Atkvæðið mitt og atkvæðið þitt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 10. október 2016 07:00 Það er grundvallarréttur fólks í lýðræðisríki að geta gengið til kosninga og að allir geti með atkvæði sínu haft jafnan rétt til að hafa áhrif á hverjir og hvers konar stjórnvöld komast til valda. Allt frá því þéttbýli fór að myndast á Íslandi hefur því verið mismunað með hlutfallslega minna atkvæðavægi en í dreifbýli. Fjöldi þingmanna á hvern íbúa hefur því lengi verið mismikill milli kjördæma og þess vegna hafa áhrif kjósenda í kosningum verið mismikil eftir því hvar þeir búa. Nú má þessi munur því vera allt að tvöfaldur; íbúar í Norðvesturkjördæmi geta haft um tvöfalt fleiri þingmenn á hvern íbúa heldur en íbúar í Suðvesturkjördæmi og hefur hver íbúi því um tvöfalt meiri áhrif á úthlutun þingsæta á Alþingi. Við í Viðreisn teljum það forgangsatriði að stjórnarskránni verði breytt til þess að tryggja að atkvæðisréttur allra landsmanna verði jafn, óháð búsetu þeirra. Fötluð kona í Hafnarfirði á að hafa sama rétt og trillukarl fyrir austan, fyrirtækjaeigandi fyrir vestan á að hafa sama atkvæðisrétt og kennari í Kópavoginum. Jafnréttið er ósköp einfalt. Andstæðingum þessa brýna lýðræðismáls hefur oft og tíðum tekist að gera þetta að baráttu höfuðborgarsvæðis gegn landsbyggðinni. Sú barátta á að vera óþörf. Þingmenn Alþingis eiga að bera hag landsins alls fyrir brjósti og öllum ætti að vera ljóst að sterkt höfuðborgarsvæði þarf á sterkri landsbyggð að halda. Skipting og forgangsröðun verkefna ríkisins þarf að vera tekin á jafnræðisgrundvelli, með þarfir allra kjördæma að leiðarljósi og sífelldum áminningum um að ekkert þeirra megi sitja eftir við útdeilingu sameiginlegra gæða. Við megum ekki vera hrædd við kerfisbreytingar. Íhaldssemin hefur ávallt passað og mun áfram passa upp á sig og sína. Því kerfisbreytingar eru ógnun við valdhafa er sækja völd sín til slíks ójafnræðis sem felst í misvægi atkvæðisréttar. Viðreisn er ekki þannig flokkur og því munum við einhenda okkur í kerfisbreytingar sem auka réttlæti og jafnrétti á Íslandi, öllum til hagsbóta.Pistillinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Það er grundvallarréttur fólks í lýðræðisríki að geta gengið til kosninga og að allir geti með atkvæði sínu haft jafnan rétt til að hafa áhrif á hverjir og hvers konar stjórnvöld komast til valda. Allt frá því þéttbýli fór að myndast á Íslandi hefur því verið mismunað með hlutfallslega minna atkvæðavægi en í dreifbýli. Fjöldi þingmanna á hvern íbúa hefur því lengi verið mismikill milli kjördæma og þess vegna hafa áhrif kjósenda í kosningum verið mismikil eftir því hvar þeir búa. Nú má þessi munur því vera allt að tvöfaldur; íbúar í Norðvesturkjördæmi geta haft um tvöfalt fleiri þingmenn á hvern íbúa heldur en íbúar í Suðvesturkjördæmi og hefur hver íbúi því um tvöfalt meiri áhrif á úthlutun þingsæta á Alþingi. Við í Viðreisn teljum það forgangsatriði að stjórnarskránni verði breytt til þess að tryggja að atkvæðisréttur allra landsmanna verði jafn, óháð búsetu þeirra. Fötluð kona í Hafnarfirði á að hafa sama rétt og trillukarl fyrir austan, fyrirtækjaeigandi fyrir vestan á að hafa sama atkvæðisrétt og kennari í Kópavoginum. Jafnréttið er ósköp einfalt. Andstæðingum þessa brýna lýðræðismáls hefur oft og tíðum tekist að gera þetta að baráttu höfuðborgarsvæðis gegn landsbyggðinni. Sú barátta á að vera óþörf. Þingmenn Alþingis eiga að bera hag landsins alls fyrir brjósti og öllum ætti að vera ljóst að sterkt höfuðborgarsvæði þarf á sterkri landsbyggð að halda. Skipting og forgangsröðun verkefna ríkisins þarf að vera tekin á jafnræðisgrundvelli, með þarfir allra kjördæma að leiðarljósi og sífelldum áminningum um að ekkert þeirra megi sitja eftir við útdeilingu sameiginlegra gæða. Við megum ekki vera hrædd við kerfisbreytingar. Íhaldssemin hefur ávallt passað og mun áfram passa upp á sig og sína. Því kerfisbreytingar eru ógnun við valdhafa er sækja völd sín til slíks ójafnræðis sem felst í misvægi atkvæðisréttar. Viðreisn er ekki þannig flokkur og því munum við einhenda okkur í kerfisbreytingar sem auka réttlæti og jafnrétti á Íslandi, öllum til hagsbóta.Pistillinn birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar