Hvers vegna að kjósa Bjarta framtíð? Agnar H. Johnson skrifar 24. október 2016 22:16 Björt framtíð er frjálslyndur flokkur sem lætur sig umhverfismál varða, er málsvari umbóta og gagnsæis, fjölbreytni og aukinna tækifæra.Björt framtíð vill kerfisbreytingar, enda eini stjórnmálaflokkurinn sem greiddi atkvæði gegn búvörulögunum haustið 2016, svo dæmi sé tekið. Engu að síður telur Björt framtíð að íslenskur landbúnaður og framþróun hans eigi að njóta stuðnings ríkisins. Björt framtíð vill efla heilbrigðiskerfið og skapa góð starfsskilyrði svo gæði þjónustu sé ávallt eins og best verði á kosið og með sem skilvirkustum hætti. Forvarnir og heilsuefling eru einnig mikilvægir þættir sem huga ber að þegar kemur að almennri lýðheilsu. Björt framtíð vill efla menntakerfið í takt við nýja tíma svo fólk geti vaxið og tekið þátt í nýsköpun á öllum sviðum samfélagsins. Efla þarf rannsóknir og byggja upp skapandi greinar. Menntað ungt fólk er jú hin raunverulega stóriðja framtíðarinnar! Leyfum fólki að flytja til okkar, njóta sín og gerast nýir Íslendingar. Fáum einnig unga fólkið heim aftur. Treystum fólki til að skapa sín eigin tækifæri í opnu og alþjóðlegu samfélagi. Eflum menningarlífið og gerum Ísland að skemmtilegri stað til að búa á, uppfullum af tækifærum. Björt framtíð vill taka vel á móti fólki sem leitar verndar utan síns heimalands vegna stríðsátaka. Horfa ber til þess mannauðs sem í flóttamönnum býr og þess virðis sem þeir geta fært íslensku samfélagi. Móttaka flóttafólks verður að byggja á mannúðarsjónarmiðum, fagmennsku og skilvirkni.Náttúra Íslands er viðkvæm auðlind sem ferðamenn vilja njóta. Lofum ferðaþjónustunni að vaxa og dafna undir skilyrðum náttúruverndar. Eflum innviði henni tengdri, t.d. vegakerfið, aðgengi, öryggismál og eftirlit. Fjármögnun ríkis og sveitarfélaga vegna ferðamála þarf að byggja í auknum mæli á tekjuöflun af ferðamönnum með sem skilvirkustum hætti án viðbótar yfirbyggingar.Orkan, náttúran og fiskurinn í sjónum eru Íslendingum gjöful. Okkur ber að nýta auðlindir landsins með sjálfbærum hætti fyrir komandi kynslóðir. Við eigum að leita allra leiða til að auka virðisaukann sem við fáum af nýtingu auðlindanna með hliðsjón af umhverfisvernd. Björt framtíð vill hækka auðlindagjöld til samræmis við verðmæti og afrakstur hverju sinni. Til að sanngjarnt afgjald renni til sameiginlegra sjóða þjóðarinnar þarf að taka uppboð aflaheimilda upp í skrefum samhliða núverandi veiðigjaldakerfi. Stuðla ber að eðlilegri samkeppni um aflaheimildir eins og kostur er með hliðsjón af rekstraröryggi útgerðar og fiskvinnslu. Björt framtíð telur að langtímahagsmunir þjóðarinnar verði betur tryggðir innan Evrópusambandsins en utan. Hins vegar er það þjóðarinnar að skera endanlega úr um það. Forsenda þess að vextir lækki hér og spari þjóðinni árlega gríðarlegar fjárhæðir er upptaka öflugs gjaldmiðils sem gjaldgengur er í okkar helstu viðskiptalöndum. Þannig getum við stuðlað að efnahagslegum stöðugleika.Sjá má heildarstefnu og sýn Bjartrar framtíðar á vefsíðunni:bjortframtid.is/politik/framtidarsyninLeggjum áherslu á gagnsæi, langtímahagsmuni og framtíðarsýn. Meiri Bjarta framtíð - minna fúsk!Agnar H. Johnson er framkvæmdastjóri og á sæti á lista Bjartrar framtíðar í SV-kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Skoðun Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Björt framtíð er frjálslyndur flokkur sem lætur sig umhverfismál varða, er málsvari umbóta og gagnsæis, fjölbreytni og aukinna tækifæra.Björt framtíð vill kerfisbreytingar, enda eini stjórnmálaflokkurinn sem greiddi atkvæði gegn búvörulögunum haustið 2016, svo dæmi sé tekið. Engu að síður telur Björt framtíð að íslenskur landbúnaður og framþróun hans eigi að njóta stuðnings ríkisins. Björt framtíð vill efla heilbrigðiskerfið og skapa góð starfsskilyrði svo gæði þjónustu sé ávallt eins og best verði á kosið og með sem skilvirkustum hætti. Forvarnir og heilsuefling eru einnig mikilvægir þættir sem huga ber að þegar kemur að almennri lýðheilsu. Björt framtíð vill efla menntakerfið í takt við nýja tíma svo fólk geti vaxið og tekið þátt í nýsköpun á öllum sviðum samfélagsins. Efla þarf rannsóknir og byggja upp skapandi greinar. Menntað ungt fólk er jú hin raunverulega stóriðja framtíðarinnar! Leyfum fólki að flytja til okkar, njóta sín og gerast nýir Íslendingar. Fáum einnig unga fólkið heim aftur. Treystum fólki til að skapa sín eigin tækifæri í opnu og alþjóðlegu samfélagi. Eflum menningarlífið og gerum Ísland að skemmtilegri stað til að búa á, uppfullum af tækifærum. Björt framtíð vill taka vel á móti fólki sem leitar verndar utan síns heimalands vegna stríðsátaka. Horfa ber til þess mannauðs sem í flóttamönnum býr og þess virðis sem þeir geta fært íslensku samfélagi. Móttaka flóttafólks verður að byggja á mannúðarsjónarmiðum, fagmennsku og skilvirkni.Náttúra Íslands er viðkvæm auðlind sem ferðamenn vilja njóta. Lofum ferðaþjónustunni að vaxa og dafna undir skilyrðum náttúruverndar. Eflum innviði henni tengdri, t.d. vegakerfið, aðgengi, öryggismál og eftirlit. Fjármögnun ríkis og sveitarfélaga vegna ferðamála þarf að byggja í auknum mæli á tekjuöflun af ferðamönnum með sem skilvirkustum hætti án viðbótar yfirbyggingar.Orkan, náttúran og fiskurinn í sjónum eru Íslendingum gjöful. Okkur ber að nýta auðlindir landsins með sjálfbærum hætti fyrir komandi kynslóðir. Við eigum að leita allra leiða til að auka virðisaukann sem við fáum af nýtingu auðlindanna með hliðsjón af umhverfisvernd. Björt framtíð vill hækka auðlindagjöld til samræmis við verðmæti og afrakstur hverju sinni. Til að sanngjarnt afgjald renni til sameiginlegra sjóða þjóðarinnar þarf að taka uppboð aflaheimilda upp í skrefum samhliða núverandi veiðigjaldakerfi. Stuðla ber að eðlilegri samkeppni um aflaheimildir eins og kostur er með hliðsjón af rekstraröryggi útgerðar og fiskvinnslu. Björt framtíð telur að langtímahagsmunir þjóðarinnar verði betur tryggðir innan Evrópusambandsins en utan. Hins vegar er það þjóðarinnar að skera endanlega úr um það. Forsenda þess að vextir lækki hér og spari þjóðinni árlega gríðarlegar fjárhæðir er upptaka öflugs gjaldmiðils sem gjaldgengur er í okkar helstu viðskiptalöndum. Þannig getum við stuðlað að efnahagslegum stöðugleika.Sjá má heildarstefnu og sýn Bjartrar framtíðar á vefsíðunni:bjortframtid.is/politik/framtidarsyninLeggjum áherslu á gagnsæi, langtímahagsmuni og framtíðarsýn. Meiri Bjarta framtíð - minna fúsk!Agnar H. Johnson er framkvæmdastjóri og á sæti á lista Bjartrar framtíðar í SV-kjördæmi.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun