Eldri borgarar og framtíðin Vigdís Pálsdóttir skrifar 17. október 2016 16:23 Mikil er umfjöllun um eldri borgara nú um stundir. Ég telst til þeirra og botna hvorki upp né niður í því hvernig ég varð allt í einu hluti einhvers hóps fólks, sem virðist vera utan og ofan við allt? Jafnframt virðist litið á okkur sem sérstakt vandamál. Eldri borgarar eru fólk. Mis-hress og mis-jöfn, en við erum ekki mis-tök. Ef við tökum fyrst mis-hress, þá er það heilbrigðisþjónustan sem skiptir okkur máli og hún þarf að batna. Fjárveitingar til hennar þarf að auka og jafnframt þarf að endurskoða allan rekstur. Þær breytingar þarf að gera í góðri samvinnu við landlæknisembættið, sem sett hefur fram áhugaverðar tillögur í því efni, sem og við starfsfólk. Enginn þekkir þetta kerfi eins vel innanfrá og þeir sem starfa við það og þeir sem þekkja það næst best eru þeir sem mest nota það. Samtal allra þessara aðila þarf að fara fram til þess að breytingar og endurbætur verði raunhæfar. Efla þarf innviði heilsugæslustöðva, uppbyggingu sjúkrahúsa og sjúkrastofnana fyrir langveika sem næst heimabyggð. Þá er komið að öðru máli, sem eru samgöngur og þær er afar mikilvægar í þessu sambandi. Þessi uppbygging þarf að gerast heildstætt og með framtíðarsýn til margra ára og hún verður ekki gerð á einni nóttu. Gagnsæi og einföldun allra kerfa, sem eiga að sinna þjónustuhlutverki við borgarana er undirstaða allra breytinga. Mis-jöfn erum við. Kjörin, aðstaða, skapferli, vaxtarlag og svo mætti lengi telja. Það er þó t.d. eitt sem við eigum sameiginlegt með ungu fólki í dag. Margt eldra fólk óskar eftir að minnka við sig húsnæði, en hefur ekki efni á eða vilja til að kaupa fokdýrar íbúðir fyrir 60 plús eins og það er kallað. Minni og ódýrari íbúðir nýtast bæði ungum og þeim sem eldri eru. Þeir ungu búa í þeim, þar til þeir vilja stækka við sig og þeir eldri þar til þeir fara á dvalarheimili eða annað tilverustig. Hvers vegna eru slíkar íbúðir þá ekki byggðar? Til þess að svo megi verða þarf að breyta byggingareglugerðum, auka lóðaframboð og ná fram frekari hagræðingu hvað varðar byggingarkostnað. Íbúðir þessar þarf að byggja af húsnæðisfélögum sem rekin eru án gróðasjónarmiða. Ég er hrifin af svokölluðu “andels” eða hluta-fyrirkomulagi, eins og tíðkast á Norðurlöndum og mun beita mér fyrir að Píratar athugi þann kost. Píratar eru nú að móta stefnu um leiguíbúðir, sem er góður kostur fyrir þá sem ekki vilja binda sig á íbúðaklafann fyrr en þeir hafa gert upp við sig hvar og hvernig þeir vilja búa. Sérreignastefnan, sem hefur tröllriðið Íslandi, er á undanhaldi. Með auknum ferðalögum og búsetu erlendis um lengri eða skemmri tíma, höfum við kynnst öðrum búsetumöguleikum. Hefur einhver kannað það hvort allir vilji í raun eignast þak yfir höfuðið 25 ára? Vera hugsanlega 40 ár í lánafjötrum. Ég hef nú starfað með Pírötum hér í Borgarbyggð í rúmt ár og verð að segja að það hefur hresst mig mjög. Þetta unga fólk, sem ég hef kynnst hefur mér þótt alveg sérstaklega jákvætt, fordómalaust og opið fyrir nýjum hugmyndum. Þetta er fólkið sem mun erfa landið og ég get að vísu bara talað fyrir mig, en ég treysti þeim fullkomlega. Hvers vegna kann einhver að spyrja? Ég geri það af því að þau kunna að hlusta. Veljum Pírata, veljum fólk sem kann að hlusta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Mikil er umfjöllun um eldri borgara nú um stundir. Ég telst til þeirra og botna hvorki upp né niður í því hvernig ég varð allt í einu hluti einhvers hóps fólks, sem virðist vera utan og ofan við allt? Jafnframt virðist litið á okkur sem sérstakt vandamál. Eldri borgarar eru fólk. Mis-hress og mis-jöfn, en við erum ekki mis-tök. Ef við tökum fyrst mis-hress, þá er það heilbrigðisþjónustan sem skiptir okkur máli og hún þarf að batna. Fjárveitingar til hennar þarf að auka og jafnframt þarf að endurskoða allan rekstur. Þær breytingar þarf að gera í góðri samvinnu við landlæknisembættið, sem sett hefur fram áhugaverðar tillögur í því efni, sem og við starfsfólk. Enginn þekkir þetta kerfi eins vel innanfrá og þeir sem starfa við það og þeir sem þekkja það næst best eru þeir sem mest nota það. Samtal allra þessara aðila þarf að fara fram til þess að breytingar og endurbætur verði raunhæfar. Efla þarf innviði heilsugæslustöðva, uppbyggingu sjúkrahúsa og sjúkrastofnana fyrir langveika sem næst heimabyggð. Þá er komið að öðru máli, sem eru samgöngur og þær er afar mikilvægar í þessu sambandi. Þessi uppbygging þarf að gerast heildstætt og með framtíðarsýn til margra ára og hún verður ekki gerð á einni nóttu. Gagnsæi og einföldun allra kerfa, sem eiga að sinna þjónustuhlutverki við borgarana er undirstaða allra breytinga. Mis-jöfn erum við. Kjörin, aðstaða, skapferli, vaxtarlag og svo mætti lengi telja. Það er þó t.d. eitt sem við eigum sameiginlegt með ungu fólki í dag. Margt eldra fólk óskar eftir að minnka við sig húsnæði, en hefur ekki efni á eða vilja til að kaupa fokdýrar íbúðir fyrir 60 plús eins og það er kallað. Minni og ódýrari íbúðir nýtast bæði ungum og þeim sem eldri eru. Þeir ungu búa í þeim, þar til þeir vilja stækka við sig og þeir eldri þar til þeir fara á dvalarheimili eða annað tilverustig. Hvers vegna eru slíkar íbúðir þá ekki byggðar? Til þess að svo megi verða þarf að breyta byggingareglugerðum, auka lóðaframboð og ná fram frekari hagræðingu hvað varðar byggingarkostnað. Íbúðir þessar þarf að byggja af húsnæðisfélögum sem rekin eru án gróðasjónarmiða. Ég er hrifin af svokölluðu “andels” eða hluta-fyrirkomulagi, eins og tíðkast á Norðurlöndum og mun beita mér fyrir að Píratar athugi þann kost. Píratar eru nú að móta stefnu um leiguíbúðir, sem er góður kostur fyrir þá sem ekki vilja binda sig á íbúðaklafann fyrr en þeir hafa gert upp við sig hvar og hvernig þeir vilja búa. Sérreignastefnan, sem hefur tröllriðið Íslandi, er á undanhaldi. Með auknum ferðalögum og búsetu erlendis um lengri eða skemmri tíma, höfum við kynnst öðrum búsetumöguleikum. Hefur einhver kannað það hvort allir vilji í raun eignast þak yfir höfuðið 25 ára? Vera hugsanlega 40 ár í lánafjötrum. Ég hef nú starfað með Pírötum hér í Borgarbyggð í rúmt ár og verð að segja að það hefur hresst mig mjög. Þetta unga fólk, sem ég hef kynnst hefur mér þótt alveg sérstaklega jákvætt, fordómalaust og opið fyrir nýjum hugmyndum. Þetta er fólkið sem mun erfa landið og ég get að vísu bara talað fyrir mig, en ég treysti þeim fullkomlega. Hvers vegna kann einhver að spyrja? Ég geri það af því að þau kunna að hlusta. Veljum Pírata, veljum fólk sem kann að hlusta.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun