Leitað við Flatahraun: Öðruvísi aðferðum beitt en í miðbæ Reykjavíkur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. janúar 2017 15:33 Björgunarsveitarmenn í Hafnarfirði í dag. vísir/vilhelm Björgunarsveitarmenn eru nú byrjaðir að leita í Hafnarfirði vegna hvarfs Birnu Brjánsdóttur en ekkert hefur spurst til hennar síðan á aðfaranótt laugardags. Að sögn Þorsteins G. Gunnarssonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, var aukamannskapur kallaður út um klukkan 14:15 en leitarfólk er einnig að störfum í miðbæ Reykjavíkur. „Það er verið að leita þarna við Flatahraun þar sem það var merki frá símanum hennar Birnu við gömlu slökkvistöðina. Þetta er öðruvísi leit en í miðbænum þar sem það er töluvert stærra svæði undir og það verið að leita meira meðfram stígum, götum og þess háttar. Það er því leitað á annan hátt í Flatahrauninu og öðrum leitaraðferðum beitt en niðri í bæ,“ segir Þorsteinn. Alls taka um 60 björgunarsveitarmenn þátt í leitinni að Birnu núna og leitar helmingurinn í miðbænum og helmingurinn í Hafnarfirði. Í miðbænum er sérhæft leitarfólk við störf og í Hafnarfirði einnig auk annarra sem eru með mikla reynslu af leit að sögn Þorsteins.Stærra leitarsvæði er undir í Hafnarfirði en í miðbæ Reykjavíkur og er öðruvísi leitaraðferðum beitt.vísir/loftmyndirSíðast vitað um að Birna hafi verið í samskiptum við fólk á Húrra Í gærkvöldi var farið með sporhundinn Perlu til að leita við skemmtistaðinn Húrra í Tryggvagötu og við Flatahraun. Sími Birnu sendi frá sér merki á því svæði um hálftíma eftir að hún sést á eftirlitsmyndavélum niðri í bæ, en síðast er vitað um að Birna hafi verið í samskiptum við fólk á Húrra. Birna sést svo í eftirlitsmyndavélum ganga ein síns liðs austur Austurstræti, Bankastræti og Laugaveg að húsi númer 31 þar sem hún hverfur sjónum um kl 05:25. Lögreglan biður alla þá sem veitt geta upplýsingar um ferðir Birnu og hvar hún er niðurkomin að hafa samband við lögreglu í síma 444 1109. Þá lýsti lögreglan í morgun eftir ökumanni rauðs fólksbíls, líklega af gerðinni Kia Rio, sem ekið var vestur Laugaveg á móts við hús númer 31 klukkan 05:25 aðfaranótt laugardags. Ökumaðurinn hefur enn ekki gefið sig fram en lögreglan biður hann um að gera það sem allra fyrst. Auk þess eru allir þeir sem voru á ferðinni á þessum slóðum á þessum tíma beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444-1109. Birna er 170 cm á hæð, 70 kíló með sítt rauðleitt hár. Hún var klædd í svartar gallabuxur, gráa peysu, svartan flísjakka með hettu og í svörtum uppreimuðum Dr. Martens-skóm þegar hún sást síðast. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Hvarf Birnu ekki rannsakað sem saknæmt að svo stöddu Fjölmargar ábendingar borist lögreglu. 16. janúar 2017 14:09 Lögregla fékk gögn úr eftirlitsmyndavélum Húrra á laugardagskvöld Jón Mýrdal, vert á Húrra, segir að enn eigi eftir að taka skýrslur af starfsfólki Húrra. 16. janúar 2017 14:17 Björgunarfólk við leit í miðbæ Reykjavíkur: „Erum fyrst og fremst að leita að vísbendingum“ Fínkemba svæði í námunda við Laugaveg 31. 16. janúar 2017 14:41 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Sjá meira
Björgunarsveitarmenn eru nú byrjaðir að leita í Hafnarfirði vegna hvarfs Birnu Brjánsdóttur en ekkert hefur spurst til hennar síðan á aðfaranótt laugardags. Að sögn Þorsteins G. Gunnarssonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, var aukamannskapur kallaður út um klukkan 14:15 en leitarfólk er einnig að störfum í miðbæ Reykjavíkur. „Það er verið að leita þarna við Flatahraun þar sem það var merki frá símanum hennar Birnu við gömlu slökkvistöðina. Þetta er öðruvísi leit en í miðbænum þar sem það er töluvert stærra svæði undir og það verið að leita meira meðfram stígum, götum og þess háttar. Það er því leitað á annan hátt í Flatahrauninu og öðrum leitaraðferðum beitt en niðri í bæ,“ segir Þorsteinn. Alls taka um 60 björgunarsveitarmenn þátt í leitinni að Birnu núna og leitar helmingurinn í miðbænum og helmingurinn í Hafnarfirði. Í miðbænum er sérhæft leitarfólk við störf og í Hafnarfirði einnig auk annarra sem eru með mikla reynslu af leit að sögn Þorsteins.Stærra leitarsvæði er undir í Hafnarfirði en í miðbæ Reykjavíkur og er öðruvísi leitaraðferðum beitt.vísir/loftmyndirSíðast vitað um að Birna hafi verið í samskiptum við fólk á Húrra Í gærkvöldi var farið með sporhundinn Perlu til að leita við skemmtistaðinn Húrra í Tryggvagötu og við Flatahraun. Sími Birnu sendi frá sér merki á því svæði um hálftíma eftir að hún sést á eftirlitsmyndavélum niðri í bæ, en síðast er vitað um að Birna hafi verið í samskiptum við fólk á Húrra. Birna sést svo í eftirlitsmyndavélum ganga ein síns liðs austur Austurstræti, Bankastræti og Laugaveg að húsi númer 31 þar sem hún hverfur sjónum um kl 05:25. Lögreglan biður alla þá sem veitt geta upplýsingar um ferðir Birnu og hvar hún er niðurkomin að hafa samband við lögreglu í síma 444 1109. Þá lýsti lögreglan í morgun eftir ökumanni rauðs fólksbíls, líklega af gerðinni Kia Rio, sem ekið var vestur Laugaveg á móts við hús númer 31 klukkan 05:25 aðfaranótt laugardags. Ökumaðurinn hefur enn ekki gefið sig fram en lögreglan biður hann um að gera það sem allra fyrst. Auk þess eru allir þeir sem voru á ferðinni á þessum slóðum á þessum tíma beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444-1109. Birna er 170 cm á hæð, 70 kíló með sítt rauðleitt hár. Hún var klædd í svartar gallabuxur, gráa peysu, svartan flísjakka með hettu og í svörtum uppreimuðum Dr. Martens-skóm þegar hún sást síðast.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Hvarf Birnu ekki rannsakað sem saknæmt að svo stöddu Fjölmargar ábendingar borist lögreglu. 16. janúar 2017 14:09 Lögregla fékk gögn úr eftirlitsmyndavélum Húrra á laugardagskvöld Jón Mýrdal, vert á Húrra, segir að enn eigi eftir að taka skýrslur af starfsfólki Húrra. 16. janúar 2017 14:17 Björgunarfólk við leit í miðbæ Reykjavíkur: „Erum fyrst og fremst að leita að vísbendingum“ Fínkemba svæði í námunda við Laugaveg 31. 16. janúar 2017 14:41 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Sjá meira
Hvarf Birnu ekki rannsakað sem saknæmt að svo stöddu Fjölmargar ábendingar borist lögreglu. 16. janúar 2017 14:09
Lögregla fékk gögn úr eftirlitsmyndavélum Húrra á laugardagskvöld Jón Mýrdal, vert á Húrra, segir að enn eigi eftir að taka skýrslur af starfsfólki Húrra. 16. janúar 2017 14:17
Björgunarfólk við leit í miðbæ Reykjavíkur: „Erum fyrst og fremst að leita að vísbendingum“ Fínkemba svæði í námunda við Laugaveg 31. 16. janúar 2017 14:41