Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. desember 2025 14:02 Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, rýnir í stöðuna en verðbólgan jókst í desember umfram það sem spár höfðu gert ráð fyrir. Vísir/Vilhelm Minni líkur eru á að Seðlabankinn lækki vexti í febrúar eftir að verðbólgan tók stóran kipp upp á við í desember að sögn hagfræðings. Óvenju mikil hækkun flugfargjalda í desember og snemmbúin hækkun hitaveituverðs er meðal þess sem skýrir meiri verðbólguaukningu milli mánaða en spár gerðu ráð fyrir. Þá sé undirliggjandi verðbólguþrýstingur meiri en búist hafi verið við sem sé áhyggjuefni. Hins vegar séu jákvæðari teikn á lofti hvað lýtur að húsaleigu- og matvælaverði. Verðbólga mældist 3,7 prósent í nóvember en er nú komin upp 4,5 prósent sem er töluvert meiri aukning en spár höfðu gert ráð fyrir. Þetta segir Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, koma nokkuð á óvart. „Já, þetta er að hluta óvænt. Það sem er að drífa muninn á opinberum spám, þar á meðal okkar spám og tölunum núna, er eiginlega fyrst og fremst tvennt: Það er hversu mikið flugfargjöld hækkuðu í desember, við gerðum ráð fyrir talsverðri hækkun en hún er óvenju mikil þennan desembermánuðinn. Og svo hitt að hitaveitukostnaður er að aukast umtalsvert í desember. Við áttum von á því flestir að það myndi gerast um áramótin og að hækkunin yrði ekki svona skörp,“ segir Jón Bjarki. Áhrif afsláttardaga gengin til baka en áfram undirliggjandi þrýstingur Þá hafi viðbúin verðhækkun gengið eftir í mörgum vöruflokkum, svo sem á fötum, leikföngum og tækjum, að afloknum stórum afsláttardögum í nóvember. Þetta spili inn í til viðbótar við árstíðarbundin áhrif sem eru tímabundin. „Það er að segja óvenju mikil hækkun á fluginu og það að hitaveituhækkunin kemur núna í desember, sem að gæti þýtt heldur hagfelldari tölur næstu mánuði. Þannig að það er ekki útséð með að verðbólgan gangi eitthvað hraðar til baka fyrir vikið á næstu mánuðum. En í þriðja lagi erum við með heldur meiri undirliggjandi verðbólguþrýsting heldur en við áttum von á og það er áhyggjuefni,“ segir Jón Bjarki. „Þar erum við með heldur meiri hækkun á ýmsum liðum en við vorum að vonast til að sjá, það er ekki síst í innfluttum vörum og reyndar í ýmsum þjónustuliðum líka,“ bætir hann við hvað lýtur að undirliggjandi verðbólguþrýstingi. Ekki sé þó um stórar sveiflur að ræða en „margt smátt gerir töluverðan þrýsting þegar allt er tekið saman“ eins og hann orðar það. Kaldara hagkerfi og verðbólguþróun vegast á við næstu ákvörðun Þetta gefi tilefni til minni bjartsýni um frekari vaxtalækkun við næstu vaxtaákvörðun peningastefnunefndar í febrúar. „Líkur á vaxtalækkun í febrúar hafa því miður minnkað eftir þessar tölur. Við sjáum að markaðurinn er greinilega þeirrar skoðunar því að við sjáum verðþróun á skuldabréfum endurspegla minni vonir um vaxtalækkun allra næsta kastið. Þannig að þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu, í febrúar að vega saman augljós merki um kaldara hagkerfi og það að verðbólguþróunin er að verða óhagfelldari heldur en þau voru að vonast til þegar þau lækkuðu vexti núna í nóvember,“ segir Jón Bjarki. Matarverðið lækkar lítillega Hins vegar sé útlitið ekki að öllu leyti svart. Þannig hafi spár gengið eftir hvað varðar húsaleiguverð auk þess sem verð á matvöru sé ekki að hækka. Sjá einnig: Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum „Góðu fréttirnar í þessari mælingu, ef við getum talað um það, eru þó eiginlega tvennar. Reiknuð húsaleiga, þessi margfrægi liður sem að hefur nú oft verið áhyggjuefni, hann er þó ekki að hækka meira en við áttum von á og hækkunin hóflegri heldur en oft hefur verið undanfarna mánuði. Og svo hitt að matvöruverðið var að lækka lítillega. Þannig það eru kærkomin tíðindi væntanlega fyrir þá sem eru að versla í jólamatinn þessa dagana. En það er því miður heldur meiri undirliggjandi verðbólguþrýstingur heldur en við vorum að vonast til og horfurnar hafa þá eitthvað dökknað horft fram á næstu mánuði,“ segir Jón Bjarki. Verðbólgan verði yfir 4% næstu mánuði Hann telur að einkum megi rekja meiri hækkun flugfargjalda til minna framboðs á flugi í kjölfar falls Play, fremur en að eftirspurn hafi aukist mikið umfram það sem verið hefur á þessum vinsæla ferðatíma í desember. Jón Bjarki gerir ráð fyrir að vísitalan lækki eitthvað í janúar, og jafnvel meira en við hefði mátt búast í ljósi þess að hitaveituverðið hækkaði strax í desember en ekki um áramót líkt og búist hafi verið við. Þá sé viðbúið að flugfargjöld lækki strax upp úr áramótum. „Lækkunin gæti orðið meiri en ella eftir þessa miklu hækkun núna í desember. Þannig að við eigum von á nokkurri lækkun á vísitölunni sjálfri sem að þá aðeins gerir höfuðstólsþróunina á verðtryggðu lánunum hagfelldari en ella. En heilt yfir þá er útlit fyrir að verðbólgan verði eitthvað yfir 4% næstu mánuðina,“ segir Jón Bjarki. Verðlag Efnahagsmál Seðlabankinn Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Verðbólga mældist 3,7 prósent í nóvember en er nú komin upp 4,5 prósent sem er töluvert meiri aukning en spár höfðu gert ráð fyrir. Þetta segir Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, koma nokkuð á óvart. „Já, þetta er að hluta óvænt. Það sem er að drífa muninn á opinberum spám, þar á meðal okkar spám og tölunum núna, er eiginlega fyrst og fremst tvennt: Það er hversu mikið flugfargjöld hækkuðu í desember, við gerðum ráð fyrir talsverðri hækkun en hún er óvenju mikil þennan desembermánuðinn. Og svo hitt að hitaveitukostnaður er að aukast umtalsvert í desember. Við áttum von á því flestir að það myndi gerast um áramótin og að hækkunin yrði ekki svona skörp,“ segir Jón Bjarki. Áhrif afsláttardaga gengin til baka en áfram undirliggjandi þrýstingur Þá hafi viðbúin verðhækkun gengið eftir í mörgum vöruflokkum, svo sem á fötum, leikföngum og tækjum, að afloknum stórum afsláttardögum í nóvember. Þetta spili inn í til viðbótar við árstíðarbundin áhrif sem eru tímabundin. „Það er að segja óvenju mikil hækkun á fluginu og það að hitaveituhækkunin kemur núna í desember, sem að gæti þýtt heldur hagfelldari tölur næstu mánuði. Þannig að það er ekki útséð með að verðbólgan gangi eitthvað hraðar til baka fyrir vikið á næstu mánuðum. En í þriðja lagi erum við með heldur meiri undirliggjandi verðbólguþrýsting heldur en við áttum von á og það er áhyggjuefni,“ segir Jón Bjarki. „Þar erum við með heldur meiri hækkun á ýmsum liðum en við vorum að vonast til að sjá, það er ekki síst í innfluttum vörum og reyndar í ýmsum þjónustuliðum líka,“ bætir hann við hvað lýtur að undirliggjandi verðbólguþrýstingi. Ekki sé þó um stórar sveiflur að ræða en „margt smátt gerir töluverðan þrýsting þegar allt er tekið saman“ eins og hann orðar það. Kaldara hagkerfi og verðbólguþróun vegast á við næstu ákvörðun Þetta gefi tilefni til minni bjartsýni um frekari vaxtalækkun við næstu vaxtaákvörðun peningastefnunefndar í febrúar. „Líkur á vaxtalækkun í febrúar hafa því miður minnkað eftir þessar tölur. Við sjáum að markaðurinn er greinilega þeirrar skoðunar því að við sjáum verðþróun á skuldabréfum endurspegla minni vonir um vaxtalækkun allra næsta kastið. Þannig að þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu, í febrúar að vega saman augljós merki um kaldara hagkerfi og það að verðbólguþróunin er að verða óhagfelldari heldur en þau voru að vonast til þegar þau lækkuðu vexti núna í nóvember,“ segir Jón Bjarki. Matarverðið lækkar lítillega Hins vegar sé útlitið ekki að öllu leyti svart. Þannig hafi spár gengið eftir hvað varðar húsaleiguverð auk þess sem verð á matvöru sé ekki að hækka. Sjá einnig: Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum „Góðu fréttirnar í þessari mælingu, ef við getum talað um það, eru þó eiginlega tvennar. Reiknuð húsaleiga, þessi margfrægi liður sem að hefur nú oft verið áhyggjuefni, hann er þó ekki að hækka meira en við áttum von á og hækkunin hóflegri heldur en oft hefur verið undanfarna mánuði. Og svo hitt að matvöruverðið var að lækka lítillega. Þannig það eru kærkomin tíðindi væntanlega fyrir þá sem eru að versla í jólamatinn þessa dagana. En það er því miður heldur meiri undirliggjandi verðbólguþrýstingur heldur en við vorum að vonast til og horfurnar hafa þá eitthvað dökknað horft fram á næstu mánuði,“ segir Jón Bjarki. Verðbólgan verði yfir 4% næstu mánuði Hann telur að einkum megi rekja meiri hækkun flugfargjalda til minna framboðs á flugi í kjölfar falls Play, fremur en að eftirspurn hafi aukist mikið umfram það sem verið hefur á þessum vinsæla ferðatíma í desember. Jón Bjarki gerir ráð fyrir að vísitalan lækki eitthvað í janúar, og jafnvel meira en við hefði mátt búast í ljósi þess að hitaveituverðið hækkaði strax í desember en ekki um áramót líkt og búist hafi verið við. Þá sé viðbúið að flugfargjöld lækki strax upp úr áramótum. „Lækkunin gæti orðið meiri en ella eftir þessa miklu hækkun núna í desember. Þannig að við eigum von á nokkurri lækkun á vísitölunni sjálfri sem að þá aðeins gerir höfuðstólsþróunina á verðtryggðu lánunum hagfelldari en ella. En heilt yfir þá er útlit fyrir að verðbólgan verði eitthvað yfir 4% næstu mánuðina,“ segir Jón Bjarki.
Verðlag Efnahagsmál Seðlabankinn Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira