Lewandowski í stuði í Eindhoven | Öll úrslit kvöldsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. nóvember 2016 22:00 Lewandowski skaut Bæjara áfram í 16-liða úrslitin. Vísir/Getty Átta leikir fóru fram í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Arsenal og Paris Saint-Germain eru komin áfram í 16-liða úrslit eftir úrslit kvöldsins í A-riðli.Arsenal vann 2-3 endurkomusigur á Ludogorets og draumamark Thomas Meunier tryggði PSG 1-2 sigur á Birki Bjarnasyni og félögum í Basel. Í B-riðli berjast um Napoli, Benfica og Besiktas um að komast áfram í 16-liða úrslitin.Marek Hamsik tryggði Napoli stig gegn Besiktas í Istanbúl og mark Eduardo Salvio úr vítaspyrnu tryggði Benfica sigur á Dynamo Kiev. Napoli er með sjö stig á toppi riðilsins, jafnmörg og Benfica en betri markatölu. Besiktas er í 3. sætinu með sex stig og Dynamo Kiev rekur lestina með aðeins eitt stig.Manchester City hefndi ófaranna gegn Barcelona í síðustu umferð og vann frábæran 3-1 sigur í leik liðanna á Etihad í C-riðli. Í hinum leik riðilsins skildu Borussia Mönchengladbach og Celtic jöfn, 1-1. Börsungar sitja á toppi riðilsins með níu stig, tveimur stigum á undan Man City. Gladbach er með fjögur stig í 3. sætinu og Celtic vermir botnsæti riðilsins með tvö stig. Tvö mörk frá Robert Lewandowski tryggðu Bayern München 1-2 sigur á PSV Eindhoven á útivelli í D-riðli. Pólski framherjinn var í miklum ham í leiknum en auk þess að skora mörkin tvö skaut hann þrívegis í marksúlur PSV. Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan. Með sigrinum eru þýsku meistararnir öruggir með sæti í 16-liða úrslitum, líkt og Atlético Madrid sem er með fullt hús stiga eftir 2-1 sigur á Rostov á heimavelli. Antoine Griezmann skoraði bæði mörk Atlético Madrid, það síðara á fjórðu mínútu í uppbótartíma.Úrslit kvöldsins:A-riðill:Ludogorets 2-3 Arsenal 1-0 Jonathan Cafu (12.), 2-0 Claudiu Keserü (15.), 2-1 Granit Xhaka (20.), 2-2 Oliver Giroud (41.), 2-3 Mesut Özil (87.).Basel 1-2 PSG 0-1 Blaise Matuidi (43.), 1-1 Luca Zuffi (76.), 1-2 Thomas Meunier (90.).Rautt spjald: Serey Die, Basel (84.).B-riðill:Besiktas 1-1 Napoli 1-0 Ricardo Quaresma, víti (79.), 1-1 Marek Hamsik (82.).Benfica 1-0 Dynamo Kiev 1-0 Eduardo Salvio, víti (45+2.).C-riðill:Man City 3-1 Barcelona 0-1 Lionel Messi (21.), 1-1 Ilkay Gündogan (39.), 2-1 Kevin De Bruyne (51.), 3-1 Gündogan (74.).Gladbach 1-1 Celtic 1-0 Lars Stindl (32.), 1-1 Moussa Dembele, víti (76.).Rautt spjald: Julian Korb, Gladbach (75.).D-riðill:PSV 1-2 Bayern München 1-0 Santiago Arias (14.), 1-1 Robert Lewandowski, víti (34.), 1-2 Lewandowski (74.).Atlético Madrid 2-1 Rostov 1-0 Antoine Griezmann (28.), 1-1 Sardar Azmoun (30.), 2-1 Griezmann (90+4.). Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Hamsik tryggði Napoli stig á Vodafone-vellinum Marek Hamsik, fyrirliði Napoli, tryggði sínum mönnum stig gegn Besiktas á Vodafone-vellinum í Istanbúl í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 1. nóvember 2016 19:45 Guardiola stýrði Man City til sigurs á gömlu félögunum | Sjáðu mörkin Manchester City vann gríðarlega mikilvægan sigur á Barcelona, 3-1, þegar liðin mættust í C-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 1. nóvember 2016 21:45 Draumamark bakvarðarins felldi Birki og félaga Paris Saint-Germain er komið áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir dramatískan 1-2 útisigur á Basel í kvöld. Birkir Bjarnason lék allan leikinn fyrir Basel. 1. nóvember 2016 21:45 Özil skaut Skyttunum áfram í 16-liða úrslitin | Sjáðu mörkin Arsenal er komið áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-3 útisigur á Ludogorets í kvöld. 1. nóvember 2016 21:45 Guardiola: Unnum besta lið í heimi Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segir sína menn hafa lagt besta lið heims að velli í kvöld. 1. nóvember 2016 22:30 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Sjá meira
Átta leikir fóru fram í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Arsenal og Paris Saint-Germain eru komin áfram í 16-liða úrslit eftir úrslit kvöldsins í A-riðli.Arsenal vann 2-3 endurkomusigur á Ludogorets og draumamark Thomas Meunier tryggði PSG 1-2 sigur á Birki Bjarnasyni og félögum í Basel. Í B-riðli berjast um Napoli, Benfica og Besiktas um að komast áfram í 16-liða úrslitin.Marek Hamsik tryggði Napoli stig gegn Besiktas í Istanbúl og mark Eduardo Salvio úr vítaspyrnu tryggði Benfica sigur á Dynamo Kiev. Napoli er með sjö stig á toppi riðilsins, jafnmörg og Benfica en betri markatölu. Besiktas er í 3. sætinu með sex stig og Dynamo Kiev rekur lestina með aðeins eitt stig.Manchester City hefndi ófaranna gegn Barcelona í síðustu umferð og vann frábæran 3-1 sigur í leik liðanna á Etihad í C-riðli. Í hinum leik riðilsins skildu Borussia Mönchengladbach og Celtic jöfn, 1-1. Börsungar sitja á toppi riðilsins með níu stig, tveimur stigum á undan Man City. Gladbach er með fjögur stig í 3. sætinu og Celtic vermir botnsæti riðilsins með tvö stig. Tvö mörk frá Robert Lewandowski tryggðu Bayern München 1-2 sigur á PSV Eindhoven á útivelli í D-riðli. Pólski framherjinn var í miklum ham í leiknum en auk þess að skora mörkin tvö skaut hann þrívegis í marksúlur PSV. Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan. Með sigrinum eru þýsku meistararnir öruggir með sæti í 16-liða úrslitum, líkt og Atlético Madrid sem er með fullt hús stiga eftir 2-1 sigur á Rostov á heimavelli. Antoine Griezmann skoraði bæði mörk Atlético Madrid, það síðara á fjórðu mínútu í uppbótartíma.Úrslit kvöldsins:A-riðill:Ludogorets 2-3 Arsenal 1-0 Jonathan Cafu (12.), 2-0 Claudiu Keserü (15.), 2-1 Granit Xhaka (20.), 2-2 Oliver Giroud (41.), 2-3 Mesut Özil (87.).Basel 1-2 PSG 0-1 Blaise Matuidi (43.), 1-1 Luca Zuffi (76.), 1-2 Thomas Meunier (90.).Rautt spjald: Serey Die, Basel (84.).B-riðill:Besiktas 1-1 Napoli 1-0 Ricardo Quaresma, víti (79.), 1-1 Marek Hamsik (82.).Benfica 1-0 Dynamo Kiev 1-0 Eduardo Salvio, víti (45+2.).C-riðill:Man City 3-1 Barcelona 0-1 Lionel Messi (21.), 1-1 Ilkay Gündogan (39.), 2-1 Kevin De Bruyne (51.), 3-1 Gündogan (74.).Gladbach 1-1 Celtic 1-0 Lars Stindl (32.), 1-1 Moussa Dembele, víti (76.).Rautt spjald: Julian Korb, Gladbach (75.).D-riðill:PSV 1-2 Bayern München 1-0 Santiago Arias (14.), 1-1 Robert Lewandowski, víti (34.), 1-2 Lewandowski (74.).Atlético Madrid 2-1 Rostov 1-0 Antoine Griezmann (28.), 1-1 Sardar Azmoun (30.), 2-1 Griezmann (90+4.).
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Hamsik tryggði Napoli stig á Vodafone-vellinum Marek Hamsik, fyrirliði Napoli, tryggði sínum mönnum stig gegn Besiktas á Vodafone-vellinum í Istanbúl í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 1. nóvember 2016 19:45 Guardiola stýrði Man City til sigurs á gömlu félögunum | Sjáðu mörkin Manchester City vann gríðarlega mikilvægan sigur á Barcelona, 3-1, þegar liðin mættust í C-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 1. nóvember 2016 21:45 Draumamark bakvarðarins felldi Birki og félaga Paris Saint-Germain er komið áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir dramatískan 1-2 útisigur á Basel í kvöld. Birkir Bjarnason lék allan leikinn fyrir Basel. 1. nóvember 2016 21:45 Özil skaut Skyttunum áfram í 16-liða úrslitin | Sjáðu mörkin Arsenal er komið áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-3 útisigur á Ludogorets í kvöld. 1. nóvember 2016 21:45 Guardiola: Unnum besta lið í heimi Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segir sína menn hafa lagt besta lið heims að velli í kvöld. 1. nóvember 2016 22:30 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Sjá meira
Hamsik tryggði Napoli stig á Vodafone-vellinum Marek Hamsik, fyrirliði Napoli, tryggði sínum mönnum stig gegn Besiktas á Vodafone-vellinum í Istanbúl í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 1. nóvember 2016 19:45
Guardiola stýrði Man City til sigurs á gömlu félögunum | Sjáðu mörkin Manchester City vann gríðarlega mikilvægan sigur á Barcelona, 3-1, þegar liðin mættust í C-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 1. nóvember 2016 21:45
Draumamark bakvarðarins felldi Birki og félaga Paris Saint-Germain er komið áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir dramatískan 1-2 útisigur á Basel í kvöld. Birkir Bjarnason lék allan leikinn fyrir Basel. 1. nóvember 2016 21:45
Özil skaut Skyttunum áfram í 16-liða úrslitin | Sjáðu mörkin Arsenal er komið áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-3 útisigur á Ludogorets í kvöld. 1. nóvember 2016 21:45
Guardiola: Unnum besta lið í heimi Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segir sína menn hafa lagt besta lið heims að velli í kvöld. 1. nóvember 2016 22:30