Deilt í forsætisnefnd um kjör þingmanna Þorgeir Helgason skrifar 27. desember 2016 05:00 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir eðlilegt að skoða þurfi álögur á laun þingmanna í ljósi hækkunar á þingfarakaupi. vísir/ernir Formenn allra stjórnmálaflokka á Alþingi sendu forsætisnefnd þingsins bréf og lögðu til að nefndin myndi skoða laun og kjör þingmanna með því markmiði að bregðast við úrskurði kjararáðs. Málið var tekið fyrir á fundi forsætisnefndar á miðvikudag og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins úr nefndinni deildu nefndarmenn um hvort skerða ætti kjörin. Laun þingmanna hafa hækkað mikið á árinu og hefur það vakið hörð viðbrögð í samfélaginu. Á kjördag í október úrskurðaði kjararáð um launakjör þingmanna sem fól í sér um 45 prósenta hækkun á þingfararkaupi, eða um 340 þúsund krónur. Fyrr á árinu höfðu þingmenn hlotið rúmlega sjö prósenta hækkun á sínum launum. Ein af tillögunum sem deilt var um var sú að lækka skyldi álag á formenn og varaformenn fastanefnda. Þingfararkaup er í dag, eftir síðustu hækkun kjararáðs, rúm 1,1 milljón króna og hljóta formenn fastanefnda fimmtán prósent álag ofan á þau laun. Fyrsti varaformaður fær þá tíu prósenta álag og annar varaformaður fimm. „Eðlilega skoða menn það fyrirkomulag sem er á álagsgreiðslum launa þingmanna sem gegna þeim stöðum. Það er auðvitað annað að vera með fimmtán, tíu eða fimm prósenta álag á þetta þingfararkaup en það kaup sem var fyrir,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. Heimildir Fréttablaðsins herma að ákveðnum nefndarmönnum innan forsætisnefndar hafi fundist tillögur um skerðingar á launum þingmanna ganga of langt og að með þeim væri vegið að þingmönnum af landsbyggðinni. Steingrímur segir að það hafi verið rökrétt að byrja á því að skoða hvort forsendur væru enn fyrir þessum álagsgreiðslum. Hann segir eðlilegt að menn ræði málin og skiptist á skoðunum og ýmis sjónarmið hafi komið fram. Aðspurð hvort deilt hafi verið um, innan forsætisnefndar, hvort skerða ætti launakjör þingmanna, segir Þórunn Egilsdóttir, fyrsti varaforseti Alþingis, að mismunandi sjónarmið hafi komið fram. „Því miður náðist ekki að klára málið fyrir jól en forsætisnefnd mun setjast yfir það á nýju ári,“ segir Steingrímur. Hann segir að tíminn hafi fallið frá nefndinni vegna þess að lagabreytingu þurfi til, ef breyta skuli launum þingmanna. „Við munum að sjálfsögðu taka þau tilmæli alvarlega frá formönnum flokkanna að endurskoða skuli laun og starfskjör þingmanna,“ segir Steingrímur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins Innlent Fleiri fréttir Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða Sjá meira
Formenn allra stjórnmálaflokka á Alþingi sendu forsætisnefnd þingsins bréf og lögðu til að nefndin myndi skoða laun og kjör þingmanna með því markmiði að bregðast við úrskurði kjararáðs. Málið var tekið fyrir á fundi forsætisnefndar á miðvikudag og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins úr nefndinni deildu nefndarmenn um hvort skerða ætti kjörin. Laun þingmanna hafa hækkað mikið á árinu og hefur það vakið hörð viðbrögð í samfélaginu. Á kjördag í október úrskurðaði kjararáð um launakjör þingmanna sem fól í sér um 45 prósenta hækkun á þingfararkaupi, eða um 340 þúsund krónur. Fyrr á árinu höfðu þingmenn hlotið rúmlega sjö prósenta hækkun á sínum launum. Ein af tillögunum sem deilt var um var sú að lækka skyldi álag á formenn og varaformenn fastanefnda. Þingfararkaup er í dag, eftir síðustu hækkun kjararáðs, rúm 1,1 milljón króna og hljóta formenn fastanefnda fimmtán prósent álag ofan á þau laun. Fyrsti varaformaður fær þá tíu prósenta álag og annar varaformaður fimm. „Eðlilega skoða menn það fyrirkomulag sem er á álagsgreiðslum launa þingmanna sem gegna þeim stöðum. Það er auðvitað annað að vera með fimmtán, tíu eða fimm prósenta álag á þetta þingfararkaup en það kaup sem var fyrir,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. Heimildir Fréttablaðsins herma að ákveðnum nefndarmönnum innan forsætisnefndar hafi fundist tillögur um skerðingar á launum þingmanna ganga of langt og að með þeim væri vegið að þingmönnum af landsbyggðinni. Steingrímur segir að það hafi verið rökrétt að byrja á því að skoða hvort forsendur væru enn fyrir þessum álagsgreiðslum. Hann segir eðlilegt að menn ræði málin og skiptist á skoðunum og ýmis sjónarmið hafi komið fram. Aðspurð hvort deilt hafi verið um, innan forsætisnefndar, hvort skerða ætti launakjör þingmanna, segir Þórunn Egilsdóttir, fyrsti varaforseti Alþingis, að mismunandi sjónarmið hafi komið fram. „Því miður náðist ekki að klára málið fyrir jól en forsætisnefnd mun setjast yfir það á nýju ári,“ segir Steingrímur. Hann segir að tíminn hafi fallið frá nefndinni vegna þess að lagabreytingu þurfi til, ef breyta skuli launum þingmanna. „Við munum að sjálfsögðu taka þau tilmæli alvarlega frá formönnum flokkanna að endurskoða skuli laun og starfskjör þingmanna,“ segir Steingrímur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins Innlent Fleiri fréttir Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða Sjá meira