Átök eða samtal? Elín Björg Jónsdóttir skrifar 17. nóvember 2016 07:00 Síðustu ár hafa íslensk stjórnmál einkennst af hörðum átökum og á köflum óbilgirni. Traustið er horfið og tortryggnin ríkir. Þeir sem vinna að myndun nýrrar ríkisstjórnar verða að bregðast við þessari þróun með því að vinna að þeim stóru málum sem bíða í sátt í stað átaka. Við erum flest sammála um nauðsyn þess að viðhalda efnahagslegum stöðugleika, en félagslegur stöðugleiki er ekki síður mikilvægur. Ný ríkisstjórn þarf að leggja strax í þá miklu uppbyggingu á velferðarkerfinu sem kallað hefur verið eftir. Allir virðast sammála um mikilvægi þess að byggja upp heilbrigðiskerfið að nýju. En það skiptir máli hvernig það er gert. Nú þegar kerfið hefur verið skorið inn að beini þykir einhverjum eflaust freistandi að auka einkavæðingu. Um það verður aldrei sátt í samfélaginu. Rannsóknir sýna að rúmlega 80 prósent landsmanna vilja að hið opinbera sjái um heilbrigðisþjónustuna. Eigi sátt að ríkja um heilbrigðiskerfið verður að hlusta á þjóðarviljann og hætta tilraunastarfsemi með einkavæðingu á rekstri. Ný ríkisstjórn verður að hafa málefni fjölskyldna í forgrunni og byggja upp fjölskylduvænna samfélag. Þar skiptir miklu að bregðast við erfiðri stöðu á húsnæðismarkaði þar sem ungum fjölskyldum er gert erfitt eða ómögulegt að koma þaki yfir höfuðið. Einnig er afar brýnt að bæta fæðingarorlofskerfið verulega. Miklar launahækkanir sem kjararáð hefur fært æðstu embættismönnum og kjörnum fulltrúum hafa valdið mikilli ólgu og mikilvægt fyrir nýja ríkisstjórn að vinda strax ofan af þeim. Annars er hætta á að allt fari í bál og brand á vinnumarkaði sem sannarlega eykur ekki stöðugleika eða sátt í samfélaginu. Opinberir starfsmenn skrifuðu nýlega undir samkomulag við ríki og sveitarfélög um samræmingu lífeyriskerfisins. Ný ríkisstjórn þarf að fínpússa frumvarp til að koma því samkomulagi í lög. Þannig má koma í veg fyrir verulegar hækkanir á mótframlagi launagreiðenda í opinberu lífeyrissjóðina um áramót. Verði hækkunin að veruleika mun hún minnka möguleika opinberra starfsmanna á launahækkunum og auka þannig enn á launabilið milli opinbera og almenna markaðarins. Stóru málin bíða. Vinnum að þeim í sátt.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Sjá meira
Síðustu ár hafa íslensk stjórnmál einkennst af hörðum átökum og á köflum óbilgirni. Traustið er horfið og tortryggnin ríkir. Þeir sem vinna að myndun nýrrar ríkisstjórnar verða að bregðast við þessari þróun með því að vinna að þeim stóru málum sem bíða í sátt í stað átaka. Við erum flest sammála um nauðsyn þess að viðhalda efnahagslegum stöðugleika, en félagslegur stöðugleiki er ekki síður mikilvægur. Ný ríkisstjórn þarf að leggja strax í þá miklu uppbyggingu á velferðarkerfinu sem kallað hefur verið eftir. Allir virðast sammála um mikilvægi þess að byggja upp heilbrigðiskerfið að nýju. En það skiptir máli hvernig það er gert. Nú þegar kerfið hefur verið skorið inn að beini þykir einhverjum eflaust freistandi að auka einkavæðingu. Um það verður aldrei sátt í samfélaginu. Rannsóknir sýna að rúmlega 80 prósent landsmanna vilja að hið opinbera sjái um heilbrigðisþjónustuna. Eigi sátt að ríkja um heilbrigðiskerfið verður að hlusta á þjóðarviljann og hætta tilraunastarfsemi með einkavæðingu á rekstri. Ný ríkisstjórn verður að hafa málefni fjölskyldna í forgrunni og byggja upp fjölskylduvænna samfélag. Þar skiptir miklu að bregðast við erfiðri stöðu á húsnæðismarkaði þar sem ungum fjölskyldum er gert erfitt eða ómögulegt að koma þaki yfir höfuðið. Einnig er afar brýnt að bæta fæðingarorlofskerfið verulega. Miklar launahækkanir sem kjararáð hefur fært æðstu embættismönnum og kjörnum fulltrúum hafa valdið mikilli ólgu og mikilvægt fyrir nýja ríkisstjórn að vinda strax ofan af þeim. Annars er hætta á að allt fari í bál og brand á vinnumarkaði sem sannarlega eykur ekki stöðugleika eða sátt í samfélaginu. Opinberir starfsmenn skrifuðu nýlega undir samkomulag við ríki og sveitarfélög um samræmingu lífeyriskerfisins. Ný ríkisstjórn þarf að fínpússa frumvarp til að koma því samkomulagi í lög. Þannig má koma í veg fyrir verulegar hækkanir á mótframlagi launagreiðenda í opinberu lífeyrissjóðina um áramót. Verði hækkunin að veruleika mun hún minnka möguleika opinberra starfsmanna á launahækkunum og auka þannig enn á launabilið milli opinbera og almenna markaðarins. Stóru málin bíða. Vinnum að þeim í sátt.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar