Leitin að Birnu: Tveir menn handteknir Birgir Olgeirsson skrifar 18. janúar 2017 18:23 Um hádegisbil í dag handtóku lögreglumenn í sérsveit ríkislögreglustjóra tvo menn um borð í grænlenska fiskiskipinu Polar Nanoq um það bil 90 mílur suðvestur af landinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Grími Grímssyni yfirlögregluþjóni sem stjórnar rannsókn á hvarfi Birnu Brjánsdóttur sem sást síðast á Laugavegi aðfaranótt laugardags.Grænlenski togarinn Polar Nanoq.víðir már hermannssonSérsveitarmenn tóku yfir stjórn skipsins Í tilkynningunni kemur fram að sérsveitarmenn frá embætti ríkislögreglustjóra hafi farið um borð í skipið úr þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF LÍF. Þeir tóku yfir stjórn skipsins sem nú siglir til hafnar í Hafnarfirði. Ástæða aðgerðar lögreglu er sú að við rannsókn lögreglu á hvarfi Birnu Brjánsdóttur hafa vaknað grunsemdir um að þeir sem handteknir voru búi yfir upplýsingum um hvarf hennar. Enginn mótþrói sýndur Verða hinir handteknu yfirheyrðir við komuna til landsins. Segir Grímur að aðgerð sérsveitar ríkislögreglustjórans hafi tekist afar vel og var stýrt af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, ríkislögreglustjóranum og Landhelgisgæslu frá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. Enginn mótþrói var sýndur þegar lögreglumennirnir stigu um borð í skipið og tóku yfir stjórn þess.Fóru til móts við Polar Nanoq í gær Í gær fóru fjórir lögreglumenn frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu með þyrlu Landhelgisgæslunnar til móts við danska herskipið HDMS Triton og þar um borð. Skipið sigldi síðan til móts við Polar Nanoq. Skipin mættust við miðlínu á milli Íslands og Grænlands um kl. 6 í morgun. Fóru ekki um borð í gær Ekki varð af því að lögreglumennirnir færu um borð í grænlenska skipið þegar skipin mættust við miðlínu heldur var ákveðið að skipið sigldi áfram áleiðis til Hafnarfjarðar og þyrla Landhelgisgæslunnar flygi til móts við skipið með sérsveitarmenn ríkislögreglustjórans svo sem að framan greinir. HDMS Triton kemur til hafnar í Hafnarfirði á sama tíma og Polar Nanoq. Í tilkynningunni þakkar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ríkislögreglustjóranum, Landhelgisgæslunni og áhöfn HDMS Triton fyrir samstarfið og veitta aðstoð.Mennirnir tveir grænlenskir Grímur sagði í beinni útsendingu við fréttastofu Stöðvar 2 að mennirnir tveir sem voru handteknir í Polar Nanoq séu grænlenskir. Aðspurður hvort mennirnir væru grunaðir um refsiverða háttsemi sagði Grímur: „Þeir eru taldir búa yfir upplýsingum um hvarf Birnu og hafa réttarstöðu grunaðs manns.“ Grímur segir að lögregluyfirvöld hafi lítið getað talað við mennina þar sem þeir eru ekki komnir til landsins en segir að ekki hafi verið farið í leit að Birnu í dag vegna upplýsinga frá mönnunum.Ástæða leitar björgunarsveitarmanna á Strandarheiði og við Hafnarfjarðarhöfn sé tilkomin vegna eldri ábendinga frá almenningi. Hann vildi ekki segja neitt frekar um mennina tvo sem voru handteknir, til dæmis aldur þeirra eða stöðu um borð.„Færumst nær lausninni“Í sjónvarpsfréttum RÚV sagði Grímur að mönnunum tveimur hafi verið kynnt sakarefni um borð en ekkert hafi komið fram í máli þeirra enn sem komið er. Í kvöld mun lögregla framkvæma leit í skipinu og fer meðal annars tæknideild um borð í skipið til að rannsaka það. Hann sagði rannsókn málsins miða vel og verið sé að raða saman brotum. „Við færumst nær lausninni,“ sagði Grímur við RÚV. Hann sagði að fjölmiðlaumfjöllun hefði torveldað lögregluaðgerð vegna málsins en ekki skemmt hana. Hann sagði lögreglu reyna að halda sakargögnum þannig að þau spillist síður og því óþægilegt þegar fjallað er um það. Hann sagði lögreglu engu nær um það hvar Birnu er að finna. Hann sagði enga ástæðu að ætla að Birna hafi á einhverjum tímapunkti farið um borð í skipið. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Útgerð Polar Nanoq: Engin kæra verið lögð fram á hendur neinum í áhöfninni Útgerðin heitir því að veita lögreglu alla mögulega aðstoð við rannsókn málsins. 18. janúar 2017 10:14 Eigendur grænlenska togarans: Skipverjar hissa, ringlaðir og ákváðu sjálfir að snúa við skipinu Engin eftirlitsmyndavél við Hafnarfjarðarhöfn beinist að þeim stað þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust á mánudagskvöld. 18. janúar 2017 05:00 Sérsveitarmenn komnir um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar Myndskeið sýnir sérsveitamenn fara í TF-LÍF, þyrlu LHG. 18. janúar 2017 12:36 Grænlenski togarinn leggst að bryggju í Hafnarfjarðarhöfn Búist við Polar Nanoq klukkan 23. 18. janúar 2017 10:25 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Innlent Fleiri fréttir Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Sjá meira
Um hádegisbil í dag handtóku lögreglumenn í sérsveit ríkislögreglustjóra tvo menn um borð í grænlenska fiskiskipinu Polar Nanoq um það bil 90 mílur suðvestur af landinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Grími Grímssyni yfirlögregluþjóni sem stjórnar rannsókn á hvarfi Birnu Brjánsdóttur sem sást síðast á Laugavegi aðfaranótt laugardags.Grænlenski togarinn Polar Nanoq.víðir már hermannssonSérsveitarmenn tóku yfir stjórn skipsins Í tilkynningunni kemur fram að sérsveitarmenn frá embætti ríkislögreglustjóra hafi farið um borð í skipið úr þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF LÍF. Þeir tóku yfir stjórn skipsins sem nú siglir til hafnar í Hafnarfirði. Ástæða aðgerðar lögreglu er sú að við rannsókn lögreglu á hvarfi Birnu Brjánsdóttur hafa vaknað grunsemdir um að þeir sem handteknir voru búi yfir upplýsingum um hvarf hennar. Enginn mótþrói sýndur Verða hinir handteknu yfirheyrðir við komuna til landsins. Segir Grímur að aðgerð sérsveitar ríkislögreglustjórans hafi tekist afar vel og var stýrt af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, ríkislögreglustjóranum og Landhelgisgæslu frá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. Enginn mótþrói var sýndur þegar lögreglumennirnir stigu um borð í skipið og tóku yfir stjórn þess.Fóru til móts við Polar Nanoq í gær Í gær fóru fjórir lögreglumenn frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu með þyrlu Landhelgisgæslunnar til móts við danska herskipið HDMS Triton og þar um borð. Skipið sigldi síðan til móts við Polar Nanoq. Skipin mættust við miðlínu á milli Íslands og Grænlands um kl. 6 í morgun. Fóru ekki um borð í gær Ekki varð af því að lögreglumennirnir færu um borð í grænlenska skipið þegar skipin mættust við miðlínu heldur var ákveðið að skipið sigldi áfram áleiðis til Hafnarfjarðar og þyrla Landhelgisgæslunnar flygi til móts við skipið með sérsveitarmenn ríkislögreglustjórans svo sem að framan greinir. HDMS Triton kemur til hafnar í Hafnarfirði á sama tíma og Polar Nanoq. Í tilkynningunni þakkar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ríkislögreglustjóranum, Landhelgisgæslunni og áhöfn HDMS Triton fyrir samstarfið og veitta aðstoð.Mennirnir tveir grænlenskir Grímur sagði í beinni útsendingu við fréttastofu Stöðvar 2 að mennirnir tveir sem voru handteknir í Polar Nanoq séu grænlenskir. Aðspurður hvort mennirnir væru grunaðir um refsiverða háttsemi sagði Grímur: „Þeir eru taldir búa yfir upplýsingum um hvarf Birnu og hafa réttarstöðu grunaðs manns.“ Grímur segir að lögregluyfirvöld hafi lítið getað talað við mennina þar sem þeir eru ekki komnir til landsins en segir að ekki hafi verið farið í leit að Birnu í dag vegna upplýsinga frá mönnunum.Ástæða leitar björgunarsveitarmanna á Strandarheiði og við Hafnarfjarðarhöfn sé tilkomin vegna eldri ábendinga frá almenningi. Hann vildi ekki segja neitt frekar um mennina tvo sem voru handteknir, til dæmis aldur þeirra eða stöðu um borð.„Færumst nær lausninni“Í sjónvarpsfréttum RÚV sagði Grímur að mönnunum tveimur hafi verið kynnt sakarefni um borð en ekkert hafi komið fram í máli þeirra enn sem komið er. Í kvöld mun lögregla framkvæma leit í skipinu og fer meðal annars tæknideild um borð í skipið til að rannsaka það. Hann sagði rannsókn málsins miða vel og verið sé að raða saman brotum. „Við færumst nær lausninni,“ sagði Grímur við RÚV. Hann sagði að fjölmiðlaumfjöllun hefði torveldað lögregluaðgerð vegna málsins en ekki skemmt hana. Hann sagði lögreglu reyna að halda sakargögnum þannig að þau spillist síður og því óþægilegt þegar fjallað er um það. Hann sagði lögreglu engu nær um það hvar Birnu er að finna. Hann sagði enga ástæðu að ætla að Birna hafi á einhverjum tímapunkti farið um borð í skipið.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Útgerð Polar Nanoq: Engin kæra verið lögð fram á hendur neinum í áhöfninni Útgerðin heitir því að veita lögreglu alla mögulega aðstoð við rannsókn málsins. 18. janúar 2017 10:14 Eigendur grænlenska togarans: Skipverjar hissa, ringlaðir og ákváðu sjálfir að snúa við skipinu Engin eftirlitsmyndavél við Hafnarfjarðarhöfn beinist að þeim stað þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust á mánudagskvöld. 18. janúar 2017 05:00 Sérsveitarmenn komnir um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar Myndskeið sýnir sérsveitamenn fara í TF-LÍF, þyrlu LHG. 18. janúar 2017 12:36 Grænlenski togarinn leggst að bryggju í Hafnarfjarðarhöfn Búist við Polar Nanoq klukkan 23. 18. janúar 2017 10:25 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Innlent Fleiri fréttir Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Sjá meira
Útgerð Polar Nanoq: Engin kæra verið lögð fram á hendur neinum í áhöfninni Útgerðin heitir því að veita lögreglu alla mögulega aðstoð við rannsókn málsins. 18. janúar 2017 10:14
Eigendur grænlenska togarans: Skipverjar hissa, ringlaðir og ákváðu sjálfir að snúa við skipinu Engin eftirlitsmyndavél við Hafnarfjarðarhöfn beinist að þeim stað þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust á mánudagskvöld. 18. janúar 2017 05:00
Sérsveitarmenn komnir um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar Myndskeið sýnir sérsveitamenn fara í TF-LÍF, þyrlu LHG. 18. janúar 2017 12:36
Grænlenski togarinn leggst að bryggju í Hafnarfjarðarhöfn Búist við Polar Nanoq klukkan 23. 18. janúar 2017 10:25