Guardiola vildi fá Ter Stegen í sumar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. október 2016 09:15 Ter Stegen er markvörður númer eitt hjá Barcelona. vísir/getty Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segist hafa haft áhuga á Marc-André ter Stegen, markverði Barcelona, í sumar. Guardiola fékk Claudio Bravo frá Barcelona rétt áður en félagaskiptaglugginn lokaði um þarsíðustu mánaðarmót. Hann var einnig með hinn markvörð Barcelona í sigtinu. Á blaðamannafundi í gær taldi Guardiola upp nokkra leikmenn Barcelona sem hann sagðist ekki hafa haft samband við í sumar. Hann gaf það þó í skyn að Ter Stegen hafi verið hans fyrsti kostur til að leysa Joe Hart af hólmi hjá Man City. „Ég talaði aldrei við Messi, Neymar, Luis Suárez, Sergio Busquets, Andrés Iniesta. Ég talaði ekki við neinn,“ sagði Guardiola. „Hvað Ter Stegen varðar vissum við að hann vildi spila reglulega. Við höfðum samband. Hann var ekki ánægður með sína stöðu. Við þurftum að fá markvörð eins og Bravo eða Ter Stegen.“Sjá einnig: Pique: Man City spilar eins og Barcelona Bravo og Ter Stegen komu báðir til Barcelona sumarið 2014. Þeir skiptu með sér verkum næstu tvö tímabil; Bravo spilaði deildarleikina en Ter Stegen í spænsku bikarkeppninni og Meistaradeild Evrópu. Hinn 24 ára Ter Stegen er nú orðinn aðalmarkvörður Barcelona en Þjóðverjinn lék áður með Borussia Mönchengladbach. Ter Stegen og Bravo verða báðir í eldlínunni í kvöld þegar Barcelona tekur á móti Man City í C-riðli Meistaradeildarinnar.Leikur Barcelona og Man City hefst klukkan 18:45 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 HD. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Handbolti „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Fleiri fréttir „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Sjá meira
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segist hafa haft áhuga á Marc-André ter Stegen, markverði Barcelona, í sumar. Guardiola fékk Claudio Bravo frá Barcelona rétt áður en félagaskiptaglugginn lokaði um þarsíðustu mánaðarmót. Hann var einnig með hinn markvörð Barcelona í sigtinu. Á blaðamannafundi í gær taldi Guardiola upp nokkra leikmenn Barcelona sem hann sagðist ekki hafa haft samband við í sumar. Hann gaf það þó í skyn að Ter Stegen hafi verið hans fyrsti kostur til að leysa Joe Hart af hólmi hjá Man City. „Ég talaði aldrei við Messi, Neymar, Luis Suárez, Sergio Busquets, Andrés Iniesta. Ég talaði ekki við neinn,“ sagði Guardiola. „Hvað Ter Stegen varðar vissum við að hann vildi spila reglulega. Við höfðum samband. Hann var ekki ánægður með sína stöðu. Við þurftum að fá markvörð eins og Bravo eða Ter Stegen.“Sjá einnig: Pique: Man City spilar eins og Barcelona Bravo og Ter Stegen komu báðir til Barcelona sumarið 2014. Þeir skiptu með sér verkum næstu tvö tímabil; Bravo spilaði deildarleikina en Ter Stegen í spænsku bikarkeppninni og Meistaradeild Evrópu. Hinn 24 ára Ter Stegen er nú orðinn aðalmarkvörður Barcelona en Þjóðverjinn lék áður með Borussia Mönchengladbach. Ter Stegen og Bravo verða báðir í eldlínunni í kvöld þegar Barcelona tekur á móti Man City í C-riðli Meistaradeildarinnar.Leikur Barcelona og Man City hefst klukkan 18:45 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 HD.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Handbolti „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Fleiri fréttir „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Sjá meira