Framsóknarflokkurinn í 100 ár Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 16. desember 2016 07:00 Framsóknarflokkurinn á sér mikla sögu og hann endurnýjar sig stöðugt. Hann átti erindi við þjóðina fyrir hundrað árum og hann á enn erindi við þjóðina. Baráttan fyrir félagslegu jafnrétti, þar sem hverjum manni er gert kleift að njóta sín í félagi manna, er alltaf verðugt viðfangsefni. Vissan um að samvinna skili okkur betur fram veg, en hverjum fyrir sig, mun ætíð vera grunnstefið í starfi flokksins sem og einkunnarorðin sígildu; manngildi ofar auðgildi. Fyrir hálfri öld var skrifað svo um Framsóknarflokkinn í leiðara Tímans: „Þegar lesnar eru fyrstu stefnuyfirlýsingar þeirra flokka, sem hér risu upp eftir 1916, kemur fljótt í ljós, að það er stefna Framsóknarflokksins, sem haft hefur varanlegast gildi. Alþýðuflokkurinn játaði trú sína á sósíalisma og ríkisrekstur, en er nú löngu fallinn frá því. Íhaldsflokkurinn (síðar Sjálfstæðisflokkurinn) játaði trú sína á hina óheftu samkeppni og bannfærði flest ríkisafskipti, eins og t.d. aðstoð við íbúðabyggingar. Frá þessu hefur hann nú meira eða minna vikið. Framsóknarflokkurinn játaði trú sína á þjóðlega og alhliða umbótastefnu. Sú stefna er í fullu gildi enn í dag, því að hún bindur sig ekki við augnablikskreddur, heldur fylgist með þróuninni og hefur oftast forustuna um hana.“ Samfylgd með þjóðinni í hundrað ár segir sína sögu. Kannski fyrst og fremst þá, að Framsóknarflokkurinn hefur alla tíð verið áhrifamikið afl á vettvangi íslenskra þjóðmála. Það hefur verið gæfa flokksins að honum hefur auðnast að laga sig að breyttum tímum og gert það vel, án þess nokkurn tímann að víkja frá grunngildunum. Og enn stöndum við frammi fyrir áskorunum. Ný ríkisstjórn að loknum kosningum í október hefur ekki enn verið mynduð, önnur staða er uppi á Alþingi en við höfum átt að venjast. Úrslit kosninganna eru vísbending um að mynduð verði ríkisstjórn með breiða skírskotun til hægri og vinstri. Milli jaðranna vinstri og hægri í stjórnmálum er miðjan, þungamiðjan. Þar erum við og höfum verið í heila öld. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Framsóknarflokkurinn Sigurður Ingi Jóhannsson Tímamót Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson skrifar Skoðun Réttindabarátta sjávarbyggðanna Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Framsóknarflokkurinn á sér mikla sögu og hann endurnýjar sig stöðugt. Hann átti erindi við þjóðina fyrir hundrað árum og hann á enn erindi við þjóðina. Baráttan fyrir félagslegu jafnrétti, þar sem hverjum manni er gert kleift að njóta sín í félagi manna, er alltaf verðugt viðfangsefni. Vissan um að samvinna skili okkur betur fram veg, en hverjum fyrir sig, mun ætíð vera grunnstefið í starfi flokksins sem og einkunnarorðin sígildu; manngildi ofar auðgildi. Fyrir hálfri öld var skrifað svo um Framsóknarflokkinn í leiðara Tímans: „Þegar lesnar eru fyrstu stefnuyfirlýsingar þeirra flokka, sem hér risu upp eftir 1916, kemur fljótt í ljós, að það er stefna Framsóknarflokksins, sem haft hefur varanlegast gildi. Alþýðuflokkurinn játaði trú sína á sósíalisma og ríkisrekstur, en er nú löngu fallinn frá því. Íhaldsflokkurinn (síðar Sjálfstæðisflokkurinn) játaði trú sína á hina óheftu samkeppni og bannfærði flest ríkisafskipti, eins og t.d. aðstoð við íbúðabyggingar. Frá þessu hefur hann nú meira eða minna vikið. Framsóknarflokkurinn játaði trú sína á þjóðlega og alhliða umbótastefnu. Sú stefna er í fullu gildi enn í dag, því að hún bindur sig ekki við augnablikskreddur, heldur fylgist með þróuninni og hefur oftast forustuna um hana.“ Samfylgd með þjóðinni í hundrað ár segir sína sögu. Kannski fyrst og fremst þá, að Framsóknarflokkurinn hefur alla tíð verið áhrifamikið afl á vettvangi íslenskra þjóðmála. Það hefur verið gæfa flokksins að honum hefur auðnast að laga sig að breyttum tímum og gert það vel, án þess nokkurn tímann að víkja frá grunngildunum. Og enn stöndum við frammi fyrir áskorunum. Ný ríkisstjórn að loknum kosningum í október hefur ekki enn verið mynduð, önnur staða er uppi á Alþingi en við höfum átt að venjast. Úrslit kosninganna eru vísbending um að mynduð verði ríkisstjórn með breiða skírskotun til hægri og vinstri. Milli jaðranna vinstri og hægri í stjórnmálum er miðjan, þungamiðjan. Þar erum við og höfum verið í heila öld. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun