Ríkissjóður fellir niður milljarða yfirkeyrslu stofnana Heimir Már Pétursson skrifar 15. desember 2016 19:57 Ríkissjóður fellir niður meira og minna allar skuldir ríkisstofnana sem hafa farið fram úr heimildum á undanförnum árum. Í fjáraukalögum er gert ráð fyrir 109 milljörðum króna til uppgjörs skulda ríkissjóðs við Lífeyrissjóð opinberra starfsmanna, auk þess sem lífeyrisskuldir hjúkrunarheimila í landinu eru gerðar upp. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mælti fyrir fjáraukalögum þessa árs á Alþingi í dag en fyrrverandi stjórnarandstöðuflokkar gagnrýndu að umræðan færi svo snemma fram eftir að þeir hefðu fengið frumvarpð í hendur seint í gærkvöldi. Töluverðar breytingar verða á tekju og gjaldahlið fjárlaga þessa árs. „Gangi þetta eftir er gert ráð fyrir að heildarjöfnuður verði 302 milljarðar króna að meðtöldum stöðugleikaframlögum. En að þeim frátöldum verði hann á hinn bóginn neikvæður um 77 milljarða króna. Stærstur hluti breyttrar afkomu sem rakinn hefur verið hér skýrist af óreglulegum og einskiptis breytingum bæði á terkju og gjaldahlið,“ sagði Bjarni. Til að mynda er gert er ráð fyrir að arðgreiðslur frá viðskiptabönkunum hækki um 18 milljarða á þessu ári. Samkvæmt fjáraukalagafrumvarpinu er stórum fjárhæðum varið í greiðslu skuldar ríkissjóðs við Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins í tengslum við jöfnun lífeyrisréttinda. „Á gjaldahlið í þessu frumvarpi er þessu til viðbótar gert ráð fyrir 108,5 milljarðs króna einskiptis uppgjöri á A deild LSR eins og nefnt var hér að framan. Þá er einnig gert ráð fyrir 9,5 milljarða einskiptis gjaldfærslu á resktrargrunni vegna yfirtöku ríkissjóðs á lífeyrisskuldbindingum hjúkrunarheimila og ýmissa samtaka sem sinna heilbrigðis- og félagsþjónustu,“ sagði Bjarni. Fimmflokkarnir hafa sagt afkomu ríkissjóðs mun verri en gefið hafi verið í skyn af fráfarandi stjórnarflokkum í kosningabaráttunni en að sama skapi er þrýst á mikil útgjöld á næsta ári vegna uppbyggingu innviða í heilbrigðis-, mennta- og samgöngumálum. Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði undarlegt að hlusta á fulltrúa þessara flokka tala um niðurskuðrarfjárlög fyrir næsta ár sem sennilega væru mestu útgjaldafjárlög frá árinu 2007 og eitt það mesta í sögunni. „Svo þegar maður horfir á fjáraukan, viðbæturnar sem þar koma, lokafjárlögin þar sem er verið að stroka út skuldir flestra ef ekki allra stofnana. Halann sem menn hafa verið að draga á eftir sér. Þetta er gífurleg aukning. En hér tala allir um að ekkert hafi gerst,“ sagði Brynjar. Alþingi Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Ríkissjóður fellir niður meira og minna allar skuldir ríkisstofnana sem hafa farið fram úr heimildum á undanförnum árum. Í fjáraukalögum er gert ráð fyrir 109 milljörðum króna til uppgjörs skulda ríkissjóðs við Lífeyrissjóð opinberra starfsmanna, auk þess sem lífeyrisskuldir hjúkrunarheimila í landinu eru gerðar upp. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mælti fyrir fjáraukalögum þessa árs á Alþingi í dag en fyrrverandi stjórnarandstöðuflokkar gagnrýndu að umræðan færi svo snemma fram eftir að þeir hefðu fengið frumvarpð í hendur seint í gærkvöldi. Töluverðar breytingar verða á tekju og gjaldahlið fjárlaga þessa árs. „Gangi þetta eftir er gert ráð fyrir að heildarjöfnuður verði 302 milljarðar króna að meðtöldum stöðugleikaframlögum. En að þeim frátöldum verði hann á hinn bóginn neikvæður um 77 milljarða króna. Stærstur hluti breyttrar afkomu sem rakinn hefur verið hér skýrist af óreglulegum og einskiptis breytingum bæði á terkju og gjaldahlið,“ sagði Bjarni. Til að mynda er gert er ráð fyrir að arðgreiðslur frá viðskiptabönkunum hækki um 18 milljarða á þessu ári. Samkvæmt fjáraukalagafrumvarpinu er stórum fjárhæðum varið í greiðslu skuldar ríkissjóðs við Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins í tengslum við jöfnun lífeyrisréttinda. „Á gjaldahlið í þessu frumvarpi er þessu til viðbótar gert ráð fyrir 108,5 milljarðs króna einskiptis uppgjöri á A deild LSR eins og nefnt var hér að framan. Þá er einnig gert ráð fyrir 9,5 milljarða einskiptis gjaldfærslu á resktrargrunni vegna yfirtöku ríkissjóðs á lífeyrisskuldbindingum hjúkrunarheimila og ýmissa samtaka sem sinna heilbrigðis- og félagsþjónustu,“ sagði Bjarni. Fimmflokkarnir hafa sagt afkomu ríkissjóðs mun verri en gefið hafi verið í skyn af fráfarandi stjórnarflokkum í kosningabaráttunni en að sama skapi er þrýst á mikil útgjöld á næsta ári vegna uppbyggingu innviða í heilbrigðis-, mennta- og samgöngumálum. Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði undarlegt að hlusta á fulltrúa þessara flokka tala um niðurskuðrarfjárlög fyrir næsta ár sem sennilega væru mestu útgjaldafjárlög frá árinu 2007 og eitt það mesta í sögunni. „Svo þegar maður horfir á fjáraukan, viðbæturnar sem þar koma, lokafjárlögin þar sem er verið að stroka út skuldir flestra ef ekki allra stofnana. Halann sem menn hafa verið að draga á eftir sér. Þetta er gífurleg aukning. En hér tala allir um að ekkert hafi gerst,“ sagði Brynjar.
Alþingi Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira