Enn tekist á um lífeyrissjóðsfrumvarpið á lokametrunum Heimir Már Pétursson skrifar 21. desember 2016 18:41 Líkur eru á að einhverjar breytingar verði gerðar á umdeildu frumvarpi fjármálaráðherra um jöfnun lífeyrisréttinda þegar það kemur til lokaumræðu á Alþingi í kvöld eða á morgun, en nokkrar breytingatillögur voru samþykktar við frumvarpið í dag. Annarri umræðu um lífeyrissjóðsfrumvarpið lauk á Alþingi í dag. En ekki er þar með sagt að sögunni sé lokið því málið fer aftur til nefndar áður en það kemur aftur til lokaumræðunnar. Raðir þingflokka hafa aðeins riðlast við afgreiðslu Alþingis á lífeyrissjóða frumvarpinu en fráfarandi stjórnarflokkar ásamt Viðreisn og Bjartri framtíð standa saman að meirihlutaáliti en hinir flokkarnir þrír skila allir séráliti um málið. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna leggur til að Alþingi fallist á sáttatillögu um málið frá BSRB. „Með þeim rökum mun ég sjálf sitja hjá við afgreiðslu málsins á þessu stigi. En eins og ég segi er veruleg andstaða við málið innan Vinstri grænna,“ sagði Katrín. Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar lagði til breytingar sem hann sagði í takt við samkomulag við stéttarfélögin í haust og mætti að hluta athugasemdum sem fram hefðu komið. „Breytingarnar eru mikilvægar til að meiri sátt skapist um jöfnun lífeyrisréttinda og auka þannig líkurnar á að heildarsamkomulag við aðila vinnumarkaðarins nái fram um bætt lífskjör í landinu,“ sagði Logi. Smári McCarthy þingmaður Pírata sagði Alþingi flýta sér um of í þessu máli. „Það hefur ekkert mat komið fram á heildrænum efnahagslegum áhrifum þess að þetta verði gert. Það gæti verið að þetta verði hættulegt hagkerfinu,“ sagði Smári. Björt Ólafsdóttir þingflokksformaður Bjartrar framtíðar sagði lífeyriskerfi opinberra starfsmanna ekki hafa verið sjálfbært í áratugi og safnað halla. Nú þegar horfði til lausna heltust sumir úr lestinni. „Og það er mjög miður virðulegur forseti og ekki á nokkurn hátt ábyrg afstaða. Það er verið að gera hér kerfisbreytingar samhliða peninga innspýtingunni svo snjóboltinn haldi ekki áfram að rúlla og hlaða á sig aftur,“ sagði Björt. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra sagði valið snúast um þetta frumvarp eða gera ekki. „Og senda reikninginn inn í framtíðina á komandi kynslóðir. Það er valkosturinn sem við stöndum frammi fyrir núna. Við erum einfaldlega í óvanalega góðri stöðu til að höggva á þann hnút sem margir hafa verið að kljást við í mög langan tíma,“ sagði forsætisráðherra. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir einföldun að halda því fram að allir geti orðið sammála um þessi mál. „Það er rangt þegar því er haldið fram að samkomulagið sem undirritað var núna í haust hafi gengið út frá því að bakábyrgð ríkisins myndi lifa fyrir alla opinbera starfsmenn þar til þeir lykju störfum. Það er rangt. Það er grundvallar forsenda sem gengið var út frá allan tímann að bakábyrgðin yrði afnumin,“ segir Bjarni Benediktsson. Alþingi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Líkur eru á að einhverjar breytingar verði gerðar á umdeildu frumvarpi fjármálaráðherra um jöfnun lífeyrisréttinda þegar það kemur til lokaumræðu á Alþingi í kvöld eða á morgun, en nokkrar breytingatillögur voru samþykktar við frumvarpið í dag. Annarri umræðu um lífeyrissjóðsfrumvarpið lauk á Alþingi í dag. En ekki er þar með sagt að sögunni sé lokið því málið fer aftur til nefndar áður en það kemur aftur til lokaumræðunnar. Raðir þingflokka hafa aðeins riðlast við afgreiðslu Alþingis á lífeyrissjóða frumvarpinu en fráfarandi stjórnarflokkar ásamt Viðreisn og Bjartri framtíð standa saman að meirihlutaáliti en hinir flokkarnir þrír skila allir séráliti um málið. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna leggur til að Alþingi fallist á sáttatillögu um málið frá BSRB. „Með þeim rökum mun ég sjálf sitja hjá við afgreiðslu málsins á þessu stigi. En eins og ég segi er veruleg andstaða við málið innan Vinstri grænna,“ sagði Katrín. Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar lagði til breytingar sem hann sagði í takt við samkomulag við stéttarfélögin í haust og mætti að hluta athugasemdum sem fram hefðu komið. „Breytingarnar eru mikilvægar til að meiri sátt skapist um jöfnun lífeyrisréttinda og auka þannig líkurnar á að heildarsamkomulag við aðila vinnumarkaðarins nái fram um bætt lífskjör í landinu,“ sagði Logi. Smári McCarthy þingmaður Pírata sagði Alþingi flýta sér um of í þessu máli. „Það hefur ekkert mat komið fram á heildrænum efnahagslegum áhrifum þess að þetta verði gert. Það gæti verið að þetta verði hættulegt hagkerfinu,“ sagði Smári. Björt Ólafsdóttir þingflokksformaður Bjartrar framtíðar sagði lífeyriskerfi opinberra starfsmanna ekki hafa verið sjálfbært í áratugi og safnað halla. Nú þegar horfði til lausna heltust sumir úr lestinni. „Og það er mjög miður virðulegur forseti og ekki á nokkurn hátt ábyrg afstaða. Það er verið að gera hér kerfisbreytingar samhliða peninga innspýtingunni svo snjóboltinn haldi ekki áfram að rúlla og hlaða á sig aftur,“ sagði Björt. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra sagði valið snúast um þetta frumvarp eða gera ekki. „Og senda reikninginn inn í framtíðina á komandi kynslóðir. Það er valkosturinn sem við stöndum frammi fyrir núna. Við erum einfaldlega í óvanalega góðri stöðu til að höggva á þann hnút sem margir hafa verið að kljást við í mög langan tíma,“ sagði forsætisráðherra. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir einföldun að halda því fram að allir geti orðið sammála um þessi mál. „Það er rangt þegar því er haldið fram að samkomulagið sem undirritað var núna í haust hafi gengið út frá því að bakábyrgð ríkisins myndi lifa fyrir alla opinbera starfsmenn þar til þeir lykju störfum. Það er rangt. Það er grundvallar forsenda sem gengið var út frá allan tímann að bakábyrgðin yrði afnumin,“ segir Bjarni Benediktsson.
Alþingi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent