íhaldsflokksins að líkur séu á að leitað verði samninga af þeim toga sem lýst var í lið nr. 2 hér á undan, þegar hún sendir formlega útgöngutilkynningu í lok mars nk. Það vekur einnig athygli að Verkamannaflokkurinn, sem hefur hingað til stutt aðild að ESB nær einróma, ljær nú máls á því að höfuðmarkmið hljóti að vera að stemma stigu við frjálsri för launafólks. Það eru því allar líkur á að einhver lausn á þeim nótum gæti náð miklum stuðningi í breska þinginu. En þá er ósvarað þeirri spurningu hversu langt bresk stjórnvöld munu vilja ganga í kröfum um hömlur á frjálsa för launafólks. Mun það duga þeim að setja öryggisfyrirvara eða mun verða krafa um fjöldatakmarkanir eða jafnvel algera undanþágu frá reglum um frjálsa för? Og þá er líka ósvarað þeirri spurningu hvort sú leið sem Bretar vilja fara verði í boði af hálfu viðsemjendanna og ef svo er, hvaða verðmiða þeir vilja setja á sérlausnir fyrir Breta, bæði er varðar aðgang að mörkuðum og um greiðslur í sameiginlega sjóði ESB. Um það mun ég fjalla í næstu grein. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar