Samkomulag um aukin útgjöld upp á 12 milljarða á næsta ári Heimir Már Pétursson skrifar 21. desember 2016 18:44 Samkomulag hefur tekist um afgreiðslu fjárlaga á Alþingi og ríkir bjartsýni um að fjárlög verði afgreidd fyrir jól. Útgjöld verða aukin um tólf milljarða króna á næsta ári og þar af fara 5,2 milljarðar til heilbrigðiskerfisins. Varaformaður fjárlaganefndar segir að það ætti að koma í veg fyrir niðurskurð á Landsspítalanum á næsta ári. Allir flokkar á Alþingi standa að breytingartillögum við fjárlagafrumvarpið og munu allir samþykkja þær í atkvæðagreiðslu. Hins vegar þegar kemur að því að greiða atkvæði um fjárlagafrumvarpið í heild munu þeir flokkar sem ekki tilheyra fráfarandi ríkisstjórn sitja hjá við atkvæðagreiðsluna. Haraldur Benediktsson formaður fjárlaganefndar segir að samkvæmt breytingartillögunum muni framlög til heilbrigðismála aukast um 5,2 milljarða á næsta ári umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi starfsstjórnarinnar. Útgjöld til samgöngumála verði aukin um 4,6 milljarða, um 1,7 milljarð til menntamála og hálfan milljarð króna til löggæslu og Landhelgisgæslu. Samtals séu þetta tólf milljarðar. „Við þessar aðstæður þar sem er enginn starfandi meirihluti og við þurfum raunverulega að semja frumvarpið í gegnum þingið er óhjákvæmilegt að það breytist verulega. Við erum nýkomin út úr kosningum og það endurspeglast að hluta í þeim áherslum sem þarna eru lagðar. Ég dreng enga fjöður yfir það,“ segir Haraldur. Hins vegar haldist markmið um afgang í ríkisfjármálum upp á eitt prósent af landsframleiðslu. Menn hafi haft þá spennu sem nú er í efnahagsmálunum í huga við þessar breytingar. Ekki eigi að þurfa að skera niður á Landspítalanum til að mynda. „Við erum að gera þarna margþáttaaðgerðir. Þannig að við getum til lengri tíma bætt hag Landsspítalans og annarra stofnana allt í kring um landið. Við erum með fjölþættar aðgerðir í þessum tillögum okkar,“ segir Haraldur. Oddný G. Harðardóttir varaformaður fjárlaganefndar segir með þessum breytingum sé þó ekki verið að byggja heilbrigðiskerfið upp eins og flestir hafi lofað fyrir kosningar. „Við erum í rauninni með þessum framlögum að halda í horfinu og það þarf að gera enn betur. Það verður ný ríkisstjórn að gera. Sem mun þá taka upp fjármálastefnuna og fjármálaáætlunina, skattkerfið og allt sem þarf að taka upp til að sauma saman kosningaloforðin,“ segir Oddný.Eru þetta þá einhvers konar bráðabirgða fjárlög þar til ný ríkisstjórn tekur við?„Það má segja það. Það sem liggur þarna undir eru hagsmunir almennings. Hagsmunir þeirra sem þurfa á þjónustu ríkisins að halda og stjórnsýslunnar,“ segir Oddný. „Ef við hefðum ekki gert það hefðum við farið upp hér í þingsal, hver og einn flokkur komið með sínar breytingatillögur og niðurstaðan hefði orðið fullkomin óvissa. Þannig að þetta er mjög ábyrgt hjá okkur öllum að ná þessu saman. Sjálfri finnst mér þetta vera svolítið merkileg niðurstaða, að við skyldum hafa náð þessu,“ segir Oddný G. Harðardóttir. Alþingi Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Sjá meira
Samkomulag hefur tekist um afgreiðslu fjárlaga á Alþingi og ríkir bjartsýni um að fjárlög verði afgreidd fyrir jól. Útgjöld verða aukin um tólf milljarða króna á næsta ári og þar af fara 5,2 milljarðar til heilbrigðiskerfisins. Varaformaður fjárlaganefndar segir að það ætti að koma í veg fyrir niðurskurð á Landsspítalanum á næsta ári. Allir flokkar á Alþingi standa að breytingartillögum við fjárlagafrumvarpið og munu allir samþykkja þær í atkvæðagreiðslu. Hins vegar þegar kemur að því að greiða atkvæði um fjárlagafrumvarpið í heild munu þeir flokkar sem ekki tilheyra fráfarandi ríkisstjórn sitja hjá við atkvæðagreiðsluna. Haraldur Benediktsson formaður fjárlaganefndar segir að samkvæmt breytingartillögunum muni framlög til heilbrigðismála aukast um 5,2 milljarða á næsta ári umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi starfsstjórnarinnar. Útgjöld til samgöngumála verði aukin um 4,6 milljarða, um 1,7 milljarð til menntamála og hálfan milljarð króna til löggæslu og Landhelgisgæslu. Samtals séu þetta tólf milljarðar. „Við þessar aðstæður þar sem er enginn starfandi meirihluti og við þurfum raunverulega að semja frumvarpið í gegnum þingið er óhjákvæmilegt að það breytist verulega. Við erum nýkomin út úr kosningum og það endurspeglast að hluta í þeim áherslum sem þarna eru lagðar. Ég dreng enga fjöður yfir það,“ segir Haraldur. Hins vegar haldist markmið um afgang í ríkisfjármálum upp á eitt prósent af landsframleiðslu. Menn hafi haft þá spennu sem nú er í efnahagsmálunum í huga við þessar breytingar. Ekki eigi að þurfa að skera niður á Landspítalanum til að mynda. „Við erum að gera þarna margþáttaaðgerðir. Þannig að við getum til lengri tíma bætt hag Landsspítalans og annarra stofnana allt í kring um landið. Við erum með fjölþættar aðgerðir í þessum tillögum okkar,“ segir Haraldur. Oddný G. Harðardóttir varaformaður fjárlaganefndar segir með þessum breytingum sé þó ekki verið að byggja heilbrigðiskerfið upp eins og flestir hafi lofað fyrir kosningar. „Við erum í rauninni með þessum framlögum að halda í horfinu og það þarf að gera enn betur. Það verður ný ríkisstjórn að gera. Sem mun þá taka upp fjármálastefnuna og fjármálaáætlunina, skattkerfið og allt sem þarf að taka upp til að sauma saman kosningaloforðin,“ segir Oddný.Eru þetta þá einhvers konar bráðabirgða fjárlög þar til ný ríkisstjórn tekur við?„Það má segja það. Það sem liggur þarna undir eru hagsmunir almennings. Hagsmunir þeirra sem þurfa á þjónustu ríkisins að halda og stjórnsýslunnar,“ segir Oddný. „Ef við hefðum ekki gert það hefðum við farið upp hér í þingsal, hver og einn flokkur komið með sínar breytingatillögur og niðurstaðan hefði orðið fullkomin óvissa. Þannig að þetta er mjög ábyrgt hjá okkur öllum að ná þessu saman. Sjálfri finnst mér þetta vera svolítið merkileg niðurstaða, að við skyldum hafa náð þessu,“ segir Oddný G. Harðardóttir.
Alþingi Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Sjá meira