Aðalvarðstjóri lögreglu: Sterkur grunur að skórnir séu af Birnu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. janúar 2017 04:32 Enn fjölgar í leitarliði sem tekur þátt í umfangsmikli aðgerð lögreglu og björgunarsveita við Hafnarfjarðarhöfn eftir að skópar, sem talið er geta verið af Birnu Brjánsdóttur, fannst við höfnina um ellefu leytið í kvöld.Ítarlegt uppgjör á atburðum næturinnar eftir að skórnir fundust má lesa hér. Ágúst Svansson aðalvarðstjóri, sem sérhæfir sig í leitaraðgerðum, segir að skóparið sér hugsanlega frá henni. Það er svart og af tegundinni Dr. Martens, sömu tegund og Birna klæddist þegar hún hvarf sporlaust á sjötta tímanum á laugardagsmorgun.Kallað í allt sem hægt er að kalla í „Þar sem við höfum sterkan grun þá þorðum við ekki öðru en að kalla til allt sem við getum kallað til,“ segir Ágúst í samtali við fréttastofu. Björgunarsveitir, lögreglumenn og sérsveitarmenn eru á svæðinu en notast er við tvo dróna, gúmmíbáta og sporhund við leitina. Á blaðamannafundi lögreglu í dag kom fram að síðasta merki af iPhone síma Birnu fannst við gömlu slökkvistöðina í Hafnarfirði klukkan 5:50 umræddan laugardagsmorgun. Skömmu síðar var slökkt á símanum en flest bendir til þess að hann hafi verið á ferð í bíl. Fullmikil tilviljun Nú finnast svo skór, sömuleiðis í Hafnarfirði, af sömu tegund og Birna á. Ágúst segir að þetta virki vissulega sem fullmikil tilviljun. „Jú, maður hefur ónot af þessu. Þess vegna erum við með þessa aðgerð hérna í gangi,“ segir Ágúst. Á fjórða tímanum höfðu engar frekari vísbendingar fundist. „Við höfum ekkert fundið nema skórnir eru komnir fram. Nú erum við að gera skipulag. Það eru komnir nokkrir hópar frá Landsbjörgu og erum enn að bæta í.“Viðtalið við Ágúst má sjá í spilaranum að ofan. Að neðan má svo sjá myndir Vilhelms Gunnarssonar frá leitaraðgerðum í nótt. Vilhelm GunnarssonVilhelm GunnarssonVilhelm GunnarssonVilhelm GunnarssonVilhelm GunnarssonVilhelm GunnarssonVilhelm GunnarssonVilhelm GunnarssonVilhelm GunnarssonVilhelm Gunnarsson Birna Brjánsdóttir Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Enn fjölgar í leitarliði sem tekur þátt í umfangsmikli aðgerð lögreglu og björgunarsveita við Hafnarfjarðarhöfn eftir að skópar, sem talið er geta verið af Birnu Brjánsdóttur, fannst við höfnina um ellefu leytið í kvöld.Ítarlegt uppgjör á atburðum næturinnar eftir að skórnir fundust má lesa hér. Ágúst Svansson aðalvarðstjóri, sem sérhæfir sig í leitaraðgerðum, segir að skóparið sér hugsanlega frá henni. Það er svart og af tegundinni Dr. Martens, sömu tegund og Birna klæddist þegar hún hvarf sporlaust á sjötta tímanum á laugardagsmorgun.Kallað í allt sem hægt er að kalla í „Þar sem við höfum sterkan grun þá þorðum við ekki öðru en að kalla til allt sem við getum kallað til,“ segir Ágúst í samtali við fréttastofu. Björgunarsveitir, lögreglumenn og sérsveitarmenn eru á svæðinu en notast er við tvo dróna, gúmmíbáta og sporhund við leitina. Á blaðamannafundi lögreglu í dag kom fram að síðasta merki af iPhone síma Birnu fannst við gömlu slökkvistöðina í Hafnarfirði klukkan 5:50 umræddan laugardagsmorgun. Skömmu síðar var slökkt á símanum en flest bendir til þess að hann hafi verið á ferð í bíl. Fullmikil tilviljun Nú finnast svo skór, sömuleiðis í Hafnarfirði, af sömu tegund og Birna á. Ágúst segir að þetta virki vissulega sem fullmikil tilviljun. „Jú, maður hefur ónot af þessu. Þess vegna erum við með þessa aðgerð hérna í gangi,“ segir Ágúst. Á fjórða tímanum höfðu engar frekari vísbendingar fundist. „Við höfum ekkert fundið nema skórnir eru komnir fram. Nú erum við að gera skipulag. Það eru komnir nokkrir hópar frá Landsbjörgu og erum enn að bæta í.“Viðtalið við Ágúst má sjá í spilaranum að ofan. Að neðan má svo sjá myndir Vilhelms Gunnarssonar frá leitaraðgerðum í nótt. Vilhelm GunnarssonVilhelm GunnarssonVilhelm GunnarssonVilhelm GunnarssonVilhelm GunnarssonVilhelm GunnarssonVilhelm GunnarssonVilhelm GunnarssonVilhelm GunnarssonVilhelm Gunnarsson
Birna Brjánsdóttir Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira