Berglind fékk nýliðasturtuna í miðju viðtali | Sjáðu markið og hrekkinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. október 2016 19:45 „Við vitum hvað við þurfum að laga til að taka næstu skref. Bæði við sem einstaklingar og liðið hvað við þurfum að gera til að vera klár í þetta Evrópumót.“ Þetta sagði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, í viðtali við Stöð 2 eftir 1-0 sigur stelpnanna okkar á Úsbekistan í lokaleik æfingamótsins í Kína. Fanndís Friðriksdóttir skoraði eina mark leiksins en þetta var eini sigur Íslands á mótinu. Það var áður búið að gera jafntefli við Kína og tapa fyrir Danmörku. „Við þurfum að hafa mikið fyrir hlutunum. Það er ljóst. En ef við gerum það og leggjum mikið inn á bankann getum við tekið ríkulega út. Það erum við meðvituð um,“ sagði Freyr og markaskorarinn Fanndís Friðriksdóttir var ánægð með dvölina í Kína. „Það er gaman að fá að prófa eitthvað nýtt. Mér fannst við gera þetta ágætlega og úrslitin fín. Það var margt sem við náðum að skoða eins og nýja leikkerfið. Það var eitthvað sem við þurftum á að halda,“ sagði Fanndís sem skoraði tvö mörk á mótinu. Berglind Hrund Jónasdóttir, markvörður Íslandsmeistara Stjörnunnar, spilaði sinn fyrsta landsleik í dag en hún hafði ansi lítið að gera í markinu. „Þetta er svipað og er búið að vera hjá mér í Stjörnunni í sumar. Ég var mjög vel undirbúin fyrir svona leik,“ sagði Berglind en hún var varla búin að sleppa orðinu þegar Glódís Perla Viggósdóttir og Sandra María Jessen busuðu nýliðann með vatnsgusu í miðju viðtali. „Viltu passa símann minn!“ hrópaði Berglind Hrund sem hafði nú bara gaman að þessu. Í spilaranum hér að ofan má sjá markið hjá Fanndísi, viðtölin og hrekkinn eftir leikinn í dag. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Spilar fyrsta A-landsleikinn sinn á móti Úsbekistan í Kína Stjörnukonan Berglind Hrund Jónasdóttir spilar sinn fyrsta landsleik nú í morgunsárið þegar íslenska kvennalandsliðið spilar lokaleik sinn á Sincere Cup æfingamótinu í Kína. 24. október 2016 07:30 Fanndís afgreiddi Úsbekana út í Kína Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann lokaleik sinn á Sincere Cup æfingamótinu í Kína og endar annaðhvort í öðru eða þriðja sæti á mótinu. 24. október 2016 10:04 Freyr: Frábærir kaflar inn á milli hjá okkur á þessu móti Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var í viðtali á Youtube-síðu Knattspyrnusambands Íslands eftir 1-0 sigur íslenska liðsins á Úsbekistan í lokaleik sínum á Sincere Cup æfingamótinu í Kína í dag. 24. október 2016 11:23 Skoraði næstum því jafnmörg mörk með landsliðinu og með Blikum í ár Fanndís Friðriksdóttir var á skotskónum með íslenska kvennalandsliðinu á árinu 2016 en sigurmark Fanndísar á móti Úsbekistan í dag var hennar fimmta landsliðsmark á árinu 2016. 24. október 2016 16:30 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Í beinni: FHL - Valur | Fyrsti leikur í Fjarðabyggðarhöllinni Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Sjá meira
„Við vitum hvað við þurfum að laga til að taka næstu skref. Bæði við sem einstaklingar og liðið hvað við þurfum að gera til að vera klár í þetta Evrópumót.“ Þetta sagði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, í viðtali við Stöð 2 eftir 1-0 sigur stelpnanna okkar á Úsbekistan í lokaleik æfingamótsins í Kína. Fanndís Friðriksdóttir skoraði eina mark leiksins en þetta var eini sigur Íslands á mótinu. Það var áður búið að gera jafntefli við Kína og tapa fyrir Danmörku. „Við þurfum að hafa mikið fyrir hlutunum. Það er ljóst. En ef við gerum það og leggjum mikið inn á bankann getum við tekið ríkulega út. Það erum við meðvituð um,“ sagði Freyr og markaskorarinn Fanndís Friðriksdóttir var ánægð með dvölina í Kína. „Það er gaman að fá að prófa eitthvað nýtt. Mér fannst við gera þetta ágætlega og úrslitin fín. Það var margt sem við náðum að skoða eins og nýja leikkerfið. Það var eitthvað sem við þurftum á að halda,“ sagði Fanndís sem skoraði tvö mörk á mótinu. Berglind Hrund Jónasdóttir, markvörður Íslandsmeistara Stjörnunnar, spilaði sinn fyrsta landsleik í dag en hún hafði ansi lítið að gera í markinu. „Þetta er svipað og er búið að vera hjá mér í Stjörnunni í sumar. Ég var mjög vel undirbúin fyrir svona leik,“ sagði Berglind en hún var varla búin að sleppa orðinu þegar Glódís Perla Viggósdóttir og Sandra María Jessen busuðu nýliðann með vatnsgusu í miðju viðtali. „Viltu passa símann minn!“ hrópaði Berglind Hrund sem hafði nú bara gaman að þessu. Í spilaranum hér að ofan má sjá markið hjá Fanndísi, viðtölin og hrekkinn eftir leikinn í dag.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Spilar fyrsta A-landsleikinn sinn á móti Úsbekistan í Kína Stjörnukonan Berglind Hrund Jónasdóttir spilar sinn fyrsta landsleik nú í morgunsárið þegar íslenska kvennalandsliðið spilar lokaleik sinn á Sincere Cup æfingamótinu í Kína. 24. október 2016 07:30 Fanndís afgreiddi Úsbekana út í Kína Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann lokaleik sinn á Sincere Cup æfingamótinu í Kína og endar annaðhvort í öðru eða þriðja sæti á mótinu. 24. október 2016 10:04 Freyr: Frábærir kaflar inn á milli hjá okkur á þessu móti Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var í viðtali á Youtube-síðu Knattspyrnusambands Íslands eftir 1-0 sigur íslenska liðsins á Úsbekistan í lokaleik sínum á Sincere Cup æfingamótinu í Kína í dag. 24. október 2016 11:23 Skoraði næstum því jafnmörg mörk með landsliðinu og með Blikum í ár Fanndís Friðriksdóttir var á skotskónum með íslenska kvennalandsliðinu á árinu 2016 en sigurmark Fanndísar á móti Úsbekistan í dag var hennar fimmta landsliðsmark á árinu 2016. 24. október 2016 16:30 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Í beinni: FHL - Valur | Fyrsti leikur í Fjarðabyggðarhöllinni Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Sjá meira
Spilar fyrsta A-landsleikinn sinn á móti Úsbekistan í Kína Stjörnukonan Berglind Hrund Jónasdóttir spilar sinn fyrsta landsleik nú í morgunsárið þegar íslenska kvennalandsliðið spilar lokaleik sinn á Sincere Cup æfingamótinu í Kína. 24. október 2016 07:30
Fanndís afgreiddi Úsbekana út í Kína Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann lokaleik sinn á Sincere Cup æfingamótinu í Kína og endar annaðhvort í öðru eða þriðja sæti á mótinu. 24. október 2016 10:04
Freyr: Frábærir kaflar inn á milli hjá okkur á þessu móti Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var í viðtali á Youtube-síðu Knattspyrnusambands Íslands eftir 1-0 sigur íslenska liðsins á Úsbekistan í lokaleik sínum á Sincere Cup æfingamótinu í Kína í dag. 24. október 2016 11:23
Skoraði næstum því jafnmörg mörk með landsliðinu og með Blikum í ár Fanndís Friðriksdóttir var á skotskónum með íslenska kvennalandsliðinu á árinu 2016 en sigurmark Fanndísar á móti Úsbekistan í dag var hennar fimmta landsliðsmark á árinu 2016. 24. október 2016 16:30