Karlalandsliðið í fótbolta lið ársins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. desember 2016 20:22 Íslensku strákarnir fagna sigri á EM í sumar. Vísir/EPA Karlalandsliðið í fótbolta var kjörið lið ársins 2016 af Samtökum íþróttafréttamanna en kjörið var tilkynnt í kvöld við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu. Þetta er annað árið í röð og í þriðja sinn á síðustu fjórum árum sem karlalandsliðið í fótbolta er valið lið ársins. Fótboltalandslið karla hafði betur í baráttu við kvennalandsliðið í fótbolta og karlalandsliðið í körfubolta sem voru einnig tilnefnd eftir að hafa lent í þremur efstu sætunum í kjöri meðlima Samtaka íþróttafréttamanna. Íslenska landsliðið hefur aldrei átt betra ár en 2016. Liðið sló í gegn á heimsvísu á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar en það var fyrsta stórmót karlalandsliðsins frá upphafi. Liðið endaði síðan árið í 21. sæti á heimslista FIFA og hefur aldrei verið ofar. Íslensku strákarnir sendu Englendinga heim af EM í Frakklandi í júní og komust alla leið í átta liða úrslit keppninnar þar sem liðið varð að sætta sig við tap á móti gestgjöfum og verðandi silfurliði Frakka. Íslenska liðið tapaði aðeins einum af fimm leikjum sínum í keppninni og skoraði alls átta mörk á mótinu. Það voru aðeins þrjú landslið á mótinu sem skoruðu fleiri mörk að meðaltali í leik eða Frakkland, Belgía og Wales. Íslenska landsliðið hóf árið í 36. sæti á heimslista og hækkaði sig því um fimmtán sæti á árinu. Liðið endar árið langt fyrir ofan allar Norðurlandaþjóðirnar og jafnframt er Ísland ofar en Holland á FIFA-listanum. Íslenska landsliðið setti líka nýtt met með því að spila alls sautján A-landsleiki á árinu, níu keppnisleiki og átta vináttulandsleiki. Gamla metið voru 13 leikir árið 1988. Miðvörðurinn Ragnar Sigurðsson spilaði flesta leiki á árinu eða 15 sem er einnig nýtt met.Lið ársins 2012-2016 Á fundi Samtaka íþróttafréttamanna þann 14. desember 2012 var samþykkt breyting á reglugerð fyrir kjör íþróttamanns ársins til að bæta við kosningu á liði ársins. Gjaldgeng eru lið, hvort sem er landslið eða félagslið, sem keppa í íþróttum sem eiga aðild að Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands. 2012 - Kvennalandslið Íslands í hópfimleikum 2013 - Karlalandslið Íslands í fótbolta 2014 - Karlalandslið Íslands í körfubolta 2015 - Karlalandslið Íslands í fótbolta 2016 - Karlalandslið Íslands í fótbolta Íslenski boltinn Fréttir ársins 2016 Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Lokaprófið fyrir HM Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Stórsigur hjá KR-ingum Í beinni: Chelsea - Morecambe | Reynist D-deildarliðið hindrun? Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Sjá meira
Karlalandsliðið í fótbolta var kjörið lið ársins 2016 af Samtökum íþróttafréttamanna en kjörið var tilkynnt í kvöld við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu. Þetta er annað árið í röð og í þriðja sinn á síðustu fjórum árum sem karlalandsliðið í fótbolta er valið lið ársins. Fótboltalandslið karla hafði betur í baráttu við kvennalandsliðið í fótbolta og karlalandsliðið í körfubolta sem voru einnig tilnefnd eftir að hafa lent í þremur efstu sætunum í kjöri meðlima Samtaka íþróttafréttamanna. Íslenska landsliðið hefur aldrei átt betra ár en 2016. Liðið sló í gegn á heimsvísu á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar en það var fyrsta stórmót karlalandsliðsins frá upphafi. Liðið endaði síðan árið í 21. sæti á heimslista FIFA og hefur aldrei verið ofar. Íslensku strákarnir sendu Englendinga heim af EM í Frakklandi í júní og komust alla leið í átta liða úrslit keppninnar þar sem liðið varð að sætta sig við tap á móti gestgjöfum og verðandi silfurliði Frakka. Íslenska liðið tapaði aðeins einum af fimm leikjum sínum í keppninni og skoraði alls átta mörk á mótinu. Það voru aðeins þrjú landslið á mótinu sem skoruðu fleiri mörk að meðaltali í leik eða Frakkland, Belgía og Wales. Íslenska landsliðið hóf árið í 36. sæti á heimslista og hækkaði sig því um fimmtán sæti á árinu. Liðið endar árið langt fyrir ofan allar Norðurlandaþjóðirnar og jafnframt er Ísland ofar en Holland á FIFA-listanum. Íslenska landsliðið setti líka nýtt met með því að spila alls sautján A-landsleiki á árinu, níu keppnisleiki og átta vináttulandsleiki. Gamla metið voru 13 leikir árið 1988. Miðvörðurinn Ragnar Sigurðsson spilaði flesta leiki á árinu eða 15 sem er einnig nýtt met.Lið ársins 2012-2016 Á fundi Samtaka íþróttafréttamanna þann 14. desember 2012 var samþykkt breyting á reglugerð fyrir kjör íþróttamanns ársins til að bæta við kosningu á liði ársins. Gjaldgeng eru lið, hvort sem er landslið eða félagslið, sem keppa í íþróttum sem eiga aðild að Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands. 2012 - Kvennalandslið Íslands í hópfimleikum 2013 - Karlalandslið Íslands í fótbolta 2014 - Karlalandslið Íslands í körfubolta 2015 - Karlalandslið Íslands í fótbolta 2016 - Karlalandslið Íslands í fótbolta
Íslenski boltinn Fréttir ársins 2016 Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Lokaprófið fyrir HM Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Stórsigur hjá KR-ingum Í beinni: Chelsea - Morecambe | Reynist D-deildarliðið hindrun? Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Sjá meira