Þýskir fjölmiðlar: Dagur gæti hætt næsta sumar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. október 2016 09:30 Dagur hefur náð frábærum árangri með þýska landsliðið. vísir/getty Þýskir fjölmiðlar fullyrða í dag að Dagur Sigurðsson gæti ákveðið að hætta sem landsliðsþjálfari Þýskalands næsta sumar. Dagur tók við landsliði Þýskalands fyrir rúmum tveimur árum síðan en liðið hafði þá verið í mikilli lægð undanfarin ár. Hann kom liðinu í 8-liða úrslit HM 2015 í Katar og gerði það svo að Evrópumeisturum í upphafi ársins. Þýskaland vann svo til bronsverðlauna undir hans stjórn á Ólympíuleikunum í Ríó í sumar. Það er þýska tímaritið Handball Inside sem greinir frá þessu. Samkvæmt heimildum blaðsins gera forráðamenn þýska handknattleikssambandsins ráð fyrir því að Dagur hætti starfi sínu sem landsliðsþjálfari í síðasta lagi næsta sumar. Dagur er samningsbundinn þýska sambandinu fram yfir Ólympíuleikana í Tókýó árið 2020 en báðir aðilar eiga þann kost að segja honum upp fyrir 30. júní í sumar. „Ég vil ekkert segja um þetta,“ sagði Mark Schober við fyrirspurn tímaritsins en Bob Hanning, varaforseti sambandsins og samstarfsmaður Dags til margra ára hjá Füchse Berlín, segir að sambandið eigi nú í viðræðum við Dag.Dagur Sigurðsson og Bob Hanning.Vísir/Getty„Það kemur ekki á óvart að Dagur sé einn eftirsóttasti þjálfari heims eftir Evrópumeistaratitilinn og bronsið í Ríó. Dagur veit hvar hann hefur þýska sambandið og öfugt. Það mun meira koma í ljós á næstu vikum,“ sagði Hanning. Sjálfur sagði Dagur í samtali við Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamann 365, fyrir helgi að það væri klásúla í samningi hans um að aðilar myndu setjast niður á þessum tímapunkti. Þar gaf hann til kynna að önnur lið hefðu áhuga á honum, rétt eins og Hanning hefur gert í morgun.Viðtal Gaupa við Dag má sjá hér að neðan.„Þegar vel gengur þá er kroppað í mann úr ýmsum áttum. Það getur svo sem farið í allar áttir,“ sagði Dagur og bætti því við að starfið hafi ekki verið dans á rósum. „Stundum væri ég feginn að vera í venjulegri 9-5 vinnu. Geta bara slökkt á símanum klukkan fimm. Það er ábyrgðarhlutur að vera með þýska landsliðið.“ Fram kemur í áðurnefndri grein Handball Inside að Dagur sé sigursælasti þjálfari þýska landsliðsins frá upphafi. Handbolti Tengdar fréttir Dagur: Blundar í mér smá frekjuhundur Dagur segir óvíst hvort hann verði áfram með þýska landsliðið. Það geti farið í allar áttir. 21. október 2016 19:11 Ísland getur áfram verið í hópi tíu bestu Dagur Sigurðsson hefur fulla trú á því að íslenska landsliðið geti komist í gegnum lægðina sem það er í og verið á meðal tíu bestu þjóða heims. Strákar hér heima þurfa að vera fullmótaðir áður en þeir fara út. 22. október 2016 06:00 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira
Þýskir fjölmiðlar fullyrða í dag að Dagur Sigurðsson gæti ákveðið að hætta sem landsliðsþjálfari Þýskalands næsta sumar. Dagur tók við landsliði Þýskalands fyrir rúmum tveimur árum síðan en liðið hafði þá verið í mikilli lægð undanfarin ár. Hann kom liðinu í 8-liða úrslit HM 2015 í Katar og gerði það svo að Evrópumeisturum í upphafi ársins. Þýskaland vann svo til bronsverðlauna undir hans stjórn á Ólympíuleikunum í Ríó í sumar. Það er þýska tímaritið Handball Inside sem greinir frá þessu. Samkvæmt heimildum blaðsins gera forráðamenn þýska handknattleikssambandsins ráð fyrir því að Dagur hætti starfi sínu sem landsliðsþjálfari í síðasta lagi næsta sumar. Dagur er samningsbundinn þýska sambandinu fram yfir Ólympíuleikana í Tókýó árið 2020 en báðir aðilar eiga þann kost að segja honum upp fyrir 30. júní í sumar. „Ég vil ekkert segja um þetta,“ sagði Mark Schober við fyrirspurn tímaritsins en Bob Hanning, varaforseti sambandsins og samstarfsmaður Dags til margra ára hjá Füchse Berlín, segir að sambandið eigi nú í viðræðum við Dag.Dagur Sigurðsson og Bob Hanning.Vísir/Getty„Það kemur ekki á óvart að Dagur sé einn eftirsóttasti þjálfari heims eftir Evrópumeistaratitilinn og bronsið í Ríó. Dagur veit hvar hann hefur þýska sambandið og öfugt. Það mun meira koma í ljós á næstu vikum,“ sagði Hanning. Sjálfur sagði Dagur í samtali við Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamann 365, fyrir helgi að það væri klásúla í samningi hans um að aðilar myndu setjast niður á þessum tímapunkti. Þar gaf hann til kynna að önnur lið hefðu áhuga á honum, rétt eins og Hanning hefur gert í morgun.Viðtal Gaupa við Dag má sjá hér að neðan.„Þegar vel gengur þá er kroppað í mann úr ýmsum áttum. Það getur svo sem farið í allar áttir,“ sagði Dagur og bætti því við að starfið hafi ekki verið dans á rósum. „Stundum væri ég feginn að vera í venjulegri 9-5 vinnu. Geta bara slökkt á símanum klukkan fimm. Það er ábyrgðarhlutur að vera með þýska landsliðið.“ Fram kemur í áðurnefndri grein Handball Inside að Dagur sé sigursælasti þjálfari þýska landsliðsins frá upphafi.
Handbolti Tengdar fréttir Dagur: Blundar í mér smá frekjuhundur Dagur segir óvíst hvort hann verði áfram með þýska landsliðið. Það geti farið í allar áttir. 21. október 2016 19:11 Ísland getur áfram verið í hópi tíu bestu Dagur Sigurðsson hefur fulla trú á því að íslenska landsliðið geti komist í gegnum lægðina sem það er í og verið á meðal tíu bestu þjóða heims. Strákar hér heima þurfa að vera fullmótaðir áður en þeir fara út. 22. október 2016 06:00 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira
Dagur: Blundar í mér smá frekjuhundur Dagur segir óvíst hvort hann verði áfram með þýska landsliðið. Það geti farið í allar áttir. 21. október 2016 19:11
Ísland getur áfram verið í hópi tíu bestu Dagur Sigurðsson hefur fulla trú á því að íslenska landsliðið geti komist í gegnum lægðina sem það er í og verið á meðal tíu bestu þjóða heims. Strákar hér heima þurfa að vera fullmótaðir áður en þeir fara út. 22. október 2016 06:00