„Spillingin bankar á dyrnar hjá íslenskum íþróttum“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. janúar 2017 19:00 Þetta segir Arnar Már Björgvinsson, leikmaður Stjörnunnar í Pepsi-deild karla og laganemi við Háskólann í Reykjavík. Lokaverkefni hans um fjallar um hvernig lögum og reglum er háttað á Íslandi í tengslum við hagræðingu úrslita og hvort þær séu stakk búnar til að takast á við slík mál, ef að upp kæmist um að reynt hafi verið að hagræða úrslitum íþróttaviðburða hér á landi. Arnar segir að íþróttasambönd á Íslandi séu langt á eftir nágrannalöndum sínum sem eru með mun ítarlegri og skýrari reglur um hvernig skuli taka á slíkum málum. Hagræðing leikja gæti átt við almenna refsilöggjöf en staða máli sé verri innan íþróttasambandanna. „Þegar kemur að íþróttahreyfingunni sem ber höfuðábyrgð á að tækla spillingu innan íþróttarinnar þá er því verulega ábótavant, bæði innan ÍSÍ og KSÍ, hvernig málunum er háttað í regluverki samtakanna,“ segir Arnar. Mikið hefur verið fjallað um veðmál í íþróttum síðustu daga. Nýbirt rannsókn sýnir mikla þátttöku knattspyrnumanna á Íslandi í peningaspilum og getraunaleikjum á erlendum veðmálasíðum. Þá er umfang veðmálafyrirtækjanna mikið og víða starfandi sérfræðingar um veðmál á íslenska knattspyrnuleiki auk þess sem fjölmargir útsendarar tölfræðiveita eru á svo gott sem öllum meistaraflokksleikjum hér á landi. Ljóst er að hætturnar geta leynst víða en telur Arnar að íslenskum íþróttum standi ógn af þeim? „Ég tel það, já. Maður tengir spillingu við Asíu og Austur-Evrópu en staðreyndin er sú að þetta er farið að banka verulega á dyrnar hjá okkur. Við höfum nú þegar nokkur dæmi þar sem að menn telja að hagræðing úrslita hafi átt sér stað á Íslandi. Ég tel að í öllum hinum Norðurlöndunum hafi menn eitthvað þurft að takast á við mál sem tengjast hagræðingu úrslita.“ Nánar verður rætt við Arnar í Fréttablaðinu á morgun. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Íslenskum landsliðsmanni boðinn sími fyrir að brenna af vítaskoti Átti að brenna af fyrsta vítaskotinu í landsleik og fá nýjustu tegund snjallsíma í staðinn. 4. janúar 2017 08:00 Freistingin er mikil fyrir íslenska knattspyrnumenn Knattspyrnumenn á Íslandi hafa í nokkrum mæli veðjað á úrslit eigin leikja. Engar sönnur hafa verið færðar á að úrslitum leikja hafi verið hagrætt hérlendis en freistingin til þess hjá íslensku knattspyrnufólki er mikil. 4. janúar 2017 06:00 Gríðarlegt umfang veðmálafyrirtækja: Falast eftir upplýsingum og útsendarar á hverjum leik Þjálfarar í neðri deildum Íslands kannast vel við það að þeir séu inntir eftir stöðu og heilsu leikmanna sinna. Tölfræðiveitur eru með marga útsendara á svo gott sem öllum íslenskum knattspyrnuleikjum. 4. janúar 2017 19:00 Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Sjá meira
Þetta segir Arnar Már Björgvinsson, leikmaður Stjörnunnar í Pepsi-deild karla og laganemi við Háskólann í Reykjavík. Lokaverkefni hans um fjallar um hvernig lögum og reglum er háttað á Íslandi í tengslum við hagræðingu úrslita og hvort þær séu stakk búnar til að takast á við slík mál, ef að upp kæmist um að reynt hafi verið að hagræða úrslitum íþróttaviðburða hér á landi. Arnar segir að íþróttasambönd á Íslandi séu langt á eftir nágrannalöndum sínum sem eru með mun ítarlegri og skýrari reglur um hvernig skuli taka á slíkum málum. Hagræðing leikja gæti átt við almenna refsilöggjöf en staða máli sé verri innan íþróttasambandanna. „Þegar kemur að íþróttahreyfingunni sem ber höfuðábyrgð á að tækla spillingu innan íþróttarinnar þá er því verulega ábótavant, bæði innan ÍSÍ og KSÍ, hvernig málunum er háttað í regluverki samtakanna,“ segir Arnar. Mikið hefur verið fjallað um veðmál í íþróttum síðustu daga. Nýbirt rannsókn sýnir mikla þátttöku knattspyrnumanna á Íslandi í peningaspilum og getraunaleikjum á erlendum veðmálasíðum. Þá er umfang veðmálafyrirtækjanna mikið og víða starfandi sérfræðingar um veðmál á íslenska knattspyrnuleiki auk þess sem fjölmargir útsendarar tölfræðiveita eru á svo gott sem öllum meistaraflokksleikjum hér á landi. Ljóst er að hætturnar geta leynst víða en telur Arnar að íslenskum íþróttum standi ógn af þeim? „Ég tel það, já. Maður tengir spillingu við Asíu og Austur-Evrópu en staðreyndin er sú að þetta er farið að banka verulega á dyrnar hjá okkur. Við höfum nú þegar nokkur dæmi þar sem að menn telja að hagræðing úrslita hafi átt sér stað á Íslandi. Ég tel að í öllum hinum Norðurlöndunum hafi menn eitthvað þurft að takast á við mál sem tengjast hagræðingu úrslita.“ Nánar verður rætt við Arnar í Fréttablaðinu á morgun.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Íslenskum landsliðsmanni boðinn sími fyrir að brenna af vítaskoti Átti að brenna af fyrsta vítaskotinu í landsleik og fá nýjustu tegund snjallsíma í staðinn. 4. janúar 2017 08:00 Freistingin er mikil fyrir íslenska knattspyrnumenn Knattspyrnumenn á Íslandi hafa í nokkrum mæli veðjað á úrslit eigin leikja. Engar sönnur hafa verið færðar á að úrslitum leikja hafi verið hagrætt hérlendis en freistingin til þess hjá íslensku knattspyrnufólki er mikil. 4. janúar 2017 06:00 Gríðarlegt umfang veðmálafyrirtækja: Falast eftir upplýsingum og útsendarar á hverjum leik Þjálfarar í neðri deildum Íslands kannast vel við það að þeir séu inntir eftir stöðu og heilsu leikmanna sinna. Tölfræðiveitur eru með marga útsendara á svo gott sem öllum íslenskum knattspyrnuleikjum. 4. janúar 2017 19:00 Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Sjá meira
Íslenskum landsliðsmanni boðinn sími fyrir að brenna af vítaskoti Átti að brenna af fyrsta vítaskotinu í landsleik og fá nýjustu tegund snjallsíma í staðinn. 4. janúar 2017 08:00
Freistingin er mikil fyrir íslenska knattspyrnumenn Knattspyrnumenn á Íslandi hafa í nokkrum mæli veðjað á úrslit eigin leikja. Engar sönnur hafa verið færðar á að úrslitum leikja hafi verið hagrætt hérlendis en freistingin til þess hjá íslensku knattspyrnufólki er mikil. 4. janúar 2017 06:00
Gríðarlegt umfang veðmálafyrirtækja: Falast eftir upplýsingum og útsendarar á hverjum leik Þjálfarar í neðri deildum Íslands kannast vel við það að þeir séu inntir eftir stöðu og heilsu leikmanna sinna. Tölfræðiveitur eru með marga útsendara á svo gott sem öllum íslenskum knattspyrnuleikjum. 4. janúar 2017 19:00