Berglind fékk nýliðasturtuna í miðju viðtali | Sjáðu markið og hrekkinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. október 2016 19:45 „Við vitum hvað við þurfum að laga til að taka næstu skref. Bæði við sem einstaklingar og liðið hvað við þurfum að gera til að vera klár í þetta Evrópumót.“ Þetta sagði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, í viðtali við Stöð 2 eftir 1-0 sigur stelpnanna okkar á Úsbekistan í lokaleik æfingamótsins í Kína. Fanndís Friðriksdóttir skoraði eina mark leiksins en þetta var eini sigur Íslands á mótinu. Það var áður búið að gera jafntefli við Kína og tapa fyrir Danmörku. „Við þurfum að hafa mikið fyrir hlutunum. Það er ljóst. En ef við gerum það og leggjum mikið inn á bankann getum við tekið ríkulega út. Það erum við meðvituð um,“ sagði Freyr og markaskorarinn Fanndís Friðriksdóttir var ánægð með dvölina í Kína. „Það er gaman að fá að prófa eitthvað nýtt. Mér fannst við gera þetta ágætlega og úrslitin fín. Það var margt sem við náðum að skoða eins og nýja leikkerfið. Það var eitthvað sem við þurftum á að halda,“ sagði Fanndís sem skoraði tvö mörk á mótinu. Berglind Hrund Jónasdóttir, markvörður Íslandsmeistara Stjörnunnar, spilaði sinn fyrsta landsleik í dag en hún hafði ansi lítið að gera í markinu. „Þetta er svipað og er búið að vera hjá mér í Stjörnunni í sumar. Ég var mjög vel undirbúin fyrir svona leik,“ sagði Berglind en hún var varla búin að sleppa orðinu þegar Glódís Perla Viggósdóttir og Sandra María Jessen busuðu nýliðann með vatnsgusu í miðju viðtali. „Viltu passa símann minn!“ hrópaði Berglind Hrund sem hafði nú bara gaman að þessu. Í spilaranum hér að ofan má sjá markið hjá Fanndísi, viðtölin og hrekkinn eftir leikinn í dag. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Spilar fyrsta A-landsleikinn sinn á móti Úsbekistan í Kína Stjörnukonan Berglind Hrund Jónasdóttir spilar sinn fyrsta landsleik nú í morgunsárið þegar íslenska kvennalandsliðið spilar lokaleik sinn á Sincere Cup æfingamótinu í Kína. 24. október 2016 07:30 Fanndís afgreiddi Úsbekana út í Kína Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann lokaleik sinn á Sincere Cup æfingamótinu í Kína og endar annaðhvort í öðru eða þriðja sæti á mótinu. 24. október 2016 10:04 Freyr: Frábærir kaflar inn á milli hjá okkur á þessu móti Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var í viðtali á Youtube-síðu Knattspyrnusambands Íslands eftir 1-0 sigur íslenska liðsins á Úsbekistan í lokaleik sínum á Sincere Cup æfingamótinu í Kína í dag. 24. október 2016 11:23 Skoraði næstum því jafnmörg mörk með landsliðinu og með Blikum í ár Fanndís Friðriksdóttir var á skotskónum með íslenska kvennalandsliðinu á árinu 2016 en sigurmark Fanndísar á móti Úsbekistan í dag var hennar fimmta landsliðsmark á árinu 2016. 24. október 2016 16:30 Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn Fleiri fréttir Er ekki loksins kominn tími á það að því að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Sjá meira
„Við vitum hvað við þurfum að laga til að taka næstu skref. Bæði við sem einstaklingar og liðið hvað við þurfum að gera til að vera klár í þetta Evrópumót.“ Þetta sagði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, í viðtali við Stöð 2 eftir 1-0 sigur stelpnanna okkar á Úsbekistan í lokaleik æfingamótsins í Kína. Fanndís Friðriksdóttir skoraði eina mark leiksins en þetta var eini sigur Íslands á mótinu. Það var áður búið að gera jafntefli við Kína og tapa fyrir Danmörku. „Við þurfum að hafa mikið fyrir hlutunum. Það er ljóst. En ef við gerum það og leggjum mikið inn á bankann getum við tekið ríkulega út. Það erum við meðvituð um,“ sagði Freyr og markaskorarinn Fanndís Friðriksdóttir var ánægð með dvölina í Kína. „Það er gaman að fá að prófa eitthvað nýtt. Mér fannst við gera þetta ágætlega og úrslitin fín. Það var margt sem við náðum að skoða eins og nýja leikkerfið. Það var eitthvað sem við þurftum á að halda,“ sagði Fanndís sem skoraði tvö mörk á mótinu. Berglind Hrund Jónasdóttir, markvörður Íslandsmeistara Stjörnunnar, spilaði sinn fyrsta landsleik í dag en hún hafði ansi lítið að gera í markinu. „Þetta er svipað og er búið að vera hjá mér í Stjörnunni í sumar. Ég var mjög vel undirbúin fyrir svona leik,“ sagði Berglind en hún var varla búin að sleppa orðinu þegar Glódís Perla Viggósdóttir og Sandra María Jessen busuðu nýliðann með vatnsgusu í miðju viðtali. „Viltu passa símann minn!“ hrópaði Berglind Hrund sem hafði nú bara gaman að þessu. Í spilaranum hér að ofan má sjá markið hjá Fanndísi, viðtölin og hrekkinn eftir leikinn í dag.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Spilar fyrsta A-landsleikinn sinn á móti Úsbekistan í Kína Stjörnukonan Berglind Hrund Jónasdóttir spilar sinn fyrsta landsleik nú í morgunsárið þegar íslenska kvennalandsliðið spilar lokaleik sinn á Sincere Cup æfingamótinu í Kína. 24. október 2016 07:30 Fanndís afgreiddi Úsbekana út í Kína Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann lokaleik sinn á Sincere Cup æfingamótinu í Kína og endar annaðhvort í öðru eða þriðja sæti á mótinu. 24. október 2016 10:04 Freyr: Frábærir kaflar inn á milli hjá okkur á þessu móti Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var í viðtali á Youtube-síðu Knattspyrnusambands Íslands eftir 1-0 sigur íslenska liðsins á Úsbekistan í lokaleik sínum á Sincere Cup æfingamótinu í Kína í dag. 24. október 2016 11:23 Skoraði næstum því jafnmörg mörk með landsliðinu og með Blikum í ár Fanndís Friðriksdóttir var á skotskónum með íslenska kvennalandsliðinu á árinu 2016 en sigurmark Fanndísar á móti Úsbekistan í dag var hennar fimmta landsliðsmark á árinu 2016. 24. október 2016 16:30 Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn Fleiri fréttir Er ekki loksins kominn tími á það að því að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Sjá meira
Spilar fyrsta A-landsleikinn sinn á móti Úsbekistan í Kína Stjörnukonan Berglind Hrund Jónasdóttir spilar sinn fyrsta landsleik nú í morgunsárið þegar íslenska kvennalandsliðið spilar lokaleik sinn á Sincere Cup æfingamótinu í Kína. 24. október 2016 07:30
Fanndís afgreiddi Úsbekana út í Kína Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann lokaleik sinn á Sincere Cup æfingamótinu í Kína og endar annaðhvort í öðru eða þriðja sæti á mótinu. 24. október 2016 10:04
Freyr: Frábærir kaflar inn á milli hjá okkur á þessu móti Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var í viðtali á Youtube-síðu Knattspyrnusambands Íslands eftir 1-0 sigur íslenska liðsins á Úsbekistan í lokaleik sínum á Sincere Cup æfingamótinu í Kína í dag. 24. október 2016 11:23
Skoraði næstum því jafnmörg mörk með landsliðinu og með Blikum í ár Fanndís Friðriksdóttir var á skotskónum með íslenska kvennalandsliðinu á árinu 2016 en sigurmark Fanndísar á móti Úsbekistan í dag var hennar fimmta landsliðsmark á árinu 2016. 24. október 2016 16:30