Tvö af stærstu liðum heims vilja fá Dag Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. október 2016 18:30 Dagur Sigurðsson gæti tekið við Veszprém eða PSG. vísir/getty Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska landsliðsins í handbolta, er með tilboð í höndunum frá tveimur stærstu liðum heims; Veszprém í Ungverjalandi og Paris Saint-Germain í Frakklandi, samkvæmt heimildum íþróttadeildar.Eins og Vísir greindi frá í dag gæti Dagur Sigurðsson hætt með þýska landsliðið næsta sumar en þetta kom fram í þýskum fjölmiðlum í dag. Hann tók við þýska liðinu fyrir tveimur árum og gerði það í ár að Evrópumeisturum auk þess sem hann vann brons á Ólympíuleikunum í Ríó. Dagur sagði í einkaviðtali við íþróttadeild fyrir helgi að hann væri í viðræðum við þýska sambandið um samningsmál sín. Hann er samningsbundinn til 2020 en klásúla er í samningnum þess efnis að báðir aðilar gátu sest að samningaborðinu í haust. „Það er í ferli. Hvort ég sjái það fyrir mér að vera þarna næstu 2-3 árin er erfitt að segja. Þegar vel gengur er kroppað í mann úr ýmsum áttum. Það getur alveg farið í allar áttir,“ sagði Dagur við íþróttadeild.Aron Pálmarsson gæti aftur fengið íslenskan þjálfara.vísir/gettyXabi eða Noka þurfa að víkja Það eru engin smálið sem eru að kroppa í Dag og eru búin að gera honum samningstilboð, samkvæmt heimildum íþróttadeildar. Veszprém hefur í áratugi verið eitt af bestu liðum Evrópu. Það er búið að vinna ungversku úrvalsdeildina tíu ár í röð og 24 sinnum alls. Þá komst það í úrslitaleik Meistaradeildarinnar bæði í ár og í fyrra en tapaði í bæði skiptin. Aron Pálmarsson, landsliðsmaður Íslands, er á mála hjá Vezprém en hann var valinn besti leikmaður úrslitahelgarinnar í Meistaradeildinni í maí þrátt fyrir tap liðsins. Þjálfari Veszprém er Spánverjinn Xavi Sabate sem einnig þjálfar ungverska landsliðið. Paris Saint-Germain varð nýlega stórveldi í evrópskum handbolta þegar sömu fjárfestar og eiga fótboltalið borgarinnar byrjuðu að dæla peningum í það. Það hefur unnið frönsku 1. deildina þrisvar sinnum á síðustu fjórum leiktíðum en á enn eftir að spila til úrslita í Meistaradeildinni. Þjálfari PSG er hinn 66 ára gamli Noka Serdarusic sem áður þjálfaði Kiel með frábærum árangri í fimmtán ár. Hann tók við Parísarliðinu í fyrra en tókst ekki að vinna Meistaradeildina sem er skýrt markmið liðsins. Dagur mun alltaf klára heimsmeistaramótið með Þýskalandi í Frakklandi í janúar en eftir það gæti hann tekið við öðru hvoru þessara stórliða næsta sumar. Handbolti Tengdar fréttir Þýskir fjölmiðlar: Dagur gæti hætt næsta sumar Viðræður um áframhaldandi samstarf fram yfir Ólympíuleikana 2020 eru í gangi. En Dagur gæti gengið frá borði næsta sumar. 26. október 2016 09:30 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Fleiri fréttir EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Sjá meira
Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska landsliðsins í handbolta, er með tilboð í höndunum frá tveimur stærstu liðum heims; Veszprém í Ungverjalandi og Paris Saint-Germain í Frakklandi, samkvæmt heimildum íþróttadeildar.Eins og Vísir greindi frá í dag gæti Dagur Sigurðsson hætt með þýska landsliðið næsta sumar en þetta kom fram í þýskum fjölmiðlum í dag. Hann tók við þýska liðinu fyrir tveimur árum og gerði það í ár að Evrópumeisturum auk þess sem hann vann brons á Ólympíuleikunum í Ríó. Dagur sagði í einkaviðtali við íþróttadeild fyrir helgi að hann væri í viðræðum við þýska sambandið um samningsmál sín. Hann er samningsbundinn til 2020 en klásúla er í samningnum þess efnis að báðir aðilar gátu sest að samningaborðinu í haust. „Það er í ferli. Hvort ég sjái það fyrir mér að vera þarna næstu 2-3 árin er erfitt að segja. Þegar vel gengur er kroppað í mann úr ýmsum áttum. Það getur alveg farið í allar áttir,“ sagði Dagur við íþróttadeild.Aron Pálmarsson gæti aftur fengið íslenskan þjálfara.vísir/gettyXabi eða Noka þurfa að víkja Það eru engin smálið sem eru að kroppa í Dag og eru búin að gera honum samningstilboð, samkvæmt heimildum íþróttadeildar. Veszprém hefur í áratugi verið eitt af bestu liðum Evrópu. Það er búið að vinna ungversku úrvalsdeildina tíu ár í röð og 24 sinnum alls. Þá komst það í úrslitaleik Meistaradeildarinnar bæði í ár og í fyrra en tapaði í bæði skiptin. Aron Pálmarsson, landsliðsmaður Íslands, er á mála hjá Vezprém en hann var valinn besti leikmaður úrslitahelgarinnar í Meistaradeildinni í maí þrátt fyrir tap liðsins. Þjálfari Veszprém er Spánverjinn Xavi Sabate sem einnig þjálfar ungverska landsliðið. Paris Saint-Germain varð nýlega stórveldi í evrópskum handbolta þegar sömu fjárfestar og eiga fótboltalið borgarinnar byrjuðu að dæla peningum í það. Það hefur unnið frönsku 1. deildina þrisvar sinnum á síðustu fjórum leiktíðum en á enn eftir að spila til úrslita í Meistaradeildinni. Þjálfari PSG er hinn 66 ára gamli Noka Serdarusic sem áður þjálfaði Kiel með frábærum árangri í fimmtán ár. Hann tók við Parísarliðinu í fyrra en tókst ekki að vinna Meistaradeildina sem er skýrt markmið liðsins. Dagur mun alltaf klára heimsmeistaramótið með Þýskalandi í Frakklandi í janúar en eftir það gæti hann tekið við öðru hvoru þessara stórliða næsta sumar.
Handbolti Tengdar fréttir Þýskir fjölmiðlar: Dagur gæti hætt næsta sumar Viðræður um áframhaldandi samstarf fram yfir Ólympíuleikana 2020 eru í gangi. En Dagur gæti gengið frá borði næsta sumar. 26. október 2016 09:30 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Fleiri fréttir EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Sjá meira
Þýskir fjölmiðlar: Dagur gæti hætt næsta sumar Viðræður um áframhaldandi samstarf fram yfir Ólympíuleikana 2020 eru í gangi. En Dagur gæti gengið frá borði næsta sumar. 26. október 2016 09:30