Birnu enn saknað: „Þetta er stelpa sem er ekki í neinu rugli“ nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 15. janúar 2017 17:47 Engar vísbendingar hafa fundist um ferðir Birnu. vísir/skjáskot Birna Brjánsdóttir, stúlkan sem saknað hefur verið frá því í gærmorgun, er enn ófundin. Móðir Birnu sagði í samtali við Vísi að hópur sjálfboðaliða leitaði nú að henni í Hafnarfirði. Þeir sem taka þátt í leitinni eru aðallega vinir Birnu og skyldmenni. Móðir Birnu segir leitin hafi ekki borið nokkurn árangur og biðlar til björgunarsveitanna. „Leitin gengur ekki neitt. Ég vil kalla eftir allsherjaraðstoð og vil að allar björgunarsveitir aðstoði við leitina,“ segir hún. Að hennar sögn hefur lögreglan enn ekki tekið þátt í leitinni vegna skorts á vísbendingum. „Það eina sem við erum með í höndunum er að sími Birnu virðist hafa orðið rafmagnslaus klukkan 5:50 í Hafnarfirði, í grennd við gömlu slökkvistöðina,“ segir hún. Svæðið er talsvert stórt og segir móðir Birnu að vinir og ættingjar Birnu gangi nú í hús með mynd af henni og spyrjist fyrir um hvort einhver hafi orðið var við ferðir hennar.Kom fjölskyldunni í opna skjöldu Móðir Birnu segir að hvarf hennar hafi komið sér og fjölskyldunni í opna skjöldu. „Þetta er stelpa sem er ekki í neinu rugli. Hún er ekki að strjúka að heiman,“ fullyrðir hún. Móðir Birnu segir að hún hafi átt að mæta til vinnu bæði á laugardag og sunnudag en hún hefði ekki boðað forföll. „Vinkona hennar var vaktstjóri yfir henni og hún sagði að þetta hefði aldrei komið fyrir áður.“ Birna er fædd árið 1996 og er því tvítug. Hún er 170 sm há og um það bil 70 kíló. Hún er með sítt ljósrautt hár og var klædd í svartar gallabuxur, gráa peysu, svartan flísjakka með hettu og svarta Dr. Martin skó þegar síðast spurðist til hennar. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Birnu eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444 1000. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Lögreglan leitar að Birnu Brjánsdóttur Síðast er vitað um Birnu í miðborg Reykjavíkur um kl. 02:00 – 03:00 síðastliðna nótt. 14. janúar 2017 23:55 Mest lesið Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Sjá meira
Birna Brjánsdóttir, stúlkan sem saknað hefur verið frá því í gærmorgun, er enn ófundin. Móðir Birnu sagði í samtali við Vísi að hópur sjálfboðaliða leitaði nú að henni í Hafnarfirði. Þeir sem taka þátt í leitinni eru aðallega vinir Birnu og skyldmenni. Móðir Birnu segir leitin hafi ekki borið nokkurn árangur og biðlar til björgunarsveitanna. „Leitin gengur ekki neitt. Ég vil kalla eftir allsherjaraðstoð og vil að allar björgunarsveitir aðstoði við leitina,“ segir hún. Að hennar sögn hefur lögreglan enn ekki tekið þátt í leitinni vegna skorts á vísbendingum. „Það eina sem við erum með í höndunum er að sími Birnu virðist hafa orðið rafmagnslaus klukkan 5:50 í Hafnarfirði, í grennd við gömlu slökkvistöðina,“ segir hún. Svæðið er talsvert stórt og segir móðir Birnu að vinir og ættingjar Birnu gangi nú í hús með mynd af henni og spyrjist fyrir um hvort einhver hafi orðið var við ferðir hennar.Kom fjölskyldunni í opna skjöldu Móðir Birnu segir að hvarf hennar hafi komið sér og fjölskyldunni í opna skjöldu. „Þetta er stelpa sem er ekki í neinu rugli. Hún er ekki að strjúka að heiman,“ fullyrðir hún. Móðir Birnu segir að hún hafi átt að mæta til vinnu bæði á laugardag og sunnudag en hún hefði ekki boðað forföll. „Vinkona hennar var vaktstjóri yfir henni og hún sagði að þetta hefði aldrei komið fyrir áður.“ Birna er fædd árið 1996 og er því tvítug. Hún er 170 sm há og um það bil 70 kíló. Hún er með sítt ljósrautt hár og var klædd í svartar gallabuxur, gráa peysu, svartan flísjakka með hettu og svarta Dr. Martin skó þegar síðast spurðist til hennar. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Birnu eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444 1000.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Lögreglan leitar að Birnu Brjánsdóttur Síðast er vitað um Birnu í miðborg Reykjavíkur um kl. 02:00 – 03:00 síðastliðna nótt. 14. janúar 2017 23:55 Mest lesið Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Sjá meira
Lögreglan leitar að Birnu Brjánsdóttur Síðast er vitað um Birnu í miðborg Reykjavíkur um kl. 02:00 – 03:00 síðastliðna nótt. 14. janúar 2017 23:55