Sjáðu draumamark bakvarðarins og hin geggjuðu mörkin í Meistaradeildinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. nóvember 2016 11:00 Thomas Meunier skoraði frábært mark. vísir/getty Það vantaði ekki tilþrifin í Meistaradeild Evrópu í fótbolta þegar fjórða umferð riðlakeppninnar hófst með átta leikjum. Seinni átta leikirnir fara fram í kvöld og verða fjórir þeirra í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Tvö glæsileg mörk voru skoruð í leik Basel og Paris Saint-Germian þar sem Birkir Bjarnason og félagar töpuðu á grátlegan hátt. Frakklandsmeistararnir skoruðu sigurmarkið á 90. mínútu með mögnuðu skoti bakvarðarins Thomas Meunier. Hann tók boltann viðstöðulaust á lofti eftir sendingu frá Adrian Rabiot og skrúfaði boltann í netið á ótrúlegan hátt. Aðeins skömmu áður hafði Mark Janko klúðrað dauðafæri meter frá marki fyrir Basel en það hefði mögulega tryggt svissnesku meisturunum í sigurinn. Í staðinn misstu þeir stigið sem þeir voru komnir með og þurftu að sætta sig við tap. Basel skoraði aftur á móti frábært mark í leiknum en það gerði Luca Zuffi. Hann sá Alphonse Areola, markvörð PSG, standa aðeins of framarlega í teignum og lét bara vaða utan af kanti. Magnað mark hjá þessum 26 ára gamla Svisslendingi.Arsenal lenti 2-0 undir gegn Ludogorets í Razgrad en var búið að jafna metin fyrir hálfleik. Það var svo undir lok leiksins sem Arsenal fullkomnaði endurkomuna og tryggði sér sigurinn, 3-2. Markið skoraði Mesut Özil eftir sendingu inn fyrir vörnina frá Mohamed Elneny. Þýski töframaðurinn byrjaði á því að lyfta boltanum yfir markvörð búlgarska liðsins áður en hann fíflaði svo tvo varnarmenn upp úr skónum og skoraði. Algjörlega geggjuð afgreiðsla.Í Madríd skoraði Antonie Griezmann bæði mörk spænska liðsins Atlético Madríd í 2-1 sigri á FC Rostov. Fyrra markið var einkar glæsilegt en hann tók boltann þá viðstöðulaust eftir sendingu inn á teiginn. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Lewandowski í stuði í Eindhoven | Öll úrslit kvöldsins Átta leikir fóru fram í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 1. nóvember 2016 22:00 Guardiola stýrði Man City til sigurs á gömlu félögunum | Sjáðu mörkin Manchester City vann gríðarlega mikilvægan sigur á Barcelona, 3-1, þegar liðin mættust í C-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 1. nóvember 2016 21:45 Özil skaut Skyttunum áfram í 16-liða úrslitin | Sjáðu mörkin Arsenal er komið áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-3 útisigur á Ludogorets í kvöld. 1. nóvember 2016 21:45 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Leik lokið: Ármann - Valur 93-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Sjá meira
Það vantaði ekki tilþrifin í Meistaradeild Evrópu í fótbolta þegar fjórða umferð riðlakeppninnar hófst með átta leikjum. Seinni átta leikirnir fara fram í kvöld og verða fjórir þeirra í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Tvö glæsileg mörk voru skoruð í leik Basel og Paris Saint-Germian þar sem Birkir Bjarnason og félagar töpuðu á grátlegan hátt. Frakklandsmeistararnir skoruðu sigurmarkið á 90. mínútu með mögnuðu skoti bakvarðarins Thomas Meunier. Hann tók boltann viðstöðulaust á lofti eftir sendingu frá Adrian Rabiot og skrúfaði boltann í netið á ótrúlegan hátt. Aðeins skömmu áður hafði Mark Janko klúðrað dauðafæri meter frá marki fyrir Basel en það hefði mögulega tryggt svissnesku meisturunum í sigurinn. Í staðinn misstu þeir stigið sem þeir voru komnir með og þurftu að sætta sig við tap. Basel skoraði aftur á móti frábært mark í leiknum en það gerði Luca Zuffi. Hann sá Alphonse Areola, markvörð PSG, standa aðeins of framarlega í teignum og lét bara vaða utan af kanti. Magnað mark hjá þessum 26 ára gamla Svisslendingi.Arsenal lenti 2-0 undir gegn Ludogorets í Razgrad en var búið að jafna metin fyrir hálfleik. Það var svo undir lok leiksins sem Arsenal fullkomnaði endurkomuna og tryggði sér sigurinn, 3-2. Markið skoraði Mesut Özil eftir sendingu inn fyrir vörnina frá Mohamed Elneny. Þýski töframaðurinn byrjaði á því að lyfta boltanum yfir markvörð búlgarska liðsins áður en hann fíflaði svo tvo varnarmenn upp úr skónum og skoraði. Algjörlega geggjuð afgreiðsla.Í Madríd skoraði Antonie Griezmann bæði mörk spænska liðsins Atlético Madríd í 2-1 sigri á FC Rostov. Fyrra markið var einkar glæsilegt en hann tók boltann þá viðstöðulaust eftir sendingu inn á teiginn.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Lewandowski í stuði í Eindhoven | Öll úrslit kvöldsins Átta leikir fóru fram í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 1. nóvember 2016 22:00 Guardiola stýrði Man City til sigurs á gömlu félögunum | Sjáðu mörkin Manchester City vann gríðarlega mikilvægan sigur á Barcelona, 3-1, þegar liðin mættust í C-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 1. nóvember 2016 21:45 Özil skaut Skyttunum áfram í 16-liða úrslitin | Sjáðu mörkin Arsenal er komið áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-3 útisigur á Ludogorets í kvöld. 1. nóvember 2016 21:45 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Leik lokið: Ármann - Valur 93-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Sjá meira
Lewandowski í stuði í Eindhoven | Öll úrslit kvöldsins Átta leikir fóru fram í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 1. nóvember 2016 22:00
Guardiola stýrði Man City til sigurs á gömlu félögunum | Sjáðu mörkin Manchester City vann gríðarlega mikilvægan sigur á Barcelona, 3-1, þegar liðin mættust í C-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 1. nóvember 2016 21:45
Özil skaut Skyttunum áfram í 16-liða úrslitin | Sjáðu mörkin Arsenal er komið áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-3 útisigur á Ludogorets í kvöld. 1. nóvember 2016 21:45