Ísland sem fyrsti valkostur Þorsteinn Víglundsson skrifar 24. október 2016 11:20 Á rúmum sex árum hafa sex þúsund fleiri íslenskir ríkisborgarar flust frá landinu en til þess. Það er mikill missir fyrir okkar fámenna samfélag. Um 65% brottfluttra eru á aldrinum 20-40 ára. Ungt og vel menntað fólk sem kýs að leita tækifæra utan landsteinanna. Það er ekkert að því að fólk sæki sér reynslu og menntun erlendis, en ef við ætlum að vera samkeppnishæf við aðrar þjóðir til langframa, verðum við að tryggja að ungt, vel menntað fólk kjósi að snúa heim á ný. Að geta boðið upp á samkeppnishæf lífskjör og atvinnutækifæri við hæfi er stærsta áskorun íslenskra stjórnmála í dag. Í kosningabaráttunni hefur okkur hjá Viðreisn verið umhugað um vaxtamál. Hvers vegna? Vegna þess að vextir ráða svo miklu um lífskjör okkar. Vegna þess að það er blóðugt að þurfa að eyða háum fjárhæðum í vexti, ef við gætum varið peningunum í eitthvað sem skapar okkur betra líf. Vextir hafa um áratuga skeið verið mun hærri hér en í nágrannalöndum okkar, gengið verið mun óstöðugra og verðbólga mun meiri. Þrátt fyrir að ítrekað hafi verið bent á þetta, hafa stjórnmálamenn haft lítið til málanna að leggja annað en að auka niðurgreiðslur vaxtakostnaðar og gefa fólki kost á að nýta eigin lífeyrissparnað til húsnæðiskaupa eða niðurgreiðslu á fasteignalána. Á mannamáli erum við sjálf látin niðurgreiða vaxtakostnað okkar í gegnum skattkerfið og með sparifé okkar. Það eru ekki slíkir plástrar sem við þurfum á að halda. Við þurfum raunverulegar lausnir til að lækka hér vexti og ná gengisstöðugleika. Það er nefnilega ekkert náttúrulögmál að vextir þurfi að vera miklu hærri hér en í nágrannalöndunum. Fyrir fjölskyldu með 20 milljóna króna húsnæðislán samsvarar það 79.500 króna launahækkun á mánuði ef okkur tekst að minnka vaxtamun við nágrannalönd okkar um 3%. Í þessu felst raunveruleg kjarabót. Greiðslubyrðin verður léttari og lífsgæðin meiri þar sem þessir fjármunir nýtast í annað. Atvinnutækifæri framtíðarinnar liggja í þekkingariðnaði. Sprotar sem þar eru að hasla sér völl þurfa stöðugt rekstrarumhverfi, samkeppnishæf lánskjör og ekki hvað síst stöðugt gengi. Slíkt umhverfi var fyrir hendi þegar Össur og Marel uxu úr grasi á tíunda áratug síðustu aldar. Óstöðugleiki undanfarinna tveggja áratuga hefur staðið kröftugri uppbyggingu þekkingariðnaðar fyrir þrifum. Á undanförnum fimm árum hafa útflutningstekjur þessa geira aðeins aukist um 5 milljarða á sama tíma og ferðaþjónustan hefur blómstrað. Þar eru hins vegar fyrst og fremst að verða til þjónustustörf sem ekki krefjast mikillar menntunar. Ef við ætlum að skapa hér störf fyrir vel menntað fólk í þekkingariðnaði verðum við að laga rekstrarumhverfið. Þess vegna leggur Viðreisn til róttæka endurskoðun á gengismálum þar sem tekin er upp fastgengisstefna með myntráði. Það er raunveruleg breyting, sem skilar okkur öllum miklum ávinningi, í stað þess sjónarspils að færa fé úr öðrum vasa okkar í hinn og telja okkur trú um að það létti okkur lífið. Gerum Ísland að fyrsta vali fólks til búsetu og uppbyggingar nýrra tækifæra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Á rúmum sex árum hafa sex þúsund fleiri íslenskir ríkisborgarar flust frá landinu en til þess. Það er mikill missir fyrir okkar fámenna samfélag. Um 65% brottfluttra eru á aldrinum 20-40 ára. Ungt og vel menntað fólk sem kýs að leita tækifæra utan landsteinanna. Það er ekkert að því að fólk sæki sér reynslu og menntun erlendis, en ef við ætlum að vera samkeppnishæf við aðrar þjóðir til langframa, verðum við að tryggja að ungt, vel menntað fólk kjósi að snúa heim á ný. Að geta boðið upp á samkeppnishæf lífskjör og atvinnutækifæri við hæfi er stærsta áskorun íslenskra stjórnmála í dag. Í kosningabaráttunni hefur okkur hjá Viðreisn verið umhugað um vaxtamál. Hvers vegna? Vegna þess að vextir ráða svo miklu um lífskjör okkar. Vegna þess að það er blóðugt að þurfa að eyða háum fjárhæðum í vexti, ef við gætum varið peningunum í eitthvað sem skapar okkur betra líf. Vextir hafa um áratuga skeið verið mun hærri hér en í nágrannalöndum okkar, gengið verið mun óstöðugra og verðbólga mun meiri. Þrátt fyrir að ítrekað hafi verið bent á þetta, hafa stjórnmálamenn haft lítið til málanna að leggja annað en að auka niðurgreiðslur vaxtakostnaðar og gefa fólki kost á að nýta eigin lífeyrissparnað til húsnæðiskaupa eða niðurgreiðslu á fasteignalána. Á mannamáli erum við sjálf látin niðurgreiða vaxtakostnað okkar í gegnum skattkerfið og með sparifé okkar. Það eru ekki slíkir plástrar sem við þurfum á að halda. Við þurfum raunverulegar lausnir til að lækka hér vexti og ná gengisstöðugleika. Það er nefnilega ekkert náttúrulögmál að vextir þurfi að vera miklu hærri hér en í nágrannalöndunum. Fyrir fjölskyldu með 20 milljóna króna húsnæðislán samsvarar það 79.500 króna launahækkun á mánuði ef okkur tekst að minnka vaxtamun við nágrannalönd okkar um 3%. Í þessu felst raunveruleg kjarabót. Greiðslubyrðin verður léttari og lífsgæðin meiri þar sem þessir fjármunir nýtast í annað. Atvinnutækifæri framtíðarinnar liggja í þekkingariðnaði. Sprotar sem þar eru að hasla sér völl þurfa stöðugt rekstrarumhverfi, samkeppnishæf lánskjör og ekki hvað síst stöðugt gengi. Slíkt umhverfi var fyrir hendi þegar Össur og Marel uxu úr grasi á tíunda áratug síðustu aldar. Óstöðugleiki undanfarinna tveggja áratuga hefur staðið kröftugri uppbyggingu þekkingariðnaðar fyrir þrifum. Á undanförnum fimm árum hafa útflutningstekjur þessa geira aðeins aukist um 5 milljarða á sama tíma og ferðaþjónustan hefur blómstrað. Þar eru hins vegar fyrst og fremst að verða til þjónustustörf sem ekki krefjast mikillar menntunar. Ef við ætlum að skapa hér störf fyrir vel menntað fólk í þekkingariðnaði verðum við að laga rekstrarumhverfið. Þess vegna leggur Viðreisn til róttæka endurskoðun á gengismálum þar sem tekin er upp fastgengisstefna með myntráði. Það er raunveruleg breyting, sem skilar okkur öllum miklum ávinningi, í stað þess sjónarspils að færa fé úr öðrum vasa okkar í hinn og telja okkur trú um að það létti okkur lífið. Gerum Ísland að fyrsta vali fólks til búsetu og uppbyggingar nýrra tækifæra.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun