Sjálfstæðisflokknum rústað Grétar H. Óskarsson skrifar 25. október 2016 00:00 Það er ekki öllum gefið að stjórna og leiða stjórnmálaflokk til góðra verka og uppskera aukið fylgi og frekari frama í þjóðlífinu. Leiðtogar Sjálfstæðisflokksins hafa illu heilli eina ferðina enn brugðist vonum vorum, hverjar svo sem væntingar okkar óbreyttra flokksfélaga voru eftir hrunið. Formaður Sjálfstæðisflokksins gekk jafnvel svo langt á fundi flokksmanna í Valhöll að kannast ekki við neitt hrun, þetta hafi bara verið efnahagslægð. Það fór óhugur um fleiri en mig sem sátu undir þessum ummælum. Flestir í salnum hafa án efa tapað stórum fjárhæðum í hruninu og það var forkastanlegt af formanni flokksins að tala niður til okkar og staðhæfa að ekkert hrun hafi orðið. Ein fáránlegasta framganga fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins var að standa fyrir hækkun virðisaukaskatts á mat og bækur. Þar með fékk stjórnarandstaðan ókeypis beitt vopn í hendur til árása á ríkisstjórnina og fjármálaráðherra sérstaklega. Afleiðingarnar létu heldur ekki á sér standa, fylgi Sjálfstæðisflokksins í skoðanakönnunum hríðféll. En hver var tilgangurinn með þessum skattlagningum á mat og bækur? Að auka tekjur í ríkissjóð? Að stýra neyslu almennings til hins betra? Tekjuaukning ríkissjóðs hefur vart verið mælanleg og varla getur það hafa verið ætlun fjármálaráðherra að þvinga þjóðina til þess að borða og lesa minna. Hver var þá tilgangurinn með þessum skattahækkunum? Einnig má spyrja hver var tilgangurinn með að fella niður sykurskattinn? Var það af heilsufarslegum ástæðum til þess að stuðla að offitu og skemmdum tönnum eða af einhverjum duldum orsökum sem almenningur getur hvort sem er ekki skilið? Eftir hrunið var nauðsynlegt að skera niður útgjöld á mörgum sviðum. Nú þegar ræst hefur úr aftur hlýtur það að vera sett í forgang að bæta í þar sem þörfin er brýnust. Áttatíu þúsund manns skrifuðu undir áskorun til ríkisstjórnarinnar um að auka fjárveitingar til heilbrigðiskerfisins, en samkvæmt orðum fjármálaráðherra þá vitum við landsmenn ekki hvað er okkur fyrir bestu. Forgangurinn skal vera þriggja milljarða tekjuafgangur og sjúklingar mega eiga sig og bíða á löngum biðlistum og viðeigandi lyf skulu þeir ekki fá. Og svo voru það kjaramál ellilífeyrisþega, öryrkja og annars „undirmálsfólks“ í þjóðfélaginu: „Fyrir u.þ.b. ári lét Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra íslenska ríkisins, þau boð út ganga að ellilífeyrisþegar skyldu ekki fá bætt eftirlaun sín afturvirkt til átta mánaða eins og aðrir láglaunahópar. En í framhaldinu fengu allir launþegar afturvirkar greiðslur og t.d. ráðherrar tíu mánuði afturvirka, sem gerði hvorki meira né minna en vel á aðra milljón króna. Var stefnuyfirlýsing ríksistjórnarinnar bull og kjaftæði?“ (Hjörleifur Hallgrímsson, MBL 2/4/16) Einnig má spyrja hvar er siðferðisvitund og sjálfsvirðing þeirra stjórnmálamanna sem valist hafa til þess að stjórna landi okkar. „Siðferðisbrestur stjórnmálamanna sem eiga aflandsfélög og eignir í erlendum gjaldeyri felst ekki í eignarhaldinu eða auðlegðinni. Siðferðisbresturinn felst í skilaboðum innanlands um hvað sé almenningi fyrir bestu. Enda er þetta fólk allt krónusinnar í orði en evrusinnar á borði. Það er ekki víst að það þjóni langtímahagsmunum íslensku þjóðarinnar að fara í myntsamstarf um evru. Þvert á móti bendir margt til þess í augnablikinu að ókostirnir sem fylgi slíku séu fleiri en kostirnir. Hins vegar gerum við þá einföldu kröfu til stjórnmálamanna sem tala fyrir ágæti krónunnar að þeir fylgi eigin trúarboðskap. Allt annað er hræsni.“ (Þorbjörn Þórðarson, Fréttablaðið 2/4/16) Hvenær fáum við sjálfstæðismenn flokksforystu sem getur lyft flokknum aftur upp á þann stall sem hann forðum hafði sem langstærsti flokkur landsins og flokkur allra stétta? Höfundur hefur verið flokksbundinn í Sjálfstæðisflokknum í hálfa öld. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Það er ekki öllum gefið að stjórna og leiða stjórnmálaflokk til góðra verka og uppskera aukið fylgi og frekari frama í þjóðlífinu. Leiðtogar Sjálfstæðisflokksins hafa illu heilli eina ferðina enn brugðist vonum vorum, hverjar svo sem væntingar okkar óbreyttra flokksfélaga voru eftir hrunið. Formaður Sjálfstæðisflokksins gekk jafnvel svo langt á fundi flokksmanna í Valhöll að kannast ekki við neitt hrun, þetta hafi bara verið efnahagslægð. Það fór óhugur um fleiri en mig sem sátu undir þessum ummælum. Flestir í salnum hafa án efa tapað stórum fjárhæðum í hruninu og það var forkastanlegt af formanni flokksins að tala niður til okkar og staðhæfa að ekkert hrun hafi orðið. Ein fáránlegasta framganga fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins var að standa fyrir hækkun virðisaukaskatts á mat og bækur. Þar með fékk stjórnarandstaðan ókeypis beitt vopn í hendur til árása á ríkisstjórnina og fjármálaráðherra sérstaklega. Afleiðingarnar létu heldur ekki á sér standa, fylgi Sjálfstæðisflokksins í skoðanakönnunum hríðféll. En hver var tilgangurinn með þessum skattlagningum á mat og bækur? Að auka tekjur í ríkissjóð? Að stýra neyslu almennings til hins betra? Tekjuaukning ríkissjóðs hefur vart verið mælanleg og varla getur það hafa verið ætlun fjármálaráðherra að þvinga þjóðina til þess að borða og lesa minna. Hver var þá tilgangurinn með þessum skattahækkunum? Einnig má spyrja hver var tilgangurinn með að fella niður sykurskattinn? Var það af heilsufarslegum ástæðum til þess að stuðla að offitu og skemmdum tönnum eða af einhverjum duldum orsökum sem almenningur getur hvort sem er ekki skilið? Eftir hrunið var nauðsynlegt að skera niður útgjöld á mörgum sviðum. Nú þegar ræst hefur úr aftur hlýtur það að vera sett í forgang að bæta í þar sem þörfin er brýnust. Áttatíu þúsund manns skrifuðu undir áskorun til ríkisstjórnarinnar um að auka fjárveitingar til heilbrigðiskerfisins, en samkvæmt orðum fjármálaráðherra þá vitum við landsmenn ekki hvað er okkur fyrir bestu. Forgangurinn skal vera þriggja milljarða tekjuafgangur og sjúklingar mega eiga sig og bíða á löngum biðlistum og viðeigandi lyf skulu þeir ekki fá. Og svo voru það kjaramál ellilífeyrisþega, öryrkja og annars „undirmálsfólks“ í þjóðfélaginu: „Fyrir u.þ.b. ári lét Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra íslenska ríkisins, þau boð út ganga að ellilífeyrisþegar skyldu ekki fá bætt eftirlaun sín afturvirkt til átta mánaða eins og aðrir láglaunahópar. En í framhaldinu fengu allir launþegar afturvirkar greiðslur og t.d. ráðherrar tíu mánuði afturvirka, sem gerði hvorki meira né minna en vel á aðra milljón króna. Var stefnuyfirlýsing ríksistjórnarinnar bull og kjaftæði?“ (Hjörleifur Hallgrímsson, MBL 2/4/16) Einnig má spyrja hvar er siðferðisvitund og sjálfsvirðing þeirra stjórnmálamanna sem valist hafa til þess að stjórna landi okkar. „Siðferðisbrestur stjórnmálamanna sem eiga aflandsfélög og eignir í erlendum gjaldeyri felst ekki í eignarhaldinu eða auðlegðinni. Siðferðisbresturinn felst í skilaboðum innanlands um hvað sé almenningi fyrir bestu. Enda er þetta fólk allt krónusinnar í orði en evrusinnar á borði. Það er ekki víst að það þjóni langtímahagsmunum íslensku þjóðarinnar að fara í myntsamstarf um evru. Þvert á móti bendir margt til þess í augnablikinu að ókostirnir sem fylgi slíku séu fleiri en kostirnir. Hins vegar gerum við þá einföldu kröfu til stjórnmálamanna sem tala fyrir ágæti krónunnar að þeir fylgi eigin trúarboðskap. Allt annað er hræsni.“ (Þorbjörn Þórðarson, Fréttablaðið 2/4/16) Hvenær fáum við sjálfstæðismenn flokksforystu sem getur lyft flokknum aftur upp á þann stall sem hann forðum hafði sem langstærsti flokkur landsins og flokkur allra stétta? Höfundur hefur verið flokksbundinn í Sjálfstæðisflokknum í hálfa öld.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun