Enn tekist á um lífeyrissjóðsfrumvarpið á lokametrunum Heimir Már Pétursson skrifar 21. desember 2016 18:41 Líkur eru á að einhverjar breytingar verði gerðar á umdeildu frumvarpi fjármálaráðherra um jöfnun lífeyrisréttinda þegar það kemur til lokaumræðu á Alþingi í kvöld eða á morgun, en nokkrar breytingatillögur voru samþykktar við frumvarpið í dag. Annarri umræðu um lífeyrissjóðsfrumvarpið lauk á Alþingi í dag. En ekki er þar með sagt að sögunni sé lokið því málið fer aftur til nefndar áður en það kemur aftur til lokaumræðunnar. Raðir þingflokka hafa aðeins riðlast við afgreiðslu Alþingis á lífeyrissjóða frumvarpinu en fráfarandi stjórnarflokkar ásamt Viðreisn og Bjartri framtíð standa saman að meirihlutaáliti en hinir flokkarnir þrír skila allir séráliti um málið. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna leggur til að Alþingi fallist á sáttatillögu um málið frá BSRB. „Með þeim rökum mun ég sjálf sitja hjá við afgreiðslu málsins á þessu stigi. En eins og ég segi er veruleg andstaða við málið innan Vinstri grænna,“ sagði Katrín. Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar lagði til breytingar sem hann sagði í takt við samkomulag við stéttarfélögin í haust og mætti að hluta athugasemdum sem fram hefðu komið. „Breytingarnar eru mikilvægar til að meiri sátt skapist um jöfnun lífeyrisréttinda og auka þannig líkurnar á að heildarsamkomulag við aðila vinnumarkaðarins nái fram um bætt lífskjör í landinu,“ sagði Logi. Smári McCarthy þingmaður Pírata sagði Alþingi flýta sér um of í þessu máli. „Það hefur ekkert mat komið fram á heildrænum efnahagslegum áhrifum þess að þetta verði gert. Það gæti verið að þetta verði hættulegt hagkerfinu,“ sagði Smári. Björt Ólafsdóttir þingflokksformaður Bjartrar framtíðar sagði lífeyriskerfi opinberra starfsmanna ekki hafa verið sjálfbært í áratugi og safnað halla. Nú þegar horfði til lausna heltust sumir úr lestinni. „Og það er mjög miður virðulegur forseti og ekki á nokkurn hátt ábyrg afstaða. Það er verið að gera hér kerfisbreytingar samhliða peninga innspýtingunni svo snjóboltinn haldi ekki áfram að rúlla og hlaða á sig aftur,“ sagði Björt. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra sagði valið snúast um þetta frumvarp eða gera ekki. „Og senda reikninginn inn í framtíðina á komandi kynslóðir. Það er valkosturinn sem við stöndum frammi fyrir núna. Við erum einfaldlega í óvanalega góðri stöðu til að höggva á þann hnút sem margir hafa verið að kljást við í mög langan tíma,“ sagði forsætisráðherra. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir einföldun að halda því fram að allir geti orðið sammála um þessi mál. „Það er rangt þegar því er haldið fram að samkomulagið sem undirritað var núna í haust hafi gengið út frá því að bakábyrgð ríkisins myndi lifa fyrir alla opinbera starfsmenn þar til þeir lykju störfum. Það er rangt. Það er grundvallar forsenda sem gengið var út frá allan tímann að bakábyrgðin yrði afnumin,“ segir Bjarni Benediktsson. Alþingi Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Sjá meira
Líkur eru á að einhverjar breytingar verði gerðar á umdeildu frumvarpi fjármálaráðherra um jöfnun lífeyrisréttinda þegar það kemur til lokaumræðu á Alþingi í kvöld eða á morgun, en nokkrar breytingatillögur voru samþykktar við frumvarpið í dag. Annarri umræðu um lífeyrissjóðsfrumvarpið lauk á Alþingi í dag. En ekki er þar með sagt að sögunni sé lokið því málið fer aftur til nefndar áður en það kemur aftur til lokaumræðunnar. Raðir þingflokka hafa aðeins riðlast við afgreiðslu Alþingis á lífeyrissjóða frumvarpinu en fráfarandi stjórnarflokkar ásamt Viðreisn og Bjartri framtíð standa saman að meirihlutaáliti en hinir flokkarnir þrír skila allir séráliti um málið. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna leggur til að Alþingi fallist á sáttatillögu um málið frá BSRB. „Með þeim rökum mun ég sjálf sitja hjá við afgreiðslu málsins á þessu stigi. En eins og ég segi er veruleg andstaða við málið innan Vinstri grænna,“ sagði Katrín. Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar lagði til breytingar sem hann sagði í takt við samkomulag við stéttarfélögin í haust og mætti að hluta athugasemdum sem fram hefðu komið. „Breytingarnar eru mikilvægar til að meiri sátt skapist um jöfnun lífeyrisréttinda og auka þannig líkurnar á að heildarsamkomulag við aðila vinnumarkaðarins nái fram um bætt lífskjör í landinu,“ sagði Logi. Smári McCarthy þingmaður Pírata sagði Alþingi flýta sér um of í þessu máli. „Það hefur ekkert mat komið fram á heildrænum efnahagslegum áhrifum þess að þetta verði gert. Það gæti verið að þetta verði hættulegt hagkerfinu,“ sagði Smári. Björt Ólafsdóttir þingflokksformaður Bjartrar framtíðar sagði lífeyriskerfi opinberra starfsmanna ekki hafa verið sjálfbært í áratugi og safnað halla. Nú þegar horfði til lausna heltust sumir úr lestinni. „Og það er mjög miður virðulegur forseti og ekki á nokkurn hátt ábyrg afstaða. Það er verið að gera hér kerfisbreytingar samhliða peninga innspýtingunni svo snjóboltinn haldi ekki áfram að rúlla og hlaða á sig aftur,“ sagði Björt. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra sagði valið snúast um þetta frumvarp eða gera ekki. „Og senda reikninginn inn í framtíðina á komandi kynslóðir. Það er valkosturinn sem við stöndum frammi fyrir núna. Við erum einfaldlega í óvanalega góðri stöðu til að höggva á þann hnút sem margir hafa verið að kljást við í mög langan tíma,“ sagði forsætisráðherra. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir einföldun að halda því fram að allir geti orðið sammála um þessi mál. „Það er rangt þegar því er haldið fram að samkomulagið sem undirritað var núna í haust hafi gengið út frá því að bakábyrgð ríkisins myndi lifa fyrir alla opinbera starfsmenn þar til þeir lykju störfum. Það er rangt. Það er grundvallar forsenda sem gengið var út frá allan tímann að bakábyrgðin yrði afnumin,“ segir Bjarni Benediktsson.
Alþingi Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Sjá meira