Var það svo bara ekkert gott fyrir Arsenal að vinna loksins riðilinn í Meistaradeildinni? Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. desember 2016 09:45 Liðsmenn Arsenal fagna í gær. Vísir/Getty Arsenal sýndi Birki Bjarnasyni og félögum hans í svissneska meistaraliðinu Basel enska miskunn í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í gærkvöldi. Skytturnar afgreiddu sitt verkefni með stæl á útivelli og unnu, 4-1. Lukas Pérez skoraði þrennu og Alex Iwobi eitt áður en Seydou Doumbia minnkaði muninn fyrir Basel. Meira um leikinn og öll mörkin má sjá með því að smella hér. Arsenal gerði gott betur en að vinna leikinn í gærkvöldi því í fyrsta sinn í fjögur ár tókst lærisveinum Arsene Wenger að vinna sinn riðil. Það hafðist með hjálp Ludogorets Razgrad sem sótti gott stig til Parísar og gerði 2-2 jafntefli við Paris Saint-Germain. Arsenal hefur farið flatt á því að lenda í öðru sæti í sínum riðli undanfarin ár í Meistaradeildinni og mæta því liði sem hafnaði í fyrsta sæti sínum riðli í 16 liða úrslitunum. Skytturnar mættu Barcelona í fyrra og töpuðu samanlagt, 5-1, en árið áður tapaði liðið fyrir Monaco og þar áður tvisvar í röð fyrir Bayern München.1 - For the first time since 2011/12, @Arsenal have finished top in a @ChampionsLeague group campaign after winning 4 and drawing 2. Gunned.— OptaJoe (@OptaJoe) December 6, 2016 Skytturnar hafa aðeins einu sinni á síðustu sex tímabilum hafnað í fyrsta sæti síns riðils en það var leiktíðina 2011-2012. Þá mætti Arsenal AC Milan í 16 liða úrslitum og tapaði samanlagt, 4-3, en Arsenal komst síðast í átta liða úrslitin tímabilið 2009-2010 þegar það hafnaði í fyrsta sæti sínum riðli og lagði Porto í 16 liða úrslitum. Nú loksins tókst Arsenal aftur að vinna sinn riðil en spurningin er hvort það hafi verið gott fyrir strákana hans Wengers. Meistaradeildin hefur nefnilega verið svolítið skrýtin og skemmtileg í ár og eru risar sem hafna í öðru sæti sinna riðla. Lið sem Arsenal getur mætt. Eftir fimmtu umferðina og svo fyrri leikina í lokaumferðinni í gær er ljóst að Frakklandsmeistarar Paris Saint-Germain og Manchester City hafna bæði í öðru sæti sinna riðla bara til að gefa dæmi um styrkleikann. Arsenal getur þó mætt hvorugu liðinu í 16 liða úrslitum. Arsenal getur þó fengið mjög erfiðan andstæðing því Þýskalandsmeistarar Bayern München höfnuðu í öðru sæti síns riðils á eftir Atlético Madríd og þá verður annað hvort Real Madrid eða Borussia Dortmund í öðru sæti í þeirra riðli. Svo getur einnig farið í kvöld að Ítalíumeistarar síðustu fjögurra ára, Juventus, hafni í öðru sæti í sínum riðli í kvöld sem þýðir að Arsenal gæti mætt gömlu konunni í 16 liða úrslitum. Liðin sem eru búin að tryggja sér efsta sætið í sínum riðlum eru Arsenal, Napoli, Barcelona, Atlético, Monaco og Leicester. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Matraðarkvöld fyrir Besiktas í kuldanum í Kænugarði | Úrslitin í Meistaradeildinni | Sjáðu mörkin Benfica og Napoli tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld á kostnað Besiktas og úrslitin féllu með Arsenal-mönnum sem vinna sinn riðil. 6. desember 2016 22:00 Lucas Pérez með þrennu þegar Arsenal tryggði sér sigur í riðlinum | Sjáðu mörkin Arsenal-liðið sýndi sínar bestu hliðar þegar liðið vann 4-1 útisigur á Basel og tryggðu sér sigur í sínum riðli í Meistaradeildinni. 6. desember 2016 21:30 33 sendingar hjá Arsenal fyrir mark númer tvö Arsenal-liðið setti nýtt met í Meistaradeildinni á þessu tímabili þegar liðið bjó til annað markið sitt í 4-1 sigrinum á Basel í Sviss í kvöld. 6. desember 2016 22:36 Mest lesið Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Fótbolti Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Enski boltinn Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Fótbolti Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Fótbolti Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Golf Welbeck skaut Brighton áfram Enski boltinn Kenndi hárvörum um í umdeildu jafntefli Sport Fleiri fréttir Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Sjáðu: Glæsilegt sigurmark Jóhanns Bergs gegn Ronaldo Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Hákon Arnar kom inn af bekknum í erfiðum leik í París Real Madríd varð af mikilvægum stigum í titilbaráttunni Jafnt í toppslagnum á Ítalíu Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram „Nýja hetjan“ Benóný Breki tryggði sigurinn með sínum fyrstu mörkum Venezia hélt jöfnu gegn Atalanta Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Annað bikarævintýri hjá Júlíusi? „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Auðun tekur við Þrótti Vogum Messi var óánægður hjá PSG „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Hefur Amorim bætt Man United? Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Asensio skaut Villa áfram Sjá meira
Arsenal sýndi Birki Bjarnasyni og félögum hans í svissneska meistaraliðinu Basel enska miskunn í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í gærkvöldi. Skytturnar afgreiddu sitt verkefni með stæl á útivelli og unnu, 4-1. Lukas Pérez skoraði þrennu og Alex Iwobi eitt áður en Seydou Doumbia minnkaði muninn fyrir Basel. Meira um leikinn og öll mörkin má sjá með því að smella hér. Arsenal gerði gott betur en að vinna leikinn í gærkvöldi því í fyrsta sinn í fjögur ár tókst lærisveinum Arsene Wenger að vinna sinn riðil. Það hafðist með hjálp Ludogorets Razgrad sem sótti gott stig til Parísar og gerði 2-2 jafntefli við Paris Saint-Germain. Arsenal hefur farið flatt á því að lenda í öðru sæti í sínum riðli undanfarin ár í Meistaradeildinni og mæta því liði sem hafnaði í fyrsta sæti sínum riðli í 16 liða úrslitunum. Skytturnar mættu Barcelona í fyrra og töpuðu samanlagt, 5-1, en árið áður tapaði liðið fyrir Monaco og þar áður tvisvar í röð fyrir Bayern München.1 - For the first time since 2011/12, @Arsenal have finished top in a @ChampionsLeague group campaign after winning 4 and drawing 2. Gunned.— OptaJoe (@OptaJoe) December 6, 2016 Skytturnar hafa aðeins einu sinni á síðustu sex tímabilum hafnað í fyrsta sæti síns riðils en það var leiktíðina 2011-2012. Þá mætti Arsenal AC Milan í 16 liða úrslitum og tapaði samanlagt, 4-3, en Arsenal komst síðast í átta liða úrslitin tímabilið 2009-2010 þegar það hafnaði í fyrsta sæti sínum riðli og lagði Porto í 16 liða úrslitum. Nú loksins tókst Arsenal aftur að vinna sinn riðil en spurningin er hvort það hafi verið gott fyrir strákana hans Wengers. Meistaradeildin hefur nefnilega verið svolítið skrýtin og skemmtileg í ár og eru risar sem hafna í öðru sæti sinna riðla. Lið sem Arsenal getur mætt. Eftir fimmtu umferðina og svo fyrri leikina í lokaumferðinni í gær er ljóst að Frakklandsmeistarar Paris Saint-Germain og Manchester City hafna bæði í öðru sæti sinna riðla bara til að gefa dæmi um styrkleikann. Arsenal getur þó mætt hvorugu liðinu í 16 liða úrslitum. Arsenal getur þó fengið mjög erfiðan andstæðing því Þýskalandsmeistarar Bayern München höfnuðu í öðru sæti síns riðils á eftir Atlético Madríd og þá verður annað hvort Real Madrid eða Borussia Dortmund í öðru sæti í þeirra riðli. Svo getur einnig farið í kvöld að Ítalíumeistarar síðustu fjögurra ára, Juventus, hafni í öðru sæti í sínum riðli í kvöld sem þýðir að Arsenal gæti mætt gömlu konunni í 16 liða úrslitum. Liðin sem eru búin að tryggja sér efsta sætið í sínum riðlum eru Arsenal, Napoli, Barcelona, Atlético, Monaco og Leicester.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Matraðarkvöld fyrir Besiktas í kuldanum í Kænugarði | Úrslitin í Meistaradeildinni | Sjáðu mörkin Benfica og Napoli tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld á kostnað Besiktas og úrslitin féllu með Arsenal-mönnum sem vinna sinn riðil. 6. desember 2016 22:00 Lucas Pérez með þrennu þegar Arsenal tryggði sér sigur í riðlinum | Sjáðu mörkin Arsenal-liðið sýndi sínar bestu hliðar þegar liðið vann 4-1 útisigur á Basel og tryggðu sér sigur í sínum riðli í Meistaradeildinni. 6. desember 2016 21:30 33 sendingar hjá Arsenal fyrir mark númer tvö Arsenal-liðið setti nýtt met í Meistaradeildinni á þessu tímabili þegar liðið bjó til annað markið sitt í 4-1 sigrinum á Basel í Sviss í kvöld. 6. desember 2016 22:36 Mest lesið Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Fótbolti Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Enski boltinn Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Fótbolti Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Fótbolti Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Golf Welbeck skaut Brighton áfram Enski boltinn Kenndi hárvörum um í umdeildu jafntefli Sport Fleiri fréttir Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Sjáðu: Glæsilegt sigurmark Jóhanns Bergs gegn Ronaldo Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Hákon Arnar kom inn af bekknum í erfiðum leik í París Real Madríd varð af mikilvægum stigum í titilbaráttunni Jafnt í toppslagnum á Ítalíu Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram „Nýja hetjan“ Benóný Breki tryggði sigurinn með sínum fyrstu mörkum Venezia hélt jöfnu gegn Atalanta Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Annað bikarævintýri hjá Júlíusi? „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Auðun tekur við Þrótti Vogum Messi var óánægður hjá PSG „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Hefur Amorim bætt Man United? Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Asensio skaut Villa áfram Sjá meira
Matraðarkvöld fyrir Besiktas í kuldanum í Kænugarði | Úrslitin í Meistaradeildinni | Sjáðu mörkin Benfica og Napoli tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld á kostnað Besiktas og úrslitin féllu með Arsenal-mönnum sem vinna sinn riðil. 6. desember 2016 22:00
Lucas Pérez með þrennu þegar Arsenal tryggði sér sigur í riðlinum | Sjáðu mörkin Arsenal-liðið sýndi sínar bestu hliðar þegar liðið vann 4-1 útisigur á Basel og tryggðu sér sigur í sínum riðli í Meistaradeildinni. 6. desember 2016 21:30
33 sendingar hjá Arsenal fyrir mark númer tvö Arsenal-liðið setti nýtt met í Meistaradeildinni á þessu tímabili þegar liðið bjó til annað markið sitt í 4-1 sigrinum á Basel í Sviss í kvöld. 6. desember 2016 22:36