Skoðun

Að vera jafnaðarmaður

Bjartur Aðalbjörnsson skrifar
Fyrir mér snýst jafnaðarmennska um að setja sig í spor annarra. Og ekki bara þegar það er þægilegt og auðvelt heldur líka þegar það er erfitt og virkilega krefjandi. Öll lög og allar reglur sem settar eru eiga að vera skoðaðar út frá sjónarhorni allra hópa samfélagsins. Ekkert af því sem við gerum má auka líkur á heftu aðgengi vissra hópa samfélagsins að grunnþjónustu. Þaðá hver einasta sála að geta lifað góðu lífi á Íslandi.

Þessar kosningar eru barátta jafnaðarmanna og ójafnaðarmanna. Við erum ríkt land en misskipting auðsins er óásættanleg. Ríkustu 10% landsmanna eiga 67% allra eigna landsins. Það þýðir að hin 90% eiga einungis þriðjung eignanna. Svo svakaleg auðsöfnun á fáar hendur er ekki í anda jafnaðarmanna og þjóðarkökunni verður að skipta á réttlátari hátt. Sækjum peningana þar sem mest er af þeim og notum þá til uppbyggingar heilbrigðiskerfis, velferðarkerfis og menntamála.

Ég er jafnaðarmaður og býð mig fram fyrir jafnaðarmannaflokk Íslands. Jafnaðarmenn eiga sér langa og farsæla sögu fulla af sigrum í þágu lítilmagnans. Sögu fulla af baráttu gegn óréttlæti og ójöfnuði. Jafnaðarmenn byggðu upp velferðarríkin í Skandinavíu og þannig samfélag viljum við skapa á Íslandi. Eitt samfélag fyrir alla.

Víkjum af braut sérhagsmunagæslu, frjálshyggju, og spillingar. Göngum hönd í hönd með rauða rós í hjarta í átt til frelsis, jafnréttis og samstöðu.




Skoðun

Skoðun

Þöggun

Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar

Sjá meira


×