Innherjar í pólitík Einar Páll Gunnarsson skrifar 10. nóvember 2016 07:00 Við lifum á spennandi tímum. Forsetakosningar standa yfir í Bandaríkjunum, Bretland er á leið út úr Evrópusambandinu eða kannski ekki og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er að reyna að mynda ríkisstjórn. Allir þessir hlutir koma líklega til með að hafa áhrif á fjármálamarkaði, þó af mismunandi stærðargráðu. Hvort Bretland gangi úr Evrópusambandinu og hvaða forseta Bandaríkjamenn kjósa sér mun óneitanlega hafa meiri áhrif alþjóðlega. Þrátt fyrir það mun framvinda mála í stjórnarmyndunarviðræðum Bjarna hafa meiri áhrif á Ísland. Mikil óvissa er um kvótamál, skattamál, framtíð íslensku krónunnar og útgjöld ríkissjóðs auk þess sem mikil ólga er á vinnumarkaði. Hinn margumtalaði stöðugleiki sem við höfum búið við síðustu ár getur horfið með óhóflegum útgjöldum og veikri fjármálastjórn. Því er óumdeilanlegt að niðurstöður í stjórnarmyndunarviðræðum Bjarna koma til með að hafa mikil áhrif á efnahag Íslands á næstu árum. Ef horft er á þessi mál frá sjónarhorni fjárfesta á íslenska markaðnum er ljóst að ekki er til staðar jafn aðgangur fjárfesta að upplýsingum. Bjarni Benediktsson og menn í innsta kjarna Sjálfstæðisflokksins, auk annarra stjórnmálamanna sem taka þátt í stjórnarmyndunarviðræðum, búa yfir eða koma til með að búa yfir upplýsingum sem geta haft marktæk áhrif á markaðsverð fjármálagerninga ef þær væru opinberar. Hvað þessir aðilar kjósa að gera við þessar upplýsingar er svo annað mál. Setjum upp einfalt dæmi:Búa til innherjaupplýsingar Stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar eru á lokametrunum, einungis á eftir að ganga frá skiptingu ráðherrastóla. Meðal þess sem getið er um í stjórnarsamningum er að kvótinn verður ekki boðinn upp á markaði. Þingmaður Viðreisnar talar við vin sinn Magnús og segir honum frá stöðu mála í trúnaði. Magnús hringir beint í verðbréfamiðlara og kaupir hlut í HB Granda vegna þess að þessar upplýsingar munu líklega koma til með að hækka markaðsverð HB Granda þegar þær verða gerðar opinberar. Ef staðan væri öfug, að Sjálfstæðisflokkurinn hefði samþykkt að bjóða upp kvótann þá myndi Magnús selja bréf í HB Granda því að öllum líkindum myndi sú ákvörðun valda lækkun á virði bréfanna. Að eiga viðskipti út frá þessum upplýsingum fellur undir innherjaviðskipti. 120 grein laga um verðbréfaviðskipti segir: „Með innherjaupplýsingum er átt við nægjanlega tilgreindar upplýsingar sem ekki hafa verið gerðar opinberar og varða beint eða óbeint útgefendur fjármálagerninga, fjármálagerningana sjálfa eða önnur atriði og eru líklegar til að hafa marktæk áhrif á markaðsverð fjármálagerninganna ef opinberar væru…“ Stjórnarmyndunarviðræður búa til innherjaupplýsingar sem geta dreifst víða áður en þær verða opinberar. Þó er engin leið að vita hversu margir hafa aðgang að þessum upplýsingum um framvindu mála í stjórnarmyndunarviðræðum sem almenningur hefur ekki. Það er við vitum ekki hverjir eru „innherjar“ í þessu máli. Þar sem ekki hafa allir fjárfestar jafnan aðgang að upplýsingum má segja að íslenski markaðurinn sé ekki skilvirkur undir þessum kringumstæðum. Þótt stjórnmálamenn vilji gjarnan halda spilunum þétt að sér verða þeir að átta sig á því að upplýsingar sem þeir búa yfir geta verið verðmyndandi á markaði og ábyrgð þeirra er mikil. Réttast væri að greint væri opinberlega frá þeim atriðum sem aðilar stjórnarmyndunarviðræðnanna hafa orðið ásáttir um jafnóðum og slík niðurstaða liggur fyrir. Þannig væri hægt að tryggja betra jafnræði milli markaðsaðila.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Við lifum á spennandi tímum. Forsetakosningar standa yfir í Bandaríkjunum, Bretland er á leið út úr Evrópusambandinu eða kannski ekki og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er að reyna að mynda ríkisstjórn. Allir þessir hlutir koma líklega til með að hafa áhrif á fjármálamarkaði, þó af mismunandi stærðargráðu. Hvort Bretland gangi úr Evrópusambandinu og hvaða forseta Bandaríkjamenn kjósa sér mun óneitanlega hafa meiri áhrif alþjóðlega. Þrátt fyrir það mun framvinda mála í stjórnarmyndunarviðræðum Bjarna hafa meiri áhrif á Ísland. Mikil óvissa er um kvótamál, skattamál, framtíð íslensku krónunnar og útgjöld ríkissjóðs auk þess sem mikil ólga er á vinnumarkaði. Hinn margumtalaði stöðugleiki sem við höfum búið við síðustu ár getur horfið með óhóflegum útgjöldum og veikri fjármálastjórn. Því er óumdeilanlegt að niðurstöður í stjórnarmyndunarviðræðum Bjarna koma til með að hafa mikil áhrif á efnahag Íslands á næstu árum. Ef horft er á þessi mál frá sjónarhorni fjárfesta á íslenska markaðnum er ljóst að ekki er til staðar jafn aðgangur fjárfesta að upplýsingum. Bjarni Benediktsson og menn í innsta kjarna Sjálfstæðisflokksins, auk annarra stjórnmálamanna sem taka þátt í stjórnarmyndunarviðræðum, búa yfir eða koma til með að búa yfir upplýsingum sem geta haft marktæk áhrif á markaðsverð fjármálagerninga ef þær væru opinberar. Hvað þessir aðilar kjósa að gera við þessar upplýsingar er svo annað mál. Setjum upp einfalt dæmi:Búa til innherjaupplýsingar Stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar eru á lokametrunum, einungis á eftir að ganga frá skiptingu ráðherrastóla. Meðal þess sem getið er um í stjórnarsamningum er að kvótinn verður ekki boðinn upp á markaði. Þingmaður Viðreisnar talar við vin sinn Magnús og segir honum frá stöðu mála í trúnaði. Magnús hringir beint í verðbréfamiðlara og kaupir hlut í HB Granda vegna þess að þessar upplýsingar munu líklega koma til með að hækka markaðsverð HB Granda þegar þær verða gerðar opinberar. Ef staðan væri öfug, að Sjálfstæðisflokkurinn hefði samþykkt að bjóða upp kvótann þá myndi Magnús selja bréf í HB Granda því að öllum líkindum myndi sú ákvörðun valda lækkun á virði bréfanna. Að eiga viðskipti út frá þessum upplýsingum fellur undir innherjaviðskipti. 120 grein laga um verðbréfaviðskipti segir: „Með innherjaupplýsingum er átt við nægjanlega tilgreindar upplýsingar sem ekki hafa verið gerðar opinberar og varða beint eða óbeint útgefendur fjármálagerninga, fjármálagerningana sjálfa eða önnur atriði og eru líklegar til að hafa marktæk áhrif á markaðsverð fjármálagerninganna ef opinberar væru…“ Stjórnarmyndunarviðræður búa til innherjaupplýsingar sem geta dreifst víða áður en þær verða opinberar. Þó er engin leið að vita hversu margir hafa aðgang að þessum upplýsingum um framvindu mála í stjórnarmyndunarviðræðum sem almenningur hefur ekki. Það er við vitum ekki hverjir eru „innherjar“ í þessu máli. Þar sem ekki hafa allir fjárfestar jafnan aðgang að upplýsingum má segja að íslenski markaðurinn sé ekki skilvirkur undir þessum kringumstæðum. Þótt stjórnmálamenn vilji gjarnan halda spilunum þétt að sér verða þeir að átta sig á því að upplýsingar sem þeir búa yfir geta verið verðmyndandi á markaði og ábyrgð þeirra er mikil. Réttast væri að greint væri opinberlega frá þeim atriðum sem aðilar stjórnarmyndunarviðræðnanna hafa orðið ásáttir um jafnóðum og slík niðurstaða liggur fyrir. Þannig væri hægt að tryggja betra jafnræði milli markaðsaðila.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun