Freyr: Þetta var eins og leikur á stórmóti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2016 15:54 Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins. Mynd/Youtube-síða KSÍ Freyr Alexandersson var í viðtali á Youtube-síðu Knattspyrnusambands Íslands eftir 2-2 jafntefli íslenska kvennalandsliðsins við það kínverska á Sincere Cup æfingamótinu í Kína í dag. „Mér fannst þetta mjög skemmtilegur leikur, bæði að takast á við og spila. Þetta voru frábærar aðstæður til að spila svona leik og langt frá því að vera einhver æfingaleikja-tilfinning í kringum leikinn því umgjörðin hjá kínverska sambandinu var fyrsta flokks,“ sagði Freyr í viðtali við Hilmar Þór Guðmundsson, fjölmiðlafulltrúa íslenska liðsins. „Hér voru fullt af áhorfendum með mikil læti og ég fékk þá tilfinningu að þetta væri alvöru leikur. Það er virkilega mikilvægt,“ sagði Freyr. „Varðandi frammistöðuna þá er ég hrikalega ánægður með liðið. Á löngum köflum spiluðum við mjög vel. Við spiluðum vel í vörninni eiginlega allan leikinn en það eru tvö til þrjú atvik sem hefðu getað farið betur,“ sagði Freyr. „Við erum búnar að taka tvær æfingar og tvo fundi fyrir leikinn með þessu nýja leikkerfi og þessum nýju áherslum. Ég er bara mjög sáttur,“ sagði Freyr. „Jafntefli er bara sanngjörn niðurstaða. Við vorum betri í fyrri hálfleik en þær voru betri í þeim síðari. Þær eiga skot í stöng og slá en við eigum skalla í slá og niður á línu. Sumir sögðu að hann hafi verið inni en aðrir ekki,“ sagði Freyr. „Þetta var fínt jafntefli. Góð frammistaða og gott hugarfar. Ég bað um að liðið myndi skila góðri frammistöðu og það gerði það,“ sagði Freyr. „Ég sagði það við Ása (aðstoðarþjálfara) að ég vonaði að við næðum að gíra okkur upp úr æfingaleikjastemmningunni og fá góða frammistöðu. Það vantaði ekkert upp á það því þetta var eins og leikur á stórmóti,“ sagði Freyr. Það er hægt að finna allt viðtalið við Frey hér fyrir neðan. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Svona eru nöfn íslensku stelpnanna á kínversku | Mynd Íslenska kvennalandsliðið mætir Kína í vináttulandsleik á eftir en leikurinn fer fram Chongqing í Kína. 20. október 2016 10:52 Fanndís fór illa með kínverska markvörðinn | Sjáðu markið hennar Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta komst í 1-0 á móti Kína í leik þjóðanna á Sincere Cup æfingamótinu í Kína. 20. október 2016 12:18 Fyrsta landsliðsmark Katrínar tryggði stelpunum jafntefli | Sjáið mörkin Ísland og Kína gerðu 2-2 jafntefli í markaleik á Sincere Cup æfingamótinu í Kína. Þetta var fyrsti leikur íslensku stelpnanna á þessu fjögurra þjóða móti. 20. október 2016 13:34 Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Sjá meira
Freyr Alexandersson var í viðtali á Youtube-síðu Knattspyrnusambands Íslands eftir 2-2 jafntefli íslenska kvennalandsliðsins við það kínverska á Sincere Cup æfingamótinu í Kína í dag. „Mér fannst þetta mjög skemmtilegur leikur, bæði að takast á við og spila. Þetta voru frábærar aðstæður til að spila svona leik og langt frá því að vera einhver æfingaleikja-tilfinning í kringum leikinn því umgjörðin hjá kínverska sambandinu var fyrsta flokks,“ sagði Freyr í viðtali við Hilmar Þór Guðmundsson, fjölmiðlafulltrúa íslenska liðsins. „Hér voru fullt af áhorfendum með mikil læti og ég fékk þá tilfinningu að þetta væri alvöru leikur. Það er virkilega mikilvægt,“ sagði Freyr. „Varðandi frammistöðuna þá er ég hrikalega ánægður með liðið. Á löngum köflum spiluðum við mjög vel. Við spiluðum vel í vörninni eiginlega allan leikinn en það eru tvö til þrjú atvik sem hefðu getað farið betur,“ sagði Freyr. „Við erum búnar að taka tvær æfingar og tvo fundi fyrir leikinn með þessu nýja leikkerfi og þessum nýju áherslum. Ég er bara mjög sáttur,“ sagði Freyr. „Jafntefli er bara sanngjörn niðurstaða. Við vorum betri í fyrri hálfleik en þær voru betri í þeim síðari. Þær eiga skot í stöng og slá en við eigum skalla í slá og niður á línu. Sumir sögðu að hann hafi verið inni en aðrir ekki,“ sagði Freyr. „Þetta var fínt jafntefli. Góð frammistaða og gott hugarfar. Ég bað um að liðið myndi skila góðri frammistöðu og það gerði það,“ sagði Freyr. „Ég sagði það við Ása (aðstoðarþjálfara) að ég vonaði að við næðum að gíra okkur upp úr æfingaleikjastemmningunni og fá góða frammistöðu. Það vantaði ekkert upp á það því þetta var eins og leikur á stórmóti,“ sagði Freyr. Það er hægt að finna allt viðtalið við Frey hér fyrir neðan.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Svona eru nöfn íslensku stelpnanna á kínversku | Mynd Íslenska kvennalandsliðið mætir Kína í vináttulandsleik á eftir en leikurinn fer fram Chongqing í Kína. 20. október 2016 10:52 Fanndís fór illa með kínverska markvörðinn | Sjáðu markið hennar Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta komst í 1-0 á móti Kína í leik þjóðanna á Sincere Cup æfingamótinu í Kína. 20. október 2016 12:18 Fyrsta landsliðsmark Katrínar tryggði stelpunum jafntefli | Sjáið mörkin Ísland og Kína gerðu 2-2 jafntefli í markaleik á Sincere Cup æfingamótinu í Kína. Þetta var fyrsti leikur íslensku stelpnanna á þessu fjögurra þjóða móti. 20. október 2016 13:34 Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Sjá meira
Svona eru nöfn íslensku stelpnanna á kínversku | Mynd Íslenska kvennalandsliðið mætir Kína í vináttulandsleik á eftir en leikurinn fer fram Chongqing í Kína. 20. október 2016 10:52
Fanndís fór illa með kínverska markvörðinn | Sjáðu markið hennar Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta komst í 1-0 á móti Kína í leik þjóðanna á Sincere Cup æfingamótinu í Kína. 20. október 2016 12:18
Fyrsta landsliðsmark Katrínar tryggði stelpunum jafntefli | Sjáið mörkin Ísland og Kína gerðu 2-2 jafntefli í markaleik á Sincere Cup æfingamótinu í Kína. Þetta var fyrsti leikur íslensku stelpnanna á þessu fjögurra þjóða móti. 20. október 2016 13:34