Þingmaður Sjálfstæðisflokksins vill breytt verklag við veitingu ríkisborgararéttar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. desember 2016 20:25 Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins gerir athugasemdir við verklag Alþingis í desember ár hvert við veitingu á ríkisborgararétti til einstaklinga. Þetta kom fram í viðtali við hana í Reykjavík síðdegis í dag en þingkonan hafði áður bent á afstöðu sína í ræðustól Alþingis í gær. Alþingi greiðir ár hvert atkvæði um veitingu ríkisborgararéttar til nokkurra tuga einstaklinga. Slík atkvæðagreiðsla fór fram í gær. Sigríður gagnrýnir að alþingismenn séu settir í þá stöðu að þurfa að taka ákvarðanir sem varði hagi einstaklinga með beinum hætti og bendir á að allajafna sé það Útlendingastofnun sem taki slíkar stjórnvaldsákvarðanir í þessum málaflokki. „Ég er ekki viss að margir átti sig á því, að það eru um það bil þúsund manns á hverju einasta ári sem fá ríkisborgararétt með stjórnvaldsákvörðun. Það er að segja, þeir sækja um til Útlendingastofnunar og ef menn uppfylla skilyrði þá fá menn ríkisborgararétt“ segir Sigríður. Hún bendir á að þeim sem veittur er ríkisborgararéttur af hálfu Alþingis ár hvert séu hins vegar þeir sem ekki standist kröfur sem Útlendingastofnun setur. Sigríður segir að alþingismönnum líði ekki vel með að taka ákvörðun um þetta. „Menn bjóða sig fram til Alþingis en ekki til töku stjórnvaldsákvörðunar, sem þetta er farið að vera þegar menn eru farnir að vega og meta gögn um persónulega hagi manna“ segir Sigríður sem bendir á að málefni einstaklinganna sem Alþingi veitir ríkisborgararétt séu vissulega ólík öðrum.Mikilvægt að jafnræðis sé gætt „Með því að láta Alþingi taka ákvörðun um málefni þessara einstaklinga, eru menn að horfa til þess að upp koma tilvik þar sem er algjörlega útilokað fyrir einstaklinga að uppfylla þau viðmið sem sett eru. Þar sem menn telja samt að vegna eðli málsins, sé sanngjarnt að viðkomandi fái hér ríkisborgarrétt.“ Sigríður segir mikilvægt að jafnræði sé gætt. „Ég er að benda á að það þurfi að vera til staðar verklag þarna. Að menn njóti jafnræðis, það séu reglur og viðmið sem menn þurfi að uppfylla til að fá ríkisborgararétt.“ Hún segir að breyta þurfi lögunum. „Við þurfum að breyta lögunum um veitingu ríkisborgaréttar þannig að Útlendingastofnun hafi eitthvað örlítið svigrúm til að víkja frá reglum og leggja sjálfstætt mat á það.“ Alþingi Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins gerir athugasemdir við verklag Alþingis í desember ár hvert við veitingu á ríkisborgararétti til einstaklinga. Þetta kom fram í viðtali við hana í Reykjavík síðdegis í dag en þingkonan hafði áður bent á afstöðu sína í ræðustól Alþingis í gær. Alþingi greiðir ár hvert atkvæði um veitingu ríkisborgararéttar til nokkurra tuga einstaklinga. Slík atkvæðagreiðsla fór fram í gær. Sigríður gagnrýnir að alþingismenn séu settir í þá stöðu að þurfa að taka ákvarðanir sem varði hagi einstaklinga með beinum hætti og bendir á að allajafna sé það Útlendingastofnun sem taki slíkar stjórnvaldsákvarðanir í þessum málaflokki. „Ég er ekki viss að margir átti sig á því, að það eru um það bil þúsund manns á hverju einasta ári sem fá ríkisborgararétt með stjórnvaldsákvörðun. Það er að segja, þeir sækja um til Útlendingastofnunar og ef menn uppfylla skilyrði þá fá menn ríkisborgararétt“ segir Sigríður. Hún bendir á að þeim sem veittur er ríkisborgararéttur af hálfu Alþingis ár hvert séu hins vegar þeir sem ekki standist kröfur sem Útlendingastofnun setur. Sigríður segir að alþingismönnum líði ekki vel með að taka ákvörðun um þetta. „Menn bjóða sig fram til Alþingis en ekki til töku stjórnvaldsákvörðunar, sem þetta er farið að vera þegar menn eru farnir að vega og meta gögn um persónulega hagi manna“ segir Sigríður sem bendir á að málefni einstaklinganna sem Alþingi veitir ríkisborgararétt séu vissulega ólík öðrum.Mikilvægt að jafnræðis sé gætt „Með því að láta Alþingi taka ákvörðun um málefni þessara einstaklinga, eru menn að horfa til þess að upp koma tilvik þar sem er algjörlega útilokað fyrir einstaklinga að uppfylla þau viðmið sem sett eru. Þar sem menn telja samt að vegna eðli málsins, sé sanngjarnt að viðkomandi fái hér ríkisborgarrétt.“ Sigríður segir mikilvægt að jafnræði sé gætt. „Ég er að benda á að það þurfi að vera til staðar verklag þarna. Að menn njóti jafnræðis, það séu reglur og viðmið sem menn þurfi að uppfylla til að fá ríkisborgararétt.“ Hún segir að breyta þurfi lögunum. „Við þurfum að breyta lögunum um veitingu ríkisborgaréttar þannig að Útlendingastofnun hafi eitthvað örlítið svigrúm til að víkja frá reglum og leggja sjálfstætt mat á það.“
Alþingi Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent