Viðskipti innlent

Úr Star Wars yfir í FIFA-leikina

Atli Ísleifsson skrifar
Sig­ur­lína Val­gerður Ingvars­dótt­ir leiddi vinnuna við þróun Star Wars: Battlefront leiksins.
Sig­ur­lína Val­gerður Ingvars­dótt­ir leiddi vinnuna við þróun Star Wars: Battlefront leiksins. Vísir/AFP
Tölvuleikjaframleiðandinn Sig­ur­lína Val­gerður Ingvars­dótt­ir hefur ákveðið að söðla um og flytja til Vancouver þar sem hún mun vinna að þróun tölvuleiksins FIFA, eins allra söluhæsta tölvuleiks heims.

Frá þessu segir í viðtali Dagens Nyheter við Sigurlínu Valgerði.

Síðustu ár hefur hún verið búsett í Stokkhólmi og starfað hjá DICE, þróunarstofu í eigu tölvuleikjarisans EA. Þar hafði hún yfirumsjón með þróun tölvuleiksins Star Wars: Battlefront sem nýtur mikilla vinsælda og hefur selst í bílförmum.

DICE hafði einnig fengið það verkefni að þróa næsta Star Wars leik EA og hafði Sigurlína Valgerður sett sig í þær stellingar að leiða þróunarvinnuna að nýju. Nú liggur fyrir að ekki verði úr því eftir að ljóst var að hún mun taka þátt í þróun FIFA-leiksins.

Tölvuleikurinn FIFA hefur selst í rúmlega 100 milljónum eintaka.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×