Alfreð: Fæ töluvert færri færi en í fyrra Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. október 2016 19:39 Alfreð skoraði mark Íslands í 1-1 jafnteflinu við Úkraínu í fyrsta leik íslenska liðsins í undankeppni HM 2018. vísir/epa Alfreð Finnbogason segir að það reyni á breiddina í íslenska fótboltalandsliðinu í leikjunum gegn Finnlandi og Tyrklandi í undankeppni HM 2018. Kolbeinn Sigþórsson er frá vegna meiðsla og þá er óvíst með þátttöku fleiri leikmanna. Aðrir leikmenn, sem hafa verið í smærri hlutverkum, gæti því þurft að taka aukna ábyrgð í leikjunum tveimur sem framundan eru. „Það er rétt. Þetta var magnað í síðustu undankeppni og á EM, hvað meiðsli og leikbönn varðar. Við gátum alltaf spilað á sama liðinu,“ sagði Alfreð í samtali við Tómas Þór Þórðarson á æfingu landsliðsins í Egilshöll í kvöld. „Núna reynir á breiddina og ég held að það sé gott inni á milli, að sjá hvernig staðan á liðinu er. Kannski gefur þetta liðinu fleiri möguleika í framtíðinni. Þetta er eitthvað sem þjálfararnir þurfa að útfæra og það verður forvitnilegt að sjá hvernig það gengur,“ bætti framherjinn við. Hann segir að það sé eitt að spila vináttulandsleiki og annað að byrja alvöru keppnisleiki þar sem allt er undir. „Æfingaleikir og keppnisleikir eru ekki alveg það sama. Það vilja allir spila mikilvægu leikina. Við fáum örugglega svör við ýmsum spurningum þegar leikmenn fá eldskírn í alvöru leikjum,“ sagði Alfreð sem leikur með Augsburg í Þýskalandi. Liðið hefur farið þokkalega af stað í vetur og er með sjö stig eftir fyrstu sex umferðirnar í þýsku deildinni. En er Alfreð ánægður með byrjunina? „Já, að mörgu leyti. Ég væri alveg til í að vera kominn með 10 mörk og fullt hús stiga. Við erum með nýjan þjálfara og nýjan leikstíl sem er svolítið öðruvísi frá því í fyrra. Það hefur tekið tíma fyrir mig og liðið að komast í takt við það,“ sagði Alfreð sem er kominn með eitt mark á tímabilinu. „Við erum á pari. Persónulega er ég að vinna meira fyrir liðið og fæ töluvert færri færi en í fyrra. Svo lengi sem ég spila hef ég ekki teljandi áhyggjur af því. Ef ég held áfram að taka hlaupin og spila fleiri mínútur koma mörkin.“ Alfreð og félagar mættu Werder Bremen, sem Aron Jóhannsson leikur með, á dögunum. Sá síðarnefndi kom Bremen yfir með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Áður en Aron steig á punktinn gekk Alfreð til markvarðar Augsburg, Marwin Hitz, og hvíslaði einhverju að honum. „Ég sagði við hann að ég vissi ekkert hvert hann myndi skjóta,“ sagði Alfreð um þessa sálfræðibrellu sína. „Ég ætlaði aðeins að rugla í hausnum á Aroni. Ég veit það sjálfur þegar þú ert að taka víti og einhver gerir svona ferðu að efast. Ég var ekki með neinar innherjaupplýsingar en markvörðurinn hlustaði allavega ekki á mig. Þetta voru ekki góð fyrirmæli,“ sagði Alfreð að endingu. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hörður Björgvin: Aldrei liðið jafn vel Varnarmaðurinn færði sig um set í sumar og kann afar vel við sig hjá Bristol City. 3. október 2016 19:03 Börsungurinn ekki með Tyrkjum gegn Íslandi Besti fótboltamaður tyrkneska landsliðsins er enn þá úti í kuldanum hjá þjálfarnaum. 2. október 2016 14:15 900 miðar á Tyrklandsleikinn í sölu á morgun Níuhundruð miðar á leik Íslands og Tyrklands í undankeppni HM 2018 fara í sölu á hádegi á morgun. 3. október 2016 17:34 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Enski boltinn Fleiri fréttir Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Í beinni: Barcelona - Celta | Skrefi nær titlinum? Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Sjá meira
Alfreð Finnbogason segir að það reyni á breiddina í íslenska fótboltalandsliðinu í leikjunum gegn Finnlandi og Tyrklandi í undankeppni HM 2018. Kolbeinn Sigþórsson er frá vegna meiðsla og þá er óvíst með þátttöku fleiri leikmanna. Aðrir leikmenn, sem hafa verið í smærri hlutverkum, gæti því þurft að taka aukna ábyrgð í leikjunum tveimur sem framundan eru. „Það er rétt. Þetta var magnað í síðustu undankeppni og á EM, hvað meiðsli og leikbönn varðar. Við gátum alltaf spilað á sama liðinu,“ sagði Alfreð í samtali við Tómas Þór Þórðarson á æfingu landsliðsins í Egilshöll í kvöld. „Núna reynir á breiddina og ég held að það sé gott inni á milli, að sjá hvernig staðan á liðinu er. Kannski gefur þetta liðinu fleiri möguleika í framtíðinni. Þetta er eitthvað sem þjálfararnir þurfa að útfæra og það verður forvitnilegt að sjá hvernig það gengur,“ bætti framherjinn við. Hann segir að það sé eitt að spila vináttulandsleiki og annað að byrja alvöru keppnisleiki þar sem allt er undir. „Æfingaleikir og keppnisleikir eru ekki alveg það sama. Það vilja allir spila mikilvægu leikina. Við fáum örugglega svör við ýmsum spurningum þegar leikmenn fá eldskírn í alvöru leikjum,“ sagði Alfreð sem leikur með Augsburg í Þýskalandi. Liðið hefur farið þokkalega af stað í vetur og er með sjö stig eftir fyrstu sex umferðirnar í þýsku deildinni. En er Alfreð ánægður með byrjunina? „Já, að mörgu leyti. Ég væri alveg til í að vera kominn með 10 mörk og fullt hús stiga. Við erum með nýjan þjálfara og nýjan leikstíl sem er svolítið öðruvísi frá því í fyrra. Það hefur tekið tíma fyrir mig og liðið að komast í takt við það,“ sagði Alfreð sem er kominn með eitt mark á tímabilinu. „Við erum á pari. Persónulega er ég að vinna meira fyrir liðið og fæ töluvert færri færi en í fyrra. Svo lengi sem ég spila hef ég ekki teljandi áhyggjur af því. Ef ég held áfram að taka hlaupin og spila fleiri mínútur koma mörkin.“ Alfreð og félagar mættu Werder Bremen, sem Aron Jóhannsson leikur með, á dögunum. Sá síðarnefndi kom Bremen yfir með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Áður en Aron steig á punktinn gekk Alfreð til markvarðar Augsburg, Marwin Hitz, og hvíslaði einhverju að honum. „Ég sagði við hann að ég vissi ekkert hvert hann myndi skjóta,“ sagði Alfreð um þessa sálfræðibrellu sína. „Ég ætlaði aðeins að rugla í hausnum á Aroni. Ég veit það sjálfur þegar þú ert að taka víti og einhver gerir svona ferðu að efast. Ég var ekki með neinar innherjaupplýsingar en markvörðurinn hlustaði allavega ekki á mig. Þetta voru ekki góð fyrirmæli,“ sagði Alfreð að endingu.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hörður Björgvin: Aldrei liðið jafn vel Varnarmaðurinn færði sig um set í sumar og kann afar vel við sig hjá Bristol City. 3. október 2016 19:03 Börsungurinn ekki með Tyrkjum gegn Íslandi Besti fótboltamaður tyrkneska landsliðsins er enn þá úti í kuldanum hjá þjálfarnaum. 2. október 2016 14:15 900 miðar á Tyrklandsleikinn í sölu á morgun Níuhundruð miðar á leik Íslands og Tyrklands í undankeppni HM 2018 fara í sölu á hádegi á morgun. 3. október 2016 17:34 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Enski boltinn Fleiri fréttir Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Í beinni: Barcelona - Celta | Skrefi nær titlinum? Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Sjá meira
Hörður Björgvin: Aldrei liðið jafn vel Varnarmaðurinn færði sig um set í sumar og kann afar vel við sig hjá Bristol City. 3. október 2016 19:03
Börsungurinn ekki með Tyrkjum gegn Íslandi Besti fótboltamaður tyrkneska landsliðsins er enn þá úti í kuldanum hjá þjálfarnaum. 2. október 2016 14:15
900 miðar á Tyrklandsleikinn í sölu á morgun Níuhundruð miðar á leik Íslands og Tyrklands í undankeppni HM 2018 fara í sölu á hádegi á morgun. 3. október 2016 17:34