Tími þöggunar er liðinn Steinunn Ýr Einarsdóttir skrifar 25. október 2016 09:00 Kynferðisofbeldi er raunveruleg ógn við jafnrétti kynjanna. Vandinn er víðtækur og snertir allt samfélagið. Til þess að ná raunverulegum árangri þarf samhellt forvarnar- og fræðsluátak ásamt því að auka þjónustu við brotaþola og gera nauðsynlegar kerfisbreytingar. Vitundarvakning hefur orðið um kynferðisofbeldi með Beauty tips byltingunni, frelsun geirvörtunnar og Druslugöngunni en slíkt ofbeldi er allt of algengt í okkar samfélagi. Vandinn mun ekki hverfa með því að líta undan og tími þöggunar er liðinn.Fækkum þolendum til að fækka gerendum Koma þarf á langtíma forvörnum og fræðsluátaki gegn kynferðisofbeldi sem miða að því að fækka gerendum til þess að fækka þolendum. Afleiðingar kynferðisofbeldis hefur áhrif á allt samfélagið. Samkvæmt tölum hefur fjórðungur kvenna á Íslandi verið beittur kynferðisofbeldi af hálfu karlmanns.Sama þjónustan fyrir alla Allir brotaþolar eiga að geta sótt gjaldfrjálsa sálfræðiþjónustu, óháð aðstæðum, búsetu eða efnahag, ásamt því að styrkja félagasamtök sem beita sér gegn kynferðisofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum. Samræma þarf verklag milli lögregluumdæma til þess að tryggja að allir þolendur mæti sama verklagi hvar sem þeir tilkynna um brot og sérmenntun lögreglumanna og efling kynferðisbrotadeildar á landsvísu er nauðsynleg. Það á ekki að skipta máli hver er á vakt, allir lögregluþjónar eiga að vera vel að sér í meðferð kynferðisbrota og verklagið vera skýrt svo jafnvel óreyndur lögregluþjónn geti gengið inn í fyrirframgefið verklag.Víðtækar aðgerðir Til þess að geta farið í víðtækar aðgerðir gegn kynferðisofbeldi þarf fyrst og fremst að greina vandann ítarlega og efla rannsóknir. Styrkja þarf Jafnréttisstofu til að hún geti sinnt sínu lögbundna hlutverki sem er að hafa eftirlit með að jafnréttislögum og sinna rannsóknar og fræðslustarfi. Aðgerðaráætlun gegn kynferðisofbeldi á að gera á fjögurra ári fresti en því hefur ekki verið sinnt hjá núverandi stjórnvöldum. Slík aðgerðaráætlun ætti að byggja á ígrunduðum rannsóknum og hafa skýr markmið svo hægt sé að mæla árangur.Uppræta ofbeldi Að uppræta ofbeldi í samfélaginu er baráttumál sem þjóðin ætti að sameinast um og mun gagnast öllum, þolendum, aðstandendum, kerfinu og óháðum ef þeir eru einhverjir. Samfylkingin vill að það verði forgangsverkefni næstu ríkisstjórnar að gera allsherjar aðgerðaráætlun til að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum. Sú aðgerðaráætlun sem við höfum lagt til leggur áherslu á forvarnir og fræðslu, að bæta þjónustu fyrir brotaþola um allt land, að gerðar verði kerfisbreytingar fyrir þolendur og betri greiningar á umfangi vandans.Höfundur er Steinunn Ýr Einarsdóttir frambjóðandi Samfylkingarinnar í fjórða sæti Reykjavíkurkjördæmis norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Kynferðisofbeldi er raunveruleg ógn við jafnrétti kynjanna. Vandinn er víðtækur og snertir allt samfélagið. Til þess að ná raunverulegum árangri þarf samhellt forvarnar- og fræðsluátak ásamt því að auka þjónustu við brotaþola og gera nauðsynlegar kerfisbreytingar. Vitundarvakning hefur orðið um kynferðisofbeldi með Beauty tips byltingunni, frelsun geirvörtunnar og Druslugöngunni en slíkt ofbeldi er allt of algengt í okkar samfélagi. Vandinn mun ekki hverfa með því að líta undan og tími þöggunar er liðinn.Fækkum þolendum til að fækka gerendum Koma þarf á langtíma forvörnum og fræðsluátaki gegn kynferðisofbeldi sem miða að því að fækka gerendum til þess að fækka þolendum. Afleiðingar kynferðisofbeldis hefur áhrif á allt samfélagið. Samkvæmt tölum hefur fjórðungur kvenna á Íslandi verið beittur kynferðisofbeldi af hálfu karlmanns.Sama þjónustan fyrir alla Allir brotaþolar eiga að geta sótt gjaldfrjálsa sálfræðiþjónustu, óháð aðstæðum, búsetu eða efnahag, ásamt því að styrkja félagasamtök sem beita sér gegn kynferðisofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum. Samræma þarf verklag milli lögregluumdæma til þess að tryggja að allir þolendur mæti sama verklagi hvar sem þeir tilkynna um brot og sérmenntun lögreglumanna og efling kynferðisbrotadeildar á landsvísu er nauðsynleg. Það á ekki að skipta máli hver er á vakt, allir lögregluþjónar eiga að vera vel að sér í meðferð kynferðisbrota og verklagið vera skýrt svo jafnvel óreyndur lögregluþjónn geti gengið inn í fyrirframgefið verklag.Víðtækar aðgerðir Til þess að geta farið í víðtækar aðgerðir gegn kynferðisofbeldi þarf fyrst og fremst að greina vandann ítarlega og efla rannsóknir. Styrkja þarf Jafnréttisstofu til að hún geti sinnt sínu lögbundna hlutverki sem er að hafa eftirlit með að jafnréttislögum og sinna rannsóknar og fræðslustarfi. Aðgerðaráætlun gegn kynferðisofbeldi á að gera á fjögurra ári fresti en því hefur ekki verið sinnt hjá núverandi stjórnvöldum. Slík aðgerðaráætlun ætti að byggja á ígrunduðum rannsóknum og hafa skýr markmið svo hægt sé að mæla árangur.Uppræta ofbeldi Að uppræta ofbeldi í samfélaginu er baráttumál sem þjóðin ætti að sameinast um og mun gagnast öllum, þolendum, aðstandendum, kerfinu og óháðum ef þeir eru einhverjir. Samfylkingin vill að það verði forgangsverkefni næstu ríkisstjórnar að gera allsherjar aðgerðaráætlun til að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum. Sú aðgerðaráætlun sem við höfum lagt til leggur áherslu á forvarnir og fræðslu, að bæta þjónustu fyrir brotaþola um allt land, að gerðar verði kerfisbreytingar fyrir þolendur og betri greiningar á umfangi vandans.Höfundur er Steinunn Ýr Einarsdóttir frambjóðandi Samfylkingarinnar í fjórða sæti Reykjavíkurkjördæmis norður.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun