Markaðsgjald af náttúruauðlindum í eigu þjóðar Lárus Elíasson skrifar 13. október 2016 07:00 Helstu sameiginlegu auðlindir okkar Íslendinga eru: 1. Fiskurinn í sjónum 2. Orkuauðlindirnar (vatnsorka, jarðvarmi, vindur og sjávarföll) 3. Aðgangur að náttúrugersemum og ferðamannastöðum 4. Aðgangur að hlutum eins og lofti og vatni Þegar auðlindir eru ótakmarkaðar þá hafa þær ekki verð/(verðmæti) og úthlutun þeirra skapar ekki mismunun. Það var trú okkar gagnvart vatninu, andrúmsloftinu, aðgengi að náttúrugersemum og jafnvel fiskinum að þær auðlindir væru ótakmarkaðar og hefðu því ekki verðmæti. Þegar auðlindir verða takmarkaðar eins og þegar settir eru á útblásturskvótar í samningum milli landa (sem er í raun rétturinn til að taka súrefni úr andrúmsloftinu og binda við kolefni) eða ferðamönnum fjölgar svo að ekki er hægt að komast að náttúrugersemum, þá fær auðlindin verðmæti og með úthlutun hennar getur skapast mismunun. Spilling og mismunun eru líklegir fylgifiskar allrar úthlutunar á takmörkuðum auðlindum, utan uppboðs nýtingarréttar á opnum markaði og með hlutkesti. Uppboð á nýtingarrétti á opnum markaði hefur líka þann kost að það hámarkar tekjur eigandans af auðlindinni. Viðskiptin væru opin og gegnsæ. Uppboðsskilmálar, s.s. gildistími til margra ára, eru nauðsynlegir til að tryggja langtíma hagsmuni bjóðenda og ekki síður eigenda auðlindarinnar. Eins gæti skilyrði eins og gagnvart byggðasjónamiðum átt við. Hvernig gæti þetta virkað fyrir mismunandi auðlindir?Fiskurinn í sjónum Hámarksleiguverð kvótans mælt út frá leigu á kvóta á markaði er um 80 milljarðar (1: Ríkið gefur útgerðarmönnum 94% afslátt af kvótaleigu, Fréttatíminn 09-09-2016 Gunnar Smári Egilsson). Þetta er ofmetið og lýsir efri mörkum á mögulegum tekjum, þar sem stór hluti þessara viðskipta er vegna meðafla sem þarf að kaupa kvóta fyrir á markaði eða borga sektir ella. Jón Steinsson skrifar einnig um málið (2: Vísir/Fréttablaðið, Færeyingar bjóða upp veiðiheimildir, SKOÐUN 08:00 16. ÁGÚST 2016 Jón Steinsson hagfræðingur). Út frá hans niðurstöðu má reikna að veiðileyfagjald fyrir þorsk, makríl og síld (einvörðungu) gæti numið um 28 milljörðum ef við bjóðum þær heimildir upp með sama hætti og Færeyingar. Kristinn H. Gunnarsson setur fram í sinni meistaraprófsritgerð að: „Frá 2007 er áætluð auðlindarenta 43-49 milljarðar króna. Hlutur ríkisins í formi veiðigjalds er 5 milljarðar króna. Skiptingin á rentunni milli ríkisins og útgerðar er þannig að ríkið hefur fengið um 11% en útgerðin um 89%. Sú dreifing arðsins af auðlindinni er algerlega óásættanleg. Það má áætla að uppboð veiðiheimilda frá upphafi hefði skilað ríkinu stærstum hluta af rentunni. Eðlileg skipting í því ljósi væru 89% til ríkisins. Miðað við það vantar um 35 milljarða króna til ríkisins.“ (3: Makríll – nýr nytjastofn á Íslandsmiðum Auðlind í þágu þjóðar, Háskóli Íslands 2016, Kristinn H. Gunnarsson). Það er mín persónulega skoðun að líkleg auðlindarenta af sjávarútvegi með markaðsleið sé einhvers staðar á bilinu 20-40 milljarðar króna sem er fjór- til áttföldun á því gjaldi sem innheimt er í dag. Það tónar nokkuð saman við þá hæstu tölu sem nefnd var (26 milljarðar) í viðræðum stjórnvalda og sjárvarútvegsins í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttir, þá nefnd trúlega sem hæsta mögulega tala að mati sjávarútvegsins til að verjast ósanngjarnari kröfum. Vert er að hafa í huga að leiðandi aðilar innan sjávarútvegarins hafa lýst sig samþykka auðlindagjaldi að því gefnu að slíkt hið sama gangi yfir aðrar auðlindir líka. (4: Kolbeinn Árnason framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, http://www.ruv.is/frett/sjavarutvegurinn-vill-borga-audlindagjald, 21.02.2015 - 19:13,).Orkuauðlindir Fram að kaupum Alterra í HS Orku voru nær öll orkufyrirtæki í höndum ríkis eða sveitarfélaga. Það ásamt þeirri staðreynd að framboð af orku var langt umfram eftirspurn gerði það í raun óþarft að krefjast afgjalds af auðlindinni. Flestar stærri virkjanir voru tengdar orkuöflun fyrir stóriðju þar sem reynt var að fá erlenda fjárfesta til landsins til að fjárfesta í atvinnustafsemi á Íslandi. Gulrótin var lágt raforkuverð og því enn síður verið að krefjast afgjalds af auðlindinni. Nú þegar munu fleiri einkaaðilar koma inn á virkjanamarkaðinn, eftirspurn smærri og millistórra notenda er að aukast og ekki síður ef sæstrengur til meginlandsins verður raunverulegur kostur, þá er hægt að taka auðlindagjald í þessum geira. Vert er að hafa í huga að rannsóknir eru kostnaðarsamar og þó nokkur áhætta í þróun verkefna og því hefur skapast sú hefð erlendis að krefjast lágs gjalds í byrjun en frekar hlutfalls af brúttótekjum í framtíðinni (1-6%). Slíkt gjald gæti skilað landsmönnum auðlindarentu af stærðargráðunni 20 milljarðar á ári til lengri tíma litið. Auðlindarenta með sæstreng gæti orðið mun meiri eða allt að 65 milljarðar á ári (5: https://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/10/16/65_milljarda_abati_af_saestreng/)Aðgangur að náttúrugersemum og ferðamannastöðum Hér er í raun fyrirmyndin til í útleigu á laxveiðiám þar sem áin er leigð til rekstraraðila sem sér um ána og hefur af henni tekjur fyrir hönd eigenda. Þetta gæti t.d. leyst málin kringum Geysi og Dettifoss þar sem eignarhald er blandað og rekstraraðilar hafa ekki getað tekið hlutina föstum tökum sökum blandaðs eignarhalds og óskýrrar stefnu stjórnvalda. Treysti mér ekki til að meta þessa rentu og geri ekki ráð fyrir að hún verði mjög há, en tilvist hennar mun hjálpa við aðgangsstýringu og auðvelda samvinnu milli opinberra og einkaaðila á þessu vettvangi. Aðgangur að lofti og vatni Kolefnisskatt eða gjald má líta á sem greiðslu fyrir að binda súrefni, slíkt gjald eða uppboð á kvótum mundi annars vegar skapa tekjur en ekki síður vera óbeinn stuðningur við endurnýjanlega orkugjafa s.s. í samgöngum. Verð á kolefniskvóta er um 4,5 €/tonn í dag en þyrfti að vera 30 €/tonn ef greiða á fyrir kostnaðinn af CO2 menguninni. (6: Kolefnisgjald 80% of lágt til að vernda loftslagið, Viðskipti | mbl. | 27.9.2016 | 13:57) Þetta samsvarar um 11,5 kr./lítra ef gjaldið er tekið við bensíndælu. Heildarupphæð slíks gjalds gæti numið allt 5,8 milljörðum (9 milljörðum ef millilandastarfsemi er tekin með). Kolefnisgjald af lægra verði kolefniskvóta (4,5 €/tonn CO2) næmi 0,9 milljörðum (1,35 milljörðum með millilandastarfsemi). Víðtæka pólitíska sátt þarf fyrir þessari leið, en leiða má líkur að því að slík sátt náist eftir því sem neikvæð áhrif heimshlýnunar verða fleirum ljós. Hafa ber líka í huga að kolefnisgjald legðist líka á útgerðina sem mundi þá greiða eitthvað lægra veiðigjald. Kolefnisgjald kemur líka niður á ferðaiðnaðnum þar sem honum fylgir mikill útblástur tengdur samgöngum. Aðgangur að vatni er ekki enn metinn til fjár, en það mun mögulega gerast á næstu áratugum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Helstu sameiginlegu auðlindir okkar Íslendinga eru: 1. Fiskurinn í sjónum 2. Orkuauðlindirnar (vatnsorka, jarðvarmi, vindur og sjávarföll) 3. Aðgangur að náttúrugersemum og ferðamannastöðum 4. Aðgangur að hlutum eins og lofti og vatni Þegar auðlindir eru ótakmarkaðar þá hafa þær ekki verð/(verðmæti) og úthlutun þeirra skapar ekki mismunun. Það var trú okkar gagnvart vatninu, andrúmsloftinu, aðgengi að náttúrugersemum og jafnvel fiskinum að þær auðlindir væru ótakmarkaðar og hefðu því ekki verðmæti. Þegar auðlindir verða takmarkaðar eins og þegar settir eru á útblásturskvótar í samningum milli landa (sem er í raun rétturinn til að taka súrefni úr andrúmsloftinu og binda við kolefni) eða ferðamönnum fjölgar svo að ekki er hægt að komast að náttúrugersemum, þá fær auðlindin verðmæti og með úthlutun hennar getur skapast mismunun. Spilling og mismunun eru líklegir fylgifiskar allrar úthlutunar á takmörkuðum auðlindum, utan uppboðs nýtingarréttar á opnum markaði og með hlutkesti. Uppboð á nýtingarrétti á opnum markaði hefur líka þann kost að það hámarkar tekjur eigandans af auðlindinni. Viðskiptin væru opin og gegnsæ. Uppboðsskilmálar, s.s. gildistími til margra ára, eru nauðsynlegir til að tryggja langtíma hagsmuni bjóðenda og ekki síður eigenda auðlindarinnar. Eins gæti skilyrði eins og gagnvart byggðasjónamiðum átt við. Hvernig gæti þetta virkað fyrir mismunandi auðlindir?Fiskurinn í sjónum Hámarksleiguverð kvótans mælt út frá leigu á kvóta á markaði er um 80 milljarðar (1: Ríkið gefur útgerðarmönnum 94% afslátt af kvótaleigu, Fréttatíminn 09-09-2016 Gunnar Smári Egilsson). Þetta er ofmetið og lýsir efri mörkum á mögulegum tekjum, þar sem stór hluti þessara viðskipta er vegna meðafla sem þarf að kaupa kvóta fyrir á markaði eða borga sektir ella. Jón Steinsson skrifar einnig um málið (2: Vísir/Fréttablaðið, Færeyingar bjóða upp veiðiheimildir, SKOÐUN 08:00 16. ÁGÚST 2016 Jón Steinsson hagfræðingur). Út frá hans niðurstöðu má reikna að veiðileyfagjald fyrir þorsk, makríl og síld (einvörðungu) gæti numið um 28 milljörðum ef við bjóðum þær heimildir upp með sama hætti og Færeyingar. Kristinn H. Gunnarsson setur fram í sinni meistaraprófsritgerð að: „Frá 2007 er áætluð auðlindarenta 43-49 milljarðar króna. Hlutur ríkisins í formi veiðigjalds er 5 milljarðar króna. Skiptingin á rentunni milli ríkisins og útgerðar er þannig að ríkið hefur fengið um 11% en útgerðin um 89%. Sú dreifing arðsins af auðlindinni er algerlega óásættanleg. Það má áætla að uppboð veiðiheimilda frá upphafi hefði skilað ríkinu stærstum hluta af rentunni. Eðlileg skipting í því ljósi væru 89% til ríkisins. Miðað við það vantar um 35 milljarða króna til ríkisins.“ (3: Makríll – nýr nytjastofn á Íslandsmiðum Auðlind í þágu þjóðar, Háskóli Íslands 2016, Kristinn H. Gunnarsson). Það er mín persónulega skoðun að líkleg auðlindarenta af sjávarútvegi með markaðsleið sé einhvers staðar á bilinu 20-40 milljarðar króna sem er fjór- til áttföldun á því gjaldi sem innheimt er í dag. Það tónar nokkuð saman við þá hæstu tölu sem nefnd var (26 milljarðar) í viðræðum stjórnvalda og sjárvarútvegsins í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttir, þá nefnd trúlega sem hæsta mögulega tala að mati sjávarútvegsins til að verjast ósanngjarnari kröfum. Vert er að hafa í huga að leiðandi aðilar innan sjávarútvegarins hafa lýst sig samþykka auðlindagjaldi að því gefnu að slíkt hið sama gangi yfir aðrar auðlindir líka. (4: Kolbeinn Árnason framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, http://www.ruv.is/frett/sjavarutvegurinn-vill-borga-audlindagjald, 21.02.2015 - 19:13,).Orkuauðlindir Fram að kaupum Alterra í HS Orku voru nær öll orkufyrirtæki í höndum ríkis eða sveitarfélaga. Það ásamt þeirri staðreynd að framboð af orku var langt umfram eftirspurn gerði það í raun óþarft að krefjast afgjalds af auðlindinni. Flestar stærri virkjanir voru tengdar orkuöflun fyrir stóriðju þar sem reynt var að fá erlenda fjárfesta til landsins til að fjárfesta í atvinnustafsemi á Íslandi. Gulrótin var lágt raforkuverð og því enn síður verið að krefjast afgjalds af auðlindinni. Nú þegar munu fleiri einkaaðilar koma inn á virkjanamarkaðinn, eftirspurn smærri og millistórra notenda er að aukast og ekki síður ef sæstrengur til meginlandsins verður raunverulegur kostur, þá er hægt að taka auðlindagjald í þessum geira. Vert er að hafa í huga að rannsóknir eru kostnaðarsamar og þó nokkur áhætta í þróun verkefna og því hefur skapast sú hefð erlendis að krefjast lágs gjalds í byrjun en frekar hlutfalls af brúttótekjum í framtíðinni (1-6%). Slíkt gjald gæti skilað landsmönnum auðlindarentu af stærðargráðunni 20 milljarðar á ári til lengri tíma litið. Auðlindarenta með sæstreng gæti orðið mun meiri eða allt að 65 milljarðar á ári (5: https://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/10/16/65_milljarda_abati_af_saestreng/)Aðgangur að náttúrugersemum og ferðamannastöðum Hér er í raun fyrirmyndin til í útleigu á laxveiðiám þar sem áin er leigð til rekstraraðila sem sér um ána og hefur af henni tekjur fyrir hönd eigenda. Þetta gæti t.d. leyst málin kringum Geysi og Dettifoss þar sem eignarhald er blandað og rekstraraðilar hafa ekki getað tekið hlutina föstum tökum sökum blandaðs eignarhalds og óskýrrar stefnu stjórnvalda. Treysti mér ekki til að meta þessa rentu og geri ekki ráð fyrir að hún verði mjög há, en tilvist hennar mun hjálpa við aðgangsstýringu og auðvelda samvinnu milli opinberra og einkaaðila á þessu vettvangi. Aðgangur að lofti og vatni Kolefnisskatt eða gjald má líta á sem greiðslu fyrir að binda súrefni, slíkt gjald eða uppboð á kvótum mundi annars vegar skapa tekjur en ekki síður vera óbeinn stuðningur við endurnýjanlega orkugjafa s.s. í samgöngum. Verð á kolefniskvóta er um 4,5 €/tonn í dag en þyrfti að vera 30 €/tonn ef greiða á fyrir kostnaðinn af CO2 menguninni. (6: Kolefnisgjald 80% of lágt til að vernda loftslagið, Viðskipti | mbl. | 27.9.2016 | 13:57) Þetta samsvarar um 11,5 kr./lítra ef gjaldið er tekið við bensíndælu. Heildarupphæð slíks gjalds gæti numið allt 5,8 milljörðum (9 milljörðum ef millilandastarfsemi er tekin með). Kolefnisgjald af lægra verði kolefniskvóta (4,5 €/tonn CO2) næmi 0,9 milljörðum (1,35 milljörðum með millilandastarfsemi). Víðtæka pólitíska sátt þarf fyrir þessari leið, en leiða má líkur að því að slík sátt náist eftir því sem neikvæð áhrif heimshlýnunar verða fleirum ljós. Hafa ber líka í huga að kolefnisgjald legðist líka á útgerðina sem mundi þá greiða eitthvað lægra veiðigjald. Kolefnisgjald kemur líka niður á ferðaiðnaðnum þar sem honum fylgir mikill útblástur tengdur samgöngum. Aðgangur að vatni er ekki enn metinn til fjár, en það mun mögulega gerast á næstu áratugum.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar