Þegar ég verð gamall Kjartan Þór Ingason skrifar 21. október 2016 15:22 Málefni unga fólksins hafa verið mikið í sviðsljósinu undanfarnar vikur enda kosningar rétt handan við hornið. Það fyrsta sem flestum dettur í hug þegar málefnum ungra kjósenda er veifað á loft er eflaust húsnæðisvandinn, Lánasjóður íslenskra námsmanna og fæðingarorlofssjóður enda allt brýn málefni sem tengjast veruleika margra á aldrinum 18 til 35 ára. Í mínum huga vantar þó inn í þessa upptalningu eitt stærsta hagsmunamál ungs fólks, lífeyrisjóðakerfið. Ef til vill finnst einhverjum skjóta skökku við að eitt helsta hagsmunamál unga fólksins sé kerfi sem einstaklingar á eftirlaunaaldri reiði sig á. Athyglisvert er þó að á sama tíma og þetta viðhorf er ríkjandi í umræðunni er talað um mikilvægi þess að þeir sem ungir eru að árum setji sér markmið og hugi vel að sinni framtíð. Á þessum tímapunkti sé ég ekki fram á að njóta verðskuldaðra þæginda á mínum efri árum, þegar ég hef lokið við að leggja mitt af mörkum við að byggja upp samfélagið. Í núverandi kerfi sé ég fram á að heildartekjur mínar verði langt undir lágmarkslaunum og að mér yrði refsað fyrir að starfa lengur í fullu- eða hlutastarfi (ef ég kýs það sjálfur og heilsan leyfir). Ef ég verð gamall í núverandi kerfi er eins gott að ég verði ekki einstæður, því þá yrði hætta á að mér yrði ómögulegt að borga hvort tveggja leigu- og lyfjakostnað. Í sannleika sagt vil ég síður þurfa að velja þarna á milli. Stjórnmálaaflið Viðreisn telur þennan veruleika ekki mannsæmandi endastöð fyrir fólk sem hefur stritað áratugum saman í þágu samfélagsins. Við viljum einfalda lífeyriskerfið og tryggja að heildartekjur verði aldrei lægri en sem nemur lágmarkslaunum hverju sinni. Með því að draga úr tekjutengingu getum við gefið fólki raunverulegt tækifæri til að bæta kjör sín, án þess að ríkið seilist með beinum hætti í vasa lífeyrisþega. Það er kominn tími til að hætta að tala um lífeyri eins og ölmusu og byrja að tala um lífeyrisgreiðslur sem laun, enda hefur þessi hópur svo sannarlega unnið fyrir þessum launum þótt þau séu greidd út síðar á lífsleiðinni. Ég vil ekki þurfa að eyða seinustu árum mínum í stöðuga baráttu fyrir sjálfsögðum réttindum, vitandi það að enginn muni taka hanskann upp fyrir mig. Ég ætla því ekki sitja og þegja um stöðu eldri borgara þar til lífsklukkan mín slær 65 heldur huga að framtíðinni, stuðla að viðreisn lífeyriskerfisins og fara hrukkóttur og áhyggjulaus inn í efri árin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Þór Ingason Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Málefni unga fólksins hafa verið mikið í sviðsljósinu undanfarnar vikur enda kosningar rétt handan við hornið. Það fyrsta sem flestum dettur í hug þegar málefnum ungra kjósenda er veifað á loft er eflaust húsnæðisvandinn, Lánasjóður íslenskra námsmanna og fæðingarorlofssjóður enda allt brýn málefni sem tengjast veruleika margra á aldrinum 18 til 35 ára. Í mínum huga vantar þó inn í þessa upptalningu eitt stærsta hagsmunamál ungs fólks, lífeyrisjóðakerfið. Ef til vill finnst einhverjum skjóta skökku við að eitt helsta hagsmunamál unga fólksins sé kerfi sem einstaklingar á eftirlaunaaldri reiði sig á. Athyglisvert er þó að á sama tíma og þetta viðhorf er ríkjandi í umræðunni er talað um mikilvægi þess að þeir sem ungir eru að árum setji sér markmið og hugi vel að sinni framtíð. Á þessum tímapunkti sé ég ekki fram á að njóta verðskuldaðra þæginda á mínum efri árum, þegar ég hef lokið við að leggja mitt af mörkum við að byggja upp samfélagið. Í núverandi kerfi sé ég fram á að heildartekjur mínar verði langt undir lágmarkslaunum og að mér yrði refsað fyrir að starfa lengur í fullu- eða hlutastarfi (ef ég kýs það sjálfur og heilsan leyfir). Ef ég verð gamall í núverandi kerfi er eins gott að ég verði ekki einstæður, því þá yrði hætta á að mér yrði ómögulegt að borga hvort tveggja leigu- og lyfjakostnað. Í sannleika sagt vil ég síður þurfa að velja þarna á milli. Stjórnmálaaflið Viðreisn telur þennan veruleika ekki mannsæmandi endastöð fyrir fólk sem hefur stritað áratugum saman í þágu samfélagsins. Við viljum einfalda lífeyriskerfið og tryggja að heildartekjur verði aldrei lægri en sem nemur lágmarkslaunum hverju sinni. Með því að draga úr tekjutengingu getum við gefið fólki raunverulegt tækifæri til að bæta kjör sín, án þess að ríkið seilist með beinum hætti í vasa lífeyrisþega. Það er kominn tími til að hætta að tala um lífeyri eins og ölmusu og byrja að tala um lífeyrisgreiðslur sem laun, enda hefur þessi hópur svo sannarlega unnið fyrir þessum launum þótt þau séu greidd út síðar á lífsleiðinni. Ég vil ekki þurfa að eyða seinustu árum mínum í stöðuga baráttu fyrir sjálfsögðum réttindum, vitandi það að enginn muni taka hanskann upp fyrir mig. Ég ætla því ekki sitja og þegja um stöðu eldri borgara þar til lífsklukkan mín slær 65 heldur huga að framtíðinni, stuðla að viðreisn lífeyriskerfisins og fara hrukkóttur og áhyggjulaus inn í efri árin.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun