Hættulegt kosningarloforð Árni Árnason skrifar 13. október 2016 07:00 Þann draum að bjóða upp aflaheimildir og stórauka þannig tekjur ríkissjóðs má finna í stefnuskrám sumra stjórnmálaflokka fyrir komandi alþingiskosningar. Þessi hugmynd hljómar eflaust vel í eyrum þeirra sem ekki þekkja til þess kerfis sem nú er við lýði en þegar málið er betur skoðað kemur í ljós að draumurinn er tálsýn ein. Frá því að fiskstjórnunarkerfið var fyrst sett á, þar sem veiðiheimildum var úthlutað út frá viðmiðum veiðiáranna á undan, hefur mikið breyst, enda þróast kerfi eðli máls samkvæmt til hins betra eftir því sem árin líða. Sú ákvörðun Alþingis að lögfesta ákvæði sem heimilaði eigendum veiðiheimilda að selja þær frá sér hefur löngu náð markmiði sínu, þ.e. að vernda fiskistofnana við strendur Íslands og koma á stærðarhagkvæmni í greininni. Raunar hefur fyrrnefnt ákvæði haft slík jákvæð áhrif á íslenskan sjávarútveg að aðrar greinar myndu gera vel að taka sér það til fyrirmyndar. Umræðan sem nú er í gangi um að afnema gjafakerfið (eins og sumir kjósa að kalla það) og færa þjóðinni auðlindina aftur er á villigötum. Sú útgerð eða trillukarl sem fékk úthlutun á sínum tíma og á ennþá þær veiðiheimildir sem þá voru veittar eru vandfundin. Veiðiheimildir hafa gengið kaupum og sölum frá upphafi. Sala á þeim veitti sumum, sem staðið höfðu ölduna svo áratugum skipti, leið út. Framsalið veitti mönnum jafnframt frelsi til að leita á ný mið.Miklar skuldbindingar Þær útgerðir sem starfandi eru í dag hafa farið í veigamiklar fjárfestingar til að ná til sín heimildum. Eitt tonn af þorski kostar um 2,4 milljónir. Meðalstór línubátur getur landað sirka 12 tonnum, sem segir okkur að heimildin fyrir einum róðri á góðri vertíð á slíkum bát kostar um 28,8 milljónir. Þá eru eftir greiðslur af bátnum sjálfum sem hlaupa á milljónum, launakostnaður, beita og annað tilfallandi. Þá er ekki sagan öll sögð, því verð á fiskmörkuðum ræður því hvaða tekjur hljótast af róðrinum. Að sjálfsögðu endurnýjast aflaheimildir einu sinni á ári, en talið er að kaupandi aflaheimilda geti verið allt að tíu ár að greiða fyrir þær. Skuldbindingar íslenskra útgerða eru miklar. Flestar útgerðir hafa lagt veiðiheimildir að veði hjá bönkum til að eiga möguleika á að starfa. Hvernig á ríkið að taka þær til baka? Hvernig á að tryggja að útgerðir standi í báða fætur án veiðiheimilda? Standa við skuldbindingar sínar og að auki að leigja af ríkinu heimildirnar á nýjan leik? Það að stjórnmálaflokkar leggi fram slík loforð er mjög ábyrgðarlaust. Í raun er verið að boða hrinu gjaldþrota innan sjávarútvegsins, sem gæti líklega orðið stærri skellur fyrir þjóðarbúið en bankahrunið, sem við hugsum enn með hryllingi til. Brýnt er að fólk kynni sér vel stöðu sjávarútvegsins og framkvæmd fiskveiðistjórnunarkerfisins því þær efnahagsógöngur sem blasa við ef draumar sumra stjórnmálaflokka verða að veruleika, munu reynast martröð fyrir þjóðina alla.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Þann draum að bjóða upp aflaheimildir og stórauka þannig tekjur ríkissjóðs má finna í stefnuskrám sumra stjórnmálaflokka fyrir komandi alþingiskosningar. Þessi hugmynd hljómar eflaust vel í eyrum þeirra sem ekki þekkja til þess kerfis sem nú er við lýði en þegar málið er betur skoðað kemur í ljós að draumurinn er tálsýn ein. Frá því að fiskstjórnunarkerfið var fyrst sett á, þar sem veiðiheimildum var úthlutað út frá viðmiðum veiðiáranna á undan, hefur mikið breyst, enda þróast kerfi eðli máls samkvæmt til hins betra eftir því sem árin líða. Sú ákvörðun Alþingis að lögfesta ákvæði sem heimilaði eigendum veiðiheimilda að selja þær frá sér hefur löngu náð markmiði sínu, þ.e. að vernda fiskistofnana við strendur Íslands og koma á stærðarhagkvæmni í greininni. Raunar hefur fyrrnefnt ákvæði haft slík jákvæð áhrif á íslenskan sjávarútveg að aðrar greinar myndu gera vel að taka sér það til fyrirmyndar. Umræðan sem nú er í gangi um að afnema gjafakerfið (eins og sumir kjósa að kalla það) og færa þjóðinni auðlindina aftur er á villigötum. Sú útgerð eða trillukarl sem fékk úthlutun á sínum tíma og á ennþá þær veiðiheimildir sem þá voru veittar eru vandfundin. Veiðiheimildir hafa gengið kaupum og sölum frá upphafi. Sala á þeim veitti sumum, sem staðið höfðu ölduna svo áratugum skipti, leið út. Framsalið veitti mönnum jafnframt frelsi til að leita á ný mið.Miklar skuldbindingar Þær útgerðir sem starfandi eru í dag hafa farið í veigamiklar fjárfestingar til að ná til sín heimildum. Eitt tonn af þorski kostar um 2,4 milljónir. Meðalstór línubátur getur landað sirka 12 tonnum, sem segir okkur að heimildin fyrir einum róðri á góðri vertíð á slíkum bát kostar um 28,8 milljónir. Þá eru eftir greiðslur af bátnum sjálfum sem hlaupa á milljónum, launakostnaður, beita og annað tilfallandi. Þá er ekki sagan öll sögð, því verð á fiskmörkuðum ræður því hvaða tekjur hljótast af róðrinum. Að sjálfsögðu endurnýjast aflaheimildir einu sinni á ári, en talið er að kaupandi aflaheimilda geti verið allt að tíu ár að greiða fyrir þær. Skuldbindingar íslenskra útgerða eru miklar. Flestar útgerðir hafa lagt veiðiheimildir að veði hjá bönkum til að eiga möguleika á að starfa. Hvernig á ríkið að taka þær til baka? Hvernig á að tryggja að útgerðir standi í báða fætur án veiðiheimilda? Standa við skuldbindingar sínar og að auki að leigja af ríkinu heimildirnar á nýjan leik? Það að stjórnmálaflokkar leggi fram slík loforð er mjög ábyrgðarlaust. Í raun er verið að boða hrinu gjaldþrota innan sjávarútvegsins, sem gæti líklega orðið stærri skellur fyrir þjóðarbúið en bankahrunið, sem við hugsum enn með hryllingi til. Brýnt er að fólk kynni sér vel stöðu sjávarútvegsins og framkvæmd fiskveiðistjórnunarkerfisins því þær efnahagsógöngur sem blasa við ef draumar sumra stjórnmálaflokka verða að veruleika, munu reynast martröð fyrir þjóðina alla.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun