TF-LÍF komin aftur til Reykjavíkur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. janúar 2017 14:36 TF-LÍF þyrla Landhelgisgæslunnar. Vísir/Vilhelm Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LÍF lenti á Reykjavíkurflugvelli klukkan 14:13 en þyrlan fór frá vellinum um hálftólf í dag með sérsveitarmenn innanborðs. Á vef RÚV er greint frá því að þyrlan hafi verið dregin beint inn í flugskýli um leið og hún lenti og ekki hafi neinn stigið frá borði áður en hún fór inn í skýlið. Því er ekki vitað hvort að sérsveitarmennirnir hafi komið aftur með þyrlunni eða einhverjir aðrir. Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, vildi ekkert tjá sig um ferðir þyrlunnar þegar eftir því var leitað. Greint var frá því fyrr í dag að þyrlan hefði farið frá Reykjavíkurflugvelli og sáust sérsveitarmenn fara um borð í hana í myndskeiði RÚV. Síðdegis í gær óskaði lögregla eftir aðstoð danska varðskipsins Triton vegna málsins, en skipið hafði verið á siglingu á Faxaflóa, og herma heimildir fréttastofu að gæsluþyrla hafi flogið með nokkra íslenska sérsveitarmenn um borð í Triton. Danska varðskipið siglir til móts við grænlenska togarann Polar Nanoq sem snúið var við í gær og er nú á leiðinni aftur til Íslands. Lögreglan hefur ekkert viljað segja um aðgerðir sínar í tengslum við Polar Nanoq en í gær var greint frá því að skipverji á skipinu væri grunaður um að hafa haft á leigu rauðan Kia Rio-bíl sem talinn er mögulega tengjast hvarfi Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á aðfaranótt laugardags. Hvort að bætt hafi verið í mannskap sérsveitarinnar í Triton nú eða hvort einhverjir hafi komið til baka með þyrlunni í dag liggur ekki fyrir.Fréttin var uppfærð klukkan 14:51. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Eigendur grænlenska togarans: Skipverjar hissa, ringlaðir og ákváðu sjálfir að snúa við skipinu Engin eftirlitsmyndavél við Hafnarfjarðarhöfn beinist að þeim stað þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust á mánudagskvöld. 18. janúar 2017 05:00 Sérsveitarmenn komnir um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar Myndskeið sýnir sérsveitamenn fara í TF-LÍF, þyrlu LHG. 18. janúar 2017 12:36 Birna tók krók upp Skólavörðustíginn: Engin virkni á Tinder eða Badoo Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segist ekki geta staðfest að bifreið sem lögregla lagði hald á í gær sé sá sami og sést á upptökum úr öryggismyndavélum við Laugaveg aðfaranótt laugardags. 18. janúar 2017 13:15 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Fleiri fréttir Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Sjá meira
Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LÍF lenti á Reykjavíkurflugvelli klukkan 14:13 en þyrlan fór frá vellinum um hálftólf í dag með sérsveitarmenn innanborðs. Á vef RÚV er greint frá því að þyrlan hafi verið dregin beint inn í flugskýli um leið og hún lenti og ekki hafi neinn stigið frá borði áður en hún fór inn í skýlið. Því er ekki vitað hvort að sérsveitarmennirnir hafi komið aftur með þyrlunni eða einhverjir aðrir. Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, vildi ekkert tjá sig um ferðir þyrlunnar þegar eftir því var leitað. Greint var frá því fyrr í dag að þyrlan hefði farið frá Reykjavíkurflugvelli og sáust sérsveitarmenn fara um borð í hana í myndskeiði RÚV. Síðdegis í gær óskaði lögregla eftir aðstoð danska varðskipsins Triton vegna málsins, en skipið hafði verið á siglingu á Faxaflóa, og herma heimildir fréttastofu að gæsluþyrla hafi flogið með nokkra íslenska sérsveitarmenn um borð í Triton. Danska varðskipið siglir til móts við grænlenska togarann Polar Nanoq sem snúið var við í gær og er nú á leiðinni aftur til Íslands. Lögreglan hefur ekkert viljað segja um aðgerðir sínar í tengslum við Polar Nanoq en í gær var greint frá því að skipverji á skipinu væri grunaður um að hafa haft á leigu rauðan Kia Rio-bíl sem talinn er mögulega tengjast hvarfi Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á aðfaranótt laugardags. Hvort að bætt hafi verið í mannskap sérsveitarinnar í Triton nú eða hvort einhverjir hafi komið til baka með þyrlunni í dag liggur ekki fyrir.Fréttin var uppfærð klukkan 14:51.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Eigendur grænlenska togarans: Skipverjar hissa, ringlaðir og ákváðu sjálfir að snúa við skipinu Engin eftirlitsmyndavél við Hafnarfjarðarhöfn beinist að þeim stað þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust á mánudagskvöld. 18. janúar 2017 05:00 Sérsveitarmenn komnir um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar Myndskeið sýnir sérsveitamenn fara í TF-LÍF, þyrlu LHG. 18. janúar 2017 12:36 Birna tók krók upp Skólavörðustíginn: Engin virkni á Tinder eða Badoo Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segist ekki geta staðfest að bifreið sem lögregla lagði hald á í gær sé sá sami og sést á upptökum úr öryggismyndavélum við Laugaveg aðfaranótt laugardags. 18. janúar 2017 13:15 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Fleiri fréttir Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Sjá meira
Eigendur grænlenska togarans: Skipverjar hissa, ringlaðir og ákváðu sjálfir að snúa við skipinu Engin eftirlitsmyndavél við Hafnarfjarðarhöfn beinist að þeim stað þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust á mánudagskvöld. 18. janúar 2017 05:00
Sérsveitarmenn komnir um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar Myndskeið sýnir sérsveitamenn fara í TF-LÍF, þyrlu LHG. 18. janúar 2017 12:36
Birna tók krók upp Skólavörðustíginn: Engin virkni á Tinder eða Badoo Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segist ekki geta staðfest að bifreið sem lögregla lagði hald á í gær sé sá sami og sést á upptökum úr öryggismyndavélum við Laugaveg aðfaranótt laugardags. 18. janúar 2017 13:15