Brexit – hvað gerist næst? Árni Páll Árnason skrifar 19. janúar 2017 07:00 Í síðustu grein minni um Brexit rakti ég valkosti Breta í fyrirhuguðum samningum við Evrópusambandið (ESB). En hvað gerist næst?Samningar um útgöngu Framundan er ferli útgöngusamninga Breta við ESB. Til að það geti hafist þurfa bresk stjórnvöld að tilkynna ESB um ætlun sína um útgöngu, skv. 50. gr. stofnsáttmála ESB. Um leið og það er gert, hefst 24 mánaða ferli samninga um útgöngu. Tíminn til samninga er því afar skammur og erfitt að sjá að hann dugi til að ljúka jafnt útgöngusamningum Breta sem og öðrum þeim viðskiptasamningum sem Bretar munu þurfa að gera við önnur viðskiptalönd. Þess vegna hafa Bretar beðið með að hefja ferlið, en May forsætisráðherra hefur nú lofað því að senda tilkynninguna um úrsögn eigi síðar en í lok mars nk. Þá mun 24 mánaða fresturinn fara að telja.Mörkun samningsafstöðu ESB Þegar þess er freistað að leggja mat á samningssvigrúm ESB og líkleg viðhorf gagnvart útgöngu Breta þarf að hafa margt í huga. Í fyrsta lagi er ekkert til sem heitir ESB sem hefur eina samræmda afstöðu. Einstök aðildarríki – 27 talsins – hafa hvert um sig sína afstöðu og hún getur verið ólík eftir ríkjum. Forseti ráðherraráðsins talar svo fyrir sameiginlegri afstöðu aðildarríkjanna. Framkvæmdastjórn ESB getur svo haft sín sjónarmið og hún mun eiga tillögurétt um samningsafstöðu. Aðalsamningamaður hefur þegar verið tilnefndur, sem er Michel Barnier, fyrrum fulltrúi Frakka í framkvæmdastjórninni. Að síðustu mun svo Evrópuþingið koma að mörkun samningsafstöðu ESB. Allar þessar stofnanir geta haft misjafnar áherslur, en þær munu koma sér saman um afstöðu áður en samningaviðræður hefjast. Öll vinna við mörkun þeirrar samningsafstöðu getur hins vegar ekki hafist fyrr en Bretar ákveða nákvæmlega hvað þeir eru að fara fram á. Um það er enn óvissa og henni verður líklega ekki að fullu eytt fyrr en May sendir tilkynninguna fyrir lok mars.Sjónarmið ESB Af þessu má ráða að það er ekki einfalt að spá fyrir um samningsafstöðu ESB, jafnvel þótt við gefum okkur hver samningsafstaða Breta er líkleg til að vera. Það er þó hægt að fullyrða eftirfarandi:1. ESB mun vilja fá fljótt botn í framtíðarfyrirkomulagið. Allt frá þjóðaratkvæðagreiðslunni í júní hafa forystumenn ESB og einstakra aðildarríkja þrýst ákveðið á Breta að hefja útgönguferlið sem fyrst. Ástæðan er sú að núverandi staða skapar og viðheldur pólitískum óstöðugleika og tekur mikla orku úr samstarfi ríkjanna að öðru leyti.2. Samningar verða flóknir. Það er tímafrekt að semja um aðild að ESB, eins og Íslendingar vita mætavel. Þessar viðræður verða ekki síður flóknar. Í ár verða forsetakosningar í Frakklandi og þar og í Þýskalandi og Hollandi kosið til þings. Í öllum þessum ríkjum eru hreyfingar andsnúnar ESB og frjálsri för fólks í umtalsverðri sókn og sú staðreynd mun örugglega hafa áhrif á afstöðu stjórnvalda í þessum ríkjum til samningaviðræðna við Breta. Það getur hæglega farið svo að lítið sem ekkert gerist í samningaviðræðum fyrstu mánuðina, því það taki ESB umtalsverðan tíma að móta samningsafstöðu. Á meðan gengur klukkan. Það kann því vel að vera að hagsmunir beggja fari saman í að semja um tímabundna aðlögun að nýju fyrirkomulagi.3. ESB mun ekki vilja semja um hömlur á frjálsa för samhliða þátttöku á innri markaðnum. ESB hefur alla tíð talið fjórfrelsið – frjáls vöruviðskipti, þjónustuviðskipti, fjármagnsflutninga og frjálsa för launafólks – óaðskiljanlegt og engu ríki liðist að fá víðtækar undanþágur frá þessum lykilþáttum við aðild að ESB. Takmarkanir hafa þurft að vera vera vel afmarkaðar eða tímabundnar. Í samningum ríkja um aðgang að innri markaðnum hefur full þátttaka í fyrstu þremur af þessum þáttum verið óaðskiljanleg því að ríkin undirgangist frjálsa för. Þannig var það í EES-samningunum og þannig stillti ESB málum upp, þegar Sviss sóttist eftir sérstökum tvíhliða samningi við ESB. Allar yfirlýsingar helstu ráðamanna í ESB falla í sömu átt hvað þetta varðar. Eftir er hins vegar að sjá hversu miklar hömlur Bretar vilja fá á frjálsa för og hvort einhver samningsflötur geti fundist.4. Ef Bretar halda aðgangi að innri markaðnum mun ESB krefjast óháðs eftirlits með samningsskuldbindingum. Meðal þess sem andstæðingar aðildar Breta að ESB hafa sett út á er að Bretar þurfi að sætta sig við dóma dómstóls ESB. Ef Bretar halda aðild að innri markaðnum að einhverju leyti mun ESB krefjast þess að eftirlit verði með samningsskuldbindingum og einhvers konar dómstólaleið til að útkljá ágreining. Innan EES er sjálfstæð eftirlitsstofnun og dómstóll en í tilviki Sviss falla Svisslendingar undir eftirlit framkvæmdastjórnar ESB. Það getur reynst breskum stjórnmálamönnum erfitt að sannfæra breska kjósendur um að Bretland eigi áfram að heyra undir yfirþjóðlegt eftirlit og úrskurðarvald, jafnvel þótt út úr ESB sé komið.Hvað verður? Eins og hér hefur verið rakið er framhaldið mikilli óvissu háð. Í næstu grein fjalla ég ítarlegar um sjónarmið aðila í samningaviðræðunum og sérstaklega um mikilvægi spurningarinnar um frjálsa för launafólks. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Í síðustu grein minni um Brexit rakti ég valkosti Breta í fyrirhuguðum samningum við Evrópusambandið (ESB). En hvað gerist næst?Samningar um útgöngu Framundan er ferli útgöngusamninga Breta við ESB. Til að það geti hafist þurfa bresk stjórnvöld að tilkynna ESB um ætlun sína um útgöngu, skv. 50. gr. stofnsáttmála ESB. Um leið og það er gert, hefst 24 mánaða ferli samninga um útgöngu. Tíminn til samninga er því afar skammur og erfitt að sjá að hann dugi til að ljúka jafnt útgöngusamningum Breta sem og öðrum þeim viðskiptasamningum sem Bretar munu þurfa að gera við önnur viðskiptalönd. Þess vegna hafa Bretar beðið með að hefja ferlið, en May forsætisráðherra hefur nú lofað því að senda tilkynninguna um úrsögn eigi síðar en í lok mars nk. Þá mun 24 mánaða fresturinn fara að telja.Mörkun samningsafstöðu ESB Þegar þess er freistað að leggja mat á samningssvigrúm ESB og líkleg viðhorf gagnvart útgöngu Breta þarf að hafa margt í huga. Í fyrsta lagi er ekkert til sem heitir ESB sem hefur eina samræmda afstöðu. Einstök aðildarríki – 27 talsins – hafa hvert um sig sína afstöðu og hún getur verið ólík eftir ríkjum. Forseti ráðherraráðsins talar svo fyrir sameiginlegri afstöðu aðildarríkjanna. Framkvæmdastjórn ESB getur svo haft sín sjónarmið og hún mun eiga tillögurétt um samningsafstöðu. Aðalsamningamaður hefur þegar verið tilnefndur, sem er Michel Barnier, fyrrum fulltrúi Frakka í framkvæmdastjórninni. Að síðustu mun svo Evrópuþingið koma að mörkun samningsafstöðu ESB. Allar þessar stofnanir geta haft misjafnar áherslur, en þær munu koma sér saman um afstöðu áður en samningaviðræður hefjast. Öll vinna við mörkun þeirrar samningsafstöðu getur hins vegar ekki hafist fyrr en Bretar ákveða nákvæmlega hvað þeir eru að fara fram á. Um það er enn óvissa og henni verður líklega ekki að fullu eytt fyrr en May sendir tilkynninguna fyrir lok mars.Sjónarmið ESB Af þessu má ráða að það er ekki einfalt að spá fyrir um samningsafstöðu ESB, jafnvel þótt við gefum okkur hver samningsafstaða Breta er líkleg til að vera. Það er þó hægt að fullyrða eftirfarandi:1. ESB mun vilja fá fljótt botn í framtíðarfyrirkomulagið. Allt frá þjóðaratkvæðagreiðslunni í júní hafa forystumenn ESB og einstakra aðildarríkja þrýst ákveðið á Breta að hefja útgönguferlið sem fyrst. Ástæðan er sú að núverandi staða skapar og viðheldur pólitískum óstöðugleika og tekur mikla orku úr samstarfi ríkjanna að öðru leyti.2. Samningar verða flóknir. Það er tímafrekt að semja um aðild að ESB, eins og Íslendingar vita mætavel. Þessar viðræður verða ekki síður flóknar. Í ár verða forsetakosningar í Frakklandi og þar og í Þýskalandi og Hollandi kosið til þings. Í öllum þessum ríkjum eru hreyfingar andsnúnar ESB og frjálsri för fólks í umtalsverðri sókn og sú staðreynd mun örugglega hafa áhrif á afstöðu stjórnvalda í þessum ríkjum til samningaviðræðna við Breta. Það getur hæglega farið svo að lítið sem ekkert gerist í samningaviðræðum fyrstu mánuðina, því það taki ESB umtalsverðan tíma að móta samningsafstöðu. Á meðan gengur klukkan. Það kann því vel að vera að hagsmunir beggja fari saman í að semja um tímabundna aðlögun að nýju fyrirkomulagi.3. ESB mun ekki vilja semja um hömlur á frjálsa för samhliða þátttöku á innri markaðnum. ESB hefur alla tíð talið fjórfrelsið – frjáls vöruviðskipti, þjónustuviðskipti, fjármagnsflutninga og frjálsa för launafólks – óaðskiljanlegt og engu ríki liðist að fá víðtækar undanþágur frá þessum lykilþáttum við aðild að ESB. Takmarkanir hafa þurft að vera vera vel afmarkaðar eða tímabundnar. Í samningum ríkja um aðgang að innri markaðnum hefur full þátttaka í fyrstu þremur af þessum þáttum verið óaðskiljanleg því að ríkin undirgangist frjálsa för. Þannig var það í EES-samningunum og þannig stillti ESB málum upp, þegar Sviss sóttist eftir sérstökum tvíhliða samningi við ESB. Allar yfirlýsingar helstu ráðamanna í ESB falla í sömu átt hvað þetta varðar. Eftir er hins vegar að sjá hversu miklar hömlur Bretar vilja fá á frjálsa för og hvort einhver samningsflötur geti fundist.4. Ef Bretar halda aðgangi að innri markaðnum mun ESB krefjast óháðs eftirlits með samningsskuldbindingum. Meðal þess sem andstæðingar aðildar Breta að ESB hafa sett út á er að Bretar þurfi að sætta sig við dóma dómstóls ESB. Ef Bretar halda aðild að innri markaðnum að einhverju leyti mun ESB krefjast þess að eftirlit verði með samningsskuldbindingum og einhvers konar dómstólaleið til að útkljá ágreining. Innan EES er sjálfstæð eftirlitsstofnun og dómstóll en í tilviki Sviss falla Svisslendingar undir eftirlit framkvæmdastjórnar ESB. Það getur reynst breskum stjórnmálamönnum erfitt að sannfæra breska kjósendur um að Bretland eigi áfram að heyra undir yfirþjóðlegt eftirlit og úrskurðarvald, jafnvel þótt út úr ESB sé komið.Hvað verður? Eins og hér hefur verið rakið er framhaldið mikilli óvissu háð. Í næstu grein fjalla ég ítarlegar um sjónarmið aðila í samningaviðræðunum og sérstaklega um mikilvægi spurningarinnar um frjálsa för launafólks. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar