Ríkissjóður fellir niður milljarða yfirkeyrslu stofnana Heimir Már Pétursson skrifar 15. desember 2016 19:57 Ríkissjóður fellir niður meira og minna allar skuldir ríkisstofnana sem hafa farið fram úr heimildum á undanförnum árum. Í fjáraukalögum er gert ráð fyrir 109 milljörðum króna til uppgjörs skulda ríkissjóðs við Lífeyrissjóð opinberra starfsmanna, auk þess sem lífeyrisskuldir hjúkrunarheimila í landinu eru gerðar upp. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mælti fyrir fjáraukalögum þessa árs á Alþingi í dag en fyrrverandi stjórnarandstöðuflokkar gagnrýndu að umræðan færi svo snemma fram eftir að þeir hefðu fengið frumvarpð í hendur seint í gærkvöldi. Töluverðar breytingar verða á tekju og gjaldahlið fjárlaga þessa árs. „Gangi þetta eftir er gert ráð fyrir að heildarjöfnuður verði 302 milljarðar króna að meðtöldum stöðugleikaframlögum. En að þeim frátöldum verði hann á hinn bóginn neikvæður um 77 milljarða króna. Stærstur hluti breyttrar afkomu sem rakinn hefur verið hér skýrist af óreglulegum og einskiptis breytingum bæði á terkju og gjaldahlið,“ sagði Bjarni. Til að mynda er gert er ráð fyrir að arðgreiðslur frá viðskiptabönkunum hækki um 18 milljarða á þessu ári. Samkvæmt fjáraukalagafrumvarpinu er stórum fjárhæðum varið í greiðslu skuldar ríkissjóðs við Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins í tengslum við jöfnun lífeyrisréttinda. „Á gjaldahlið í þessu frumvarpi er þessu til viðbótar gert ráð fyrir 108,5 milljarðs króna einskiptis uppgjöri á A deild LSR eins og nefnt var hér að framan. Þá er einnig gert ráð fyrir 9,5 milljarða einskiptis gjaldfærslu á resktrargrunni vegna yfirtöku ríkissjóðs á lífeyrisskuldbindingum hjúkrunarheimila og ýmissa samtaka sem sinna heilbrigðis- og félagsþjónustu,“ sagði Bjarni. Fimmflokkarnir hafa sagt afkomu ríkissjóðs mun verri en gefið hafi verið í skyn af fráfarandi stjórnarflokkum í kosningabaráttunni en að sama skapi er þrýst á mikil útgjöld á næsta ári vegna uppbyggingu innviða í heilbrigðis-, mennta- og samgöngumálum. Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði undarlegt að hlusta á fulltrúa þessara flokka tala um niðurskuðrarfjárlög fyrir næsta ár sem sennilega væru mestu útgjaldafjárlög frá árinu 2007 og eitt það mesta í sögunni. „Svo þegar maður horfir á fjáraukan, viðbæturnar sem þar koma, lokafjárlögin þar sem er verið að stroka út skuldir flestra ef ekki allra stofnana. Halann sem menn hafa verið að draga á eftir sér. Þetta er gífurleg aukning. En hér tala allir um að ekkert hafi gerst,“ sagði Brynjar. Alþingi Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Sjá meira
Ríkissjóður fellir niður meira og minna allar skuldir ríkisstofnana sem hafa farið fram úr heimildum á undanförnum árum. Í fjáraukalögum er gert ráð fyrir 109 milljörðum króna til uppgjörs skulda ríkissjóðs við Lífeyrissjóð opinberra starfsmanna, auk þess sem lífeyrisskuldir hjúkrunarheimila í landinu eru gerðar upp. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mælti fyrir fjáraukalögum þessa árs á Alþingi í dag en fyrrverandi stjórnarandstöðuflokkar gagnrýndu að umræðan færi svo snemma fram eftir að þeir hefðu fengið frumvarpð í hendur seint í gærkvöldi. Töluverðar breytingar verða á tekju og gjaldahlið fjárlaga þessa árs. „Gangi þetta eftir er gert ráð fyrir að heildarjöfnuður verði 302 milljarðar króna að meðtöldum stöðugleikaframlögum. En að þeim frátöldum verði hann á hinn bóginn neikvæður um 77 milljarða króna. Stærstur hluti breyttrar afkomu sem rakinn hefur verið hér skýrist af óreglulegum og einskiptis breytingum bæði á terkju og gjaldahlið,“ sagði Bjarni. Til að mynda er gert er ráð fyrir að arðgreiðslur frá viðskiptabönkunum hækki um 18 milljarða á þessu ári. Samkvæmt fjáraukalagafrumvarpinu er stórum fjárhæðum varið í greiðslu skuldar ríkissjóðs við Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins í tengslum við jöfnun lífeyrisréttinda. „Á gjaldahlið í þessu frumvarpi er þessu til viðbótar gert ráð fyrir 108,5 milljarðs króna einskiptis uppgjöri á A deild LSR eins og nefnt var hér að framan. Þá er einnig gert ráð fyrir 9,5 milljarða einskiptis gjaldfærslu á resktrargrunni vegna yfirtöku ríkissjóðs á lífeyrisskuldbindingum hjúkrunarheimila og ýmissa samtaka sem sinna heilbrigðis- og félagsþjónustu,“ sagði Bjarni. Fimmflokkarnir hafa sagt afkomu ríkissjóðs mun verri en gefið hafi verið í skyn af fráfarandi stjórnarflokkum í kosningabaráttunni en að sama skapi er þrýst á mikil útgjöld á næsta ári vegna uppbyggingu innviða í heilbrigðis-, mennta- og samgöngumálum. Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði undarlegt að hlusta á fulltrúa þessara flokka tala um niðurskuðrarfjárlög fyrir næsta ár sem sennilega væru mestu útgjaldafjárlög frá árinu 2007 og eitt það mesta í sögunni. „Svo þegar maður horfir á fjáraukan, viðbæturnar sem þar koma, lokafjárlögin þar sem er verið að stroka út skuldir flestra ef ekki allra stofnana. Halann sem menn hafa verið að draga á eftir sér. Þetta er gífurleg aukning. En hér tala allir um að ekkert hafi gerst,“ sagði Brynjar.
Alþingi Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Sjá meira