„Tekið fáránlega vel á móti“ strákunum í Kína þar sem sjö nýliðar geta þreytt frumraun sína Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. janúar 2017 11:30 Strákarnir okkar í landsliðinu í fótbolta lentu í Nanning í Kína á laugardaginn eftir 30 tíma ferðalag en þar hefja þeir leik í æfingamótinu China Cup í hádeginu á morgun. Ísland mætir gestgjöfum Kína í fyrsta leik og svo annað hvort Króatíu eða Síle í leik um gull eða brons á mótinu, en það fer eftir því hvernig leikurinn á móti Kína fer á morgun. Öll lið mótsins dvelja á sama hótelinu í Nanning, að því fram kemur á heimasíðu KSÍ. Marcelo Lippi, þjálfari kínverska liðsins, tók vel á móti Heimi Hallgrímssyni þegar strákarnir okkar mættu í fyrsta skipti á hótelið en Lippi er maðurinn sem gerði Ítalíu að heimsmeisturum árið 2006. „Það er tekið fáránlega vel á móti okkur hérna, bara eins og við séum einhverjar algjörar hetjur. Þeir fá mikið hrós fyrir þetta Kínverjarnir. Aðstæðurnar eru góðar og völlurinn flottur,“ segir Orri Sigurður Ómarsson, varnarmaður Vals, í viðtali við heimasíðu KSÍ en hann er einn sjö nýliða í hópnum. Býst hann við því að spila á morgun? „Ég bara veit það ekki. Ég vona það, en ég veit það ekki. Skiljanlega mun Heimir nota menn sem hafa meiri reynslu en ef kallið kemur verð ég tilbúinn,“ segir Orri Sigurður. Miðvörðurinn er einn sex nýliða sem spiluðu með U21 árs landsliðinu á síðasta ári en hinir eru Viðar Ari Jónsson úr fjölni, Böðvar Böðvarsson úr FH, Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður Nordsjælland, og hinir nítján ára gömlu atvinnumenn Albert Guðmundsson og Óttar Magnús Karlsson. Sigurður Egill Lárusson, leikmaður Vals, er svo elstur nýliðanna en hann verður 25 ára á árinu. Leikur Íslands og Kína verður sýndur beint á Stöð 2 Sport HD á morgun klukkan 12.00 en báðir leikir Íslands á mótinu verða í beinni útsendingu. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá æfingu strákanan í Kína en fleiri myndir má finna á Facebook-síðu KSÍ. Allt viðtalið við Orra Sigurð má sjá í spilaranum efst í fréttinni.Sigurður Egill Lárusson, Viðar Ari Jónsson, Albert Guðmundsson, Böðvar Böðvarsson, Óttar Magnús Karlsson og Orri Sigurður Ómarsson bíða allir spenntir eftir sínum fyrstu A-landsliðs mínútum.mynd/ksíRúnar Alex Rúnarsson, markvörðurinn efnilegi, er einnig nýliði í hópnum.mynd/ksíÞjálfarateymið Helgi Kolviðsson, Heimir Hallgrímsson og Guðmundur Hreiðarsson eitraðir í Kína.mynd/ksí Íslenski boltinn Tengdar fréttir Strákarnir fengu hlýjar móttökur við komuna til Kína | Myndband A-landslið karla er komið til Kína eftir langt og strangt ferðalag. 7. janúar 2017 22:45 Höness: Eyðsla kínversku liðanna er sjúk Uli Höness, forseti Bayern München, segir að eyðsla fótboltaliða í Kína sé sjúk. 5. janúar 2017 21:30 Sjö nýliðar fara til Kína Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari tilkynnti í dag leikmannahópinn sem fer til Kína og tekur þátt í China Cup. 2. janúar 2017 13:30 Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Sjá meira
Strákarnir okkar í landsliðinu í fótbolta lentu í Nanning í Kína á laugardaginn eftir 30 tíma ferðalag en þar hefja þeir leik í æfingamótinu China Cup í hádeginu á morgun. Ísland mætir gestgjöfum Kína í fyrsta leik og svo annað hvort Króatíu eða Síle í leik um gull eða brons á mótinu, en það fer eftir því hvernig leikurinn á móti Kína fer á morgun. Öll lið mótsins dvelja á sama hótelinu í Nanning, að því fram kemur á heimasíðu KSÍ. Marcelo Lippi, þjálfari kínverska liðsins, tók vel á móti Heimi Hallgrímssyni þegar strákarnir okkar mættu í fyrsta skipti á hótelið en Lippi er maðurinn sem gerði Ítalíu að heimsmeisturum árið 2006. „Það er tekið fáránlega vel á móti okkur hérna, bara eins og við séum einhverjar algjörar hetjur. Þeir fá mikið hrós fyrir þetta Kínverjarnir. Aðstæðurnar eru góðar og völlurinn flottur,“ segir Orri Sigurður Ómarsson, varnarmaður Vals, í viðtali við heimasíðu KSÍ en hann er einn sjö nýliða í hópnum. Býst hann við því að spila á morgun? „Ég bara veit það ekki. Ég vona það, en ég veit það ekki. Skiljanlega mun Heimir nota menn sem hafa meiri reynslu en ef kallið kemur verð ég tilbúinn,“ segir Orri Sigurður. Miðvörðurinn er einn sex nýliða sem spiluðu með U21 árs landsliðinu á síðasta ári en hinir eru Viðar Ari Jónsson úr fjölni, Böðvar Böðvarsson úr FH, Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður Nordsjælland, og hinir nítján ára gömlu atvinnumenn Albert Guðmundsson og Óttar Magnús Karlsson. Sigurður Egill Lárusson, leikmaður Vals, er svo elstur nýliðanna en hann verður 25 ára á árinu. Leikur Íslands og Kína verður sýndur beint á Stöð 2 Sport HD á morgun klukkan 12.00 en báðir leikir Íslands á mótinu verða í beinni útsendingu. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá æfingu strákanan í Kína en fleiri myndir má finna á Facebook-síðu KSÍ. Allt viðtalið við Orra Sigurð má sjá í spilaranum efst í fréttinni.Sigurður Egill Lárusson, Viðar Ari Jónsson, Albert Guðmundsson, Böðvar Böðvarsson, Óttar Magnús Karlsson og Orri Sigurður Ómarsson bíða allir spenntir eftir sínum fyrstu A-landsliðs mínútum.mynd/ksíRúnar Alex Rúnarsson, markvörðurinn efnilegi, er einnig nýliði í hópnum.mynd/ksíÞjálfarateymið Helgi Kolviðsson, Heimir Hallgrímsson og Guðmundur Hreiðarsson eitraðir í Kína.mynd/ksí
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Strákarnir fengu hlýjar móttökur við komuna til Kína | Myndband A-landslið karla er komið til Kína eftir langt og strangt ferðalag. 7. janúar 2017 22:45 Höness: Eyðsla kínversku liðanna er sjúk Uli Höness, forseti Bayern München, segir að eyðsla fótboltaliða í Kína sé sjúk. 5. janúar 2017 21:30 Sjö nýliðar fara til Kína Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari tilkynnti í dag leikmannahópinn sem fer til Kína og tekur þátt í China Cup. 2. janúar 2017 13:30 Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Sjá meira
Strákarnir fengu hlýjar móttökur við komuna til Kína | Myndband A-landslið karla er komið til Kína eftir langt og strangt ferðalag. 7. janúar 2017 22:45
Höness: Eyðsla kínversku liðanna er sjúk Uli Höness, forseti Bayern München, segir að eyðsla fótboltaliða í Kína sé sjúk. 5. janúar 2017 21:30
Sjö nýliðar fara til Kína Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari tilkynnti í dag leikmannahópinn sem fer til Kína og tekur þátt í China Cup. 2. janúar 2017 13:30