Jafnlaunavottun: Lykillinn að frjálsum vinnumarkaði Sigrún Ingibjörg Gísladóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 14. október 2016 10:18 Þegar tekið hefur verið tillit til allra málefnalegra þátta sem skilja á milli starfsmanna; vinnustundir, menntun, reynsla og geta, stendur eftir að konur fá að meðaltali 10% lægri laun en karlar fyrir sama starf. Þetta er óásættanlegt og það sem meira er, þetta er ólöglegt. Fáir vinnuveitendur gangast við því að greiða konum vísvitandi lægri laun en körlum og enn færri konur gangast við því að semja vitandi um 10% lægri laun en karlar. Launaleynd hefur verið afnumin en enn gætir upplýsingahalla á vinnumarkaði. Konur vita oft ekki að samstarfsmenn þeirra fái 10% hærri laun vegna happdrættis í vöggugjöf. Þann 10. október s.l. kynnti Viðreisn fyrsta þingmál sitt; innleiðing skyldu til jafnlaunavottunar hjá öllum fyrirtækjum og stofnunum með 25 eða fleiri starfsmenn. Jafnlaunavottunin felst í því að fyrirtæki af þessari stærðargráðu munu upplýsa hver óútskýrður kynbundinn launamunur er á vinnustaðnum. Þetta verður gert samhliða skilum á ársreikningi. Með sama hætti og ársreikningi er ætlað að sýna að fyrirtæki hefur ekki brotið gegn reglum um reikningsskil yfir árið, er jafnlaunavottuninni ætlað að sýna að fyrirtæki hafi ekki brotið gegn lögum og greitt konum lægri laun fyrir það eitt að vera konur. Ekki stendur til að stofna nýja eftirlitsstofnun eða ríkisbatterí, heldur munu fyrirtæki láta þriðja aðila framkvæma jafnlaunavottun samhliða árlegri úttekt á öðrum þáttum reksturs. Þessar upplýsingar verða síðan aðgengilegar starfsmönnum. Fyrirtæki munu ekki þurfa að greiða starfsmönnum sömu laun óháð vinnuframlagi og hæfni. Málefnalegar ástæður kunna að vera fyrir hærri launum. Hins vegar verður fyrirtækjum og opinberum stofnunum gert að upplýsa hver launamunur er á milli kynjanna að teknu tilliti til allra málefnalegra sjónarmiða. Þeim verður gert að upplýsa ef konur fá minna greitt fyrir það eitt að vera konur. Skylda til jafnlaunavottunar leiðir til þess að starfsmenn á frjálsum markaði hafi nauðsynlegar upplýsingar til þess að semja um rétt og sanngjörn laun. Markaður er enda ekki frjáls ef annar aðili samningssambands skortir nauðsynlegar upplýsingar til þess að rétt verð sé fundið. Nú heyrast raddir um að þetta sé of mikil afskiptasemi af vinnumarkaði. Eru þetta nákvæmlega sömu raddir og töluðu gegn fæðingarorlofinu á sínum tíma og öðrum aðgerðum sem hafa það að markmiði að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Svo konur njóti raunverulegs frelsis og geti með sanni keppt á frjálsum markaði verða þær að njóta jafnræðis. Til þess þarf gegnsæi og upplýsingar. Við þurfum tæki fyrir fyrirtæki og opinberar stofnanir til þess að tryggja að þau mismuni ekki á grundvelli kynferðis. Það vill enda enginn greiða konum lægri laun fyrir það eitt að vera konur. Að minnsta kosti vill enginn að það spyrjist út. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Þegar tekið hefur verið tillit til allra málefnalegra þátta sem skilja á milli starfsmanna; vinnustundir, menntun, reynsla og geta, stendur eftir að konur fá að meðaltali 10% lægri laun en karlar fyrir sama starf. Þetta er óásættanlegt og það sem meira er, þetta er ólöglegt. Fáir vinnuveitendur gangast við því að greiða konum vísvitandi lægri laun en körlum og enn færri konur gangast við því að semja vitandi um 10% lægri laun en karlar. Launaleynd hefur verið afnumin en enn gætir upplýsingahalla á vinnumarkaði. Konur vita oft ekki að samstarfsmenn þeirra fái 10% hærri laun vegna happdrættis í vöggugjöf. Þann 10. október s.l. kynnti Viðreisn fyrsta þingmál sitt; innleiðing skyldu til jafnlaunavottunar hjá öllum fyrirtækjum og stofnunum með 25 eða fleiri starfsmenn. Jafnlaunavottunin felst í því að fyrirtæki af þessari stærðargráðu munu upplýsa hver óútskýrður kynbundinn launamunur er á vinnustaðnum. Þetta verður gert samhliða skilum á ársreikningi. Með sama hætti og ársreikningi er ætlað að sýna að fyrirtæki hefur ekki brotið gegn reglum um reikningsskil yfir árið, er jafnlaunavottuninni ætlað að sýna að fyrirtæki hafi ekki brotið gegn lögum og greitt konum lægri laun fyrir það eitt að vera konur. Ekki stendur til að stofna nýja eftirlitsstofnun eða ríkisbatterí, heldur munu fyrirtæki láta þriðja aðila framkvæma jafnlaunavottun samhliða árlegri úttekt á öðrum þáttum reksturs. Þessar upplýsingar verða síðan aðgengilegar starfsmönnum. Fyrirtæki munu ekki þurfa að greiða starfsmönnum sömu laun óháð vinnuframlagi og hæfni. Málefnalegar ástæður kunna að vera fyrir hærri launum. Hins vegar verður fyrirtækjum og opinberum stofnunum gert að upplýsa hver launamunur er á milli kynjanna að teknu tilliti til allra málefnalegra sjónarmiða. Þeim verður gert að upplýsa ef konur fá minna greitt fyrir það eitt að vera konur. Skylda til jafnlaunavottunar leiðir til þess að starfsmenn á frjálsum markaði hafi nauðsynlegar upplýsingar til þess að semja um rétt og sanngjörn laun. Markaður er enda ekki frjáls ef annar aðili samningssambands skortir nauðsynlegar upplýsingar til þess að rétt verð sé fundið. Nú heyrast raddir um að þetta sé of mikil afskiptasemi af vinnumarkaði. Eru þetta nákvæmlega sömu raddir og töluðu gegn fæðingarorlofinu á sínum tíma og öðrum aðgerðum sem hafa það að markmiði að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Svo konur njóti raunverulegs frelsis og geti með sanni keppt á frjálsum markaði verða þær að njóta jafnræðis. Til þess þarf gegnsæi og upplýsingar. Við þurfum tæki fyrir fyrirtæki og opinberar stofnanir til þess að tryggja að þau mismuni ekki á grundvelli kynferðis. Það vill enda enginn greiða konum lægri laun fyrir það eitt að vera konur. Að minnsta kosti vill enginn að það spyrjist út.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun