Þingmaður Sjálfstæðisflokksins vill breytt verklag við veitingu ríkisborgararéttar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. desember 2016 20:25 Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins gerir athugasemdir við verklag Alþingis í desember ár hvert við veitingu á ríkisborgararétti til einstaklinga. Þetta kom fram í viðtali við hana í Reykjavík síðdegis í dag en þingkonan hafði áður bent á afstöðu sína í ræðustól Alþingis í gær. Alþingi greiðir ár hvert atkvæði um veitingu ríkisborgararéttar til nokkurra tuga einstaklinga. Slík atkvæðagreiðsla fór fram í gær. Sigríður gagnrýnir að alþingismenn séu settir í þá stöðu að þurfa að taka ákvarðanir sem varði hagi einstaklinga með beinum hætti og bendir á að allajafna sé það Útlendingastofnun sem taki slíkar stjórnvaldsákvarðanir í þessum málaflokki. „Ég er ekki viss að margir átti sig á því, að það eru um það bil þúsund manns á hverju einasta ári sem fá ríkisborgararétt með stjórnvaldsákvörðun. Það er að segja, þeir sækja um til Útlendingastofnunar og ef menn uppfylla skilyrði þá fá menn ríkisborgararétt“ segir Sigríður. Hún bendir á að þeim sem veittur er ríkisborgararéttur af hálfu Alþingis ár hvert séu hins vegar þeir sem ekki standist kröfur sem Útlendingastofnun setur. Sigríður segir að alþingismönnum líði ekki vel með að taka ákvörðun um þetta. „Menn bjóða sig fram til Alþingis en ekki til töku stjórnvaldsákvörðunar, sem þetta er farið að vera þegar menn eru farnir að vega og meta gögn um persónulega hagi manna“ segir Sigríður sem bendir á að málefni einstaklinganna sem Alþingi veitir ríkisborgararétt séu vissulega ólík öðrum.Mikilvægt að jafnræðis sé gætt „Með því að láta Alþingi taka ákvörðun um málefni þessara einstaklinga, eru menn að horfa til þess að upp koma tilvik þar sem er algjörlega útilokað fyrir einstaklinga að uppfylla þau viðmið sem sett eru. Þar sem menn telja samt að vegna eðli málsins, sé sanngjarnt að viðkomandi fái hér ríkisborgarrétt.“ Sigríður segir mikilvægt að jafnræði sé gætt. „Ég er að benda á að það þurfi að vera til staðar verklag þarna. Að menn njóti jafnræðis, það séu reglur og viðmið sem menn þurfi að uppfylla til að fá ríkisborgararétt.“ Hún segir að breyta þurfi lögunum. „Við þurfum að breyta lögunum um veitingu ríkisborgaréttar þannig að Útlendingastofnun hafi eitthvað örlítið svigrúm til að víkja frá reglum og leggja sjálfstætt mat á það.“ Alþingi Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira
Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins gerir athugasemdir við verklag Alþingis í desember ár hvert við veitingu á ríkisborgararétti til einstaklinga. Þetta kom fram í viðtali við hana í Reykjavík síðdegis í dag en þingkonan hafði áður bent á afstöðu sína í ræðustól Alþingis í gær. Alþingi greiðir ár hvert atkvæði um veitingu ríkisborgararéttar til nokkurra tuga einstaklinga. Slík atkvæðagreiðsla fór fram í gær. Sigríður gagnrýnir að alþingismenn séu settir í þá stöðu að þurfa að taka ákvarðanir sem varði hagi einstaklinga með beinum hætti og bendir á að allajafna sé það Útlendingastofnun sem taki slíkar stjórnvaldsákvarðanir í þessum málaflokki. „Ég er ekki viss að margir átti sig á því, að það eru um það bil þúsund manns á hverju einasta ári sem fá ríkisborgararétt með stjórnvaldsákvörðun. Það er að segja, þeir sækja um til Útlendingastofnunar og ef menn uppfylla skilyrði þá fá menn ríkisborgararétt“ segir Sigríður. Hún bendir á að þeim sem veittur er ríkisborgararéttur af hálfu Alþingis ár hvert séu hins vegar þeir sem ekki standist kröfur sem Útlendingastofnun setur. Sigríður segir að alþingismönnum líði ekki vel með að taka ákvörðun um þetta. „Menn bjóða sig fram til Alþingis en ekki til töku stjórnvaldsákvörðunar, sem þetta er farið að vera þegar menn eru farnir að vega og meta gögn um persónulega hagi manna“ segir Sigríður sem bendir á að málefni einstaklinganna sem Alþingi veitir ríkisborgararétt séu vissulega ólík öðrum.Mikilvægt að jafnræðis sé gætt „Með því að láta Alþingi taka ákvörðun um málefni þessara einstaklinga, eru menn að horfa til þess að upp koma tilvik þar sem er algjörlega útilokað fyrir einstaklinga að uppfylla þau viðmið sem sett eru. Þar sem menn telja samt að vegna eðli málsins, sé sanngjarnt að viðkomandi fái hér ríkisborgarrétt.“ Sigríður segir mikilvægt að jafnræði sé gætt. „Ég er að benda á að það þurfi að vera til staðar verklag þarna. Að menn njóti jafnræðis, það séu reglur og viðmið sem menn þurfi að uppfylla til að fá ríkisborgararétt.“ Hún segir að breyta þurfi lögunum. „Við þurfum að breyta lögunum um veitingu ríkisborgaréttar þannig að Útlendingastofnun hafi eitthvað örlítið svigrúm til að víkja frá reglum og leggja sjálfstætt mat á það.“
Alþingi Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira