Kosningaloforð og séríslenskir stjórnarhættir Arndís Herborg Björnsdóttir skrifar 4. október 2016 10:04 Við erum orðin yfir okkur þreytt á sérhagsmunagæslunni sem ríkir á alþingi, stofnun sem njóta ætti trausts og virðingar. Svo illa er komið fyrir þeirri stofnun að kalla mætti hana Sirkusinn við Austurvöll. Hugsjónafullir frambjóðendur sem hljóta þingsæti umbreytast þegar sætinu er náð. Þá hlýða þeir skipunum forystu flokks síns í atkvæðagreiðslum eins og rakkar. Hugsjónirnar fyrir bí og loforðin gleymd. Væri þjóðarkökunni réttlátlega skipt, lifðu þúsundir Íslendinga ekki í sárafátækt. Hjá stjórnarflokkunum fyrirfinnst ekki félagsleg samkennd, samviska og skilningur gagnvart þeim sem lifa sultarlífi á lífeyri sínum. Eldri kynslóðin í dag byggði upp þetta þjóðfélag. Hún situr uppi með ónýta lífeyrissjóði vegna lélegrar stjórnunar og tapfjárfestinga þeirra sem á ofurlaunum áttu að ávaxta lífeyrisgreiðslur þeirra á ábyrgan hátt. Þessir aðilar vita að þeir sæta aldrei ábyrgð. Sú smán sem fólk fær úr lífeyrissjóði hverfur í hít fordæmalausra skerðinga og tekjutenginga. Skattlagning hefst við rúml. 150 þús. kr. sem er út í hött. Hvers vegna er ekki viðhöfð raunsönn tala við útreikning skatta? Skattar á lægstu laun eru alltof háir - skattar ofurlaunafólksins skammarlega lágir. Sömuleiðis er ótækt að stærstur hluti auðmanna skuli komast upp með að greiða einungis 20% fjármagnstekjuskatt til samneyslunnar. Smádæmi: Líklegt þingmannsefni gefur upp 73 þús. kr. í mánaðartekjur. Viðkomandi á fyrirtæki. Í gegnum fyrirtækið fer allur kostnaður við framfærslu hans og fjölskyldunnar, húsnæðis- og matarkostnaður, bifreið, ferðalög, sími/ar o.s.frv. Þetta fólk notar samfélagsþjónustuna til fulls. Endalaust mætti nefna dæmi, nefna nöfn - skýrir þetta hvers vegna ákveðnir hópar vilja loka á birtingu skattskráa. Um tíma var rætt um að auðfólki yrði gert að telja fram eðlilegar tekjur, ella kæmi til áætlunar tekna þess. Því var auðvitað sópað undir teppið. Í tíð þessarar stjórnar hefur svo verið staðið dyggilega vörð um kennitöluflakkið, þann svarta blett á íslensku þjóðfélagi. Á þessu kjörtímabili hafa hinir ríku auðgast gríðarlega. Stórlækkun sjálfsagðra gjalda á útgerðina, afnám auðlegðarskatts á sama tíma og venjulegt fólk er að sligast undan útgjöldum. Fólk greiðir sífellt meira í læknisaðstoð, lyf, sjúkraþjálfun svo að eitthvað sé nefnt. Ekki er nefnt að engin greiðsluþátttaka er í mörgum lífsnauðsynlegum lyfjum. Í apótekinu er viðkvæðið: "Engin greiðsluþátttaka SR í þessu lyfi." Heilbrigðis-og velferðarkerfið er í molum. Það fór alveg með vinstri stjórnina sem tók við Íslandi í rjúkandi rúst - stjórnina sem lofaði norrænu velferðarkerfi - að taka hinn 1.7.2009 AFTURVIRKT af eldri borgurum og öryrkjum þá rýru 3% hækkun sem þeir höfðu fengið 1.1.2009. Sú stjórn studdi ekki við velferðarkerfið en gerði margt óafsakanlegt til hjálpa hrunverjum að ná vopnum sínum á ný. Hin svokallaða skjaldborg heimilanna var orðagjálfur. Venjulegt fólk missti allt - það hafði ekki innherjaupplýsingar - þúsundir lífeyrisþega töpuðu þar lífssparnaðinum. Siðblinda og siðspilling réðu ríkjum og gera enn. Fjármálaráðherra lagði allt undir þegar hann sendi eldri borgurum einlægt bréf þess efnis að kæmist hann að yrðu tekjutengingar afnumdar. Eldri borgarar ættu að njóta lífeyristekna sinna án þess að þær skertu greiðslur frá TR. Mörg önnur loforð voru í bréfinu góða. Grunnlífeyri skyldu allir fá - við það var staðið - en í nýju frumvarpi um almannatryggingar er þeim lífeyri kippt út. Ríkisstjórnin hefur neyðst til að flýta kosningum vegna spillingarmála, aflandsreikninga og annars ófögnuðar. Tæknivæðingin veldur því að ekki er lengur hægt að mata okkur á ósannindum, líkt og í Norður-Kóreu. Hvers vegna stofnar fólk reikninga í skattaskjólum? Ef það er af öðrum ástæðum en að fela fjármuni þurfa viðkomandi að upplýsa okkur - hinn heimska lýð - um annað. Tveir ráðherrar í ríkisstjórninni eiga slíka reikninga. Skýlaus krafa okkar er að FYRIR kosningar opinberi þeir skattframtöl sín 10 ár aftur í tímann. Á Íslandi er gjá milli þings og þjóðar. Við treystum ekki stjórnvöldum, trúum ekki kosningaloforðum sem rétt fyrir kosningar öðlast nýtt líf eftir svikin á efndum þeirra á líðandi kjörtímabili. EF stjórnarflokkunum er alvara með að bæta smánarkjör lífeyrisþega geta þeir gert það STRAX. Þinghaldi er ekki lokið - fyrst svona mikil samstaða er um málið í þinginu ætti að vera hægt að afgreiða það án umræðna. Meira að segja hundtryggir kjósendur eru vaknaðir. Þúsundir lífeyrisþega munu nú leita á önnur mið ef ekki verður staðið við hin einlægu loforð gamla flokksins þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Sjá meira
Við erum orðin yfir okkur þreytt á sérhagsmunagæslunni sem ríkir á alþingi, stofnun sem njóta ætti trausts og virðingar. Svo illa er komið fyrir þeirri stofnun að kalla mætti hana Sirkusinn við Austurvöll. Hugsjónafullir frambjóðendur sem hljóta þingsæti umbreytast þegar sætinu er náð. Þá hlýða þeir skipunum forystu flokks síns í atkvæðagreiðslum eins og rakkar. Hugsjónirnar fyrir bí og loforðin gleymd. Væri þjóðarkökunni réttlátlega skipt, lifðu þúsundir Íslendinga ekki í sárafátækt. Hjá stjórnarflokkunum fyrirfinnst ekki félagsleg samkennd, samviska og skilningur gagnvart þeim sem lifa sultarlífi á lífeyri sínum. Eldri kynslóðin í dag byggði upp þetta þjóðfélag. Hún situr uppi með ónýta lífeyrissjóði vegna lélegrar stjórnunar og tapfjárfestinga þeirra sem á ofurlaunum áttu að ávaxta lífeyrisgreiðslur þeirra á ábyrgan hátt. Þessir aðilar vita að þeir sæta aldrei ábyrgð. Sú smán sem fólk fær úr lífeyrissjóði hverfur í hít fordæmalausra skerðinga og tekjutenginga. Skattlagning hefst við rúml. 150 þús. kr. sem er út í hött. Hvers vegna er ekki viðhöfð raunsönn tala við útreikning skatta? Skattar á lægstu laun eru alltof háir - skattar ofurlaunafólksins skammarlega lágir. Sömuleiðis er ótækt að stærstur hluti auðmanna skuli komast upp með að greiða einungis 20% fjármagnstekjuskatt til samneyslunnar. Smádæmi: Líklegt þingmannsefni gefur upp 73 þús. kr. í mánaðartekjur. Viðkomandi á fyrirtæki. Í gegnum fyrirtækið fer allur kostnaður við framfærslu hans og fjölskyldunnar, húsnæðis- og matarkostnaður, bifreið, ferðalög, sími/ar o.s.frv. Þetta fólk notar samfélagsþjónustuna til fulls. Endalaust mætti nefna dæmi, nefna nöfn - skýrir þetta hvers vegna ákveðnir hópar vilja loka á birtingu skattskráa. Um tíma var rætt um að auðfólki yrði gert að telja fram eðlilegar tekjur, ella kæmi til áætlunar tekna þess. Því var auðvitað sópað undir teppið. Í tíð þessarar stjórnar hefur svo verið staðið dyggilega vörð um kennitöluflakkið, þann svarta blett á íslensku þjóðfélagi. Á þessu kjörtímabili hafa hinir ríku auðgast gríðarlega. Stórlækkun sjálfsagðra gjalda á útgerðina, afnám auðlegðarskatts á sama tíma og venjulegt fólk er að sligast undan útgjöldum. Fólk greiðir sífellt meira í læknisaðstoð, lyf, sjúkraþjálfun svo að eitthvað sé nefnt. Ekki er nefnt að engin greiðsluþátttaka er í mörgum lífsnauðsynlegum lyfjum. Í apótekinu er viðkvæðið: "Engin greiðsluþátttaka SR í þessu lyfi." Heilbrigðis-og velferðarkerfið er í molum. Það fór alveg með vinstri stjórnina sem tók við Íslandi í rjúkandi rúst - stjórnina sem lofaði norrænu velferðarkerfi - að taka hinn 1.7.2009 AFTURVIRKT af eldri borgurum og öryrkjum þá rýru 3% hækkun sem þeir höfðu fengið 1.1.2009. Sú stjórn studdi ekki við velferðarkerfið en gerði margt óafsakanlegt til hjálpa hrunverjum að ná vopnum sínum á ný. Hin svokallaða skjaldborg heimilanna var orðagjálfur. Venjulegt fólk missti allt - það hafði ekki innherjaupplýsingar - þúsundir lífeyrisþega töpuðu þar lífssparnaðinum. Siðblinda og siðspilling réðu ríkjum og gera enn. Fjármálaráðherra lagði allt undir þegar hann sendi eldri borgurum einlægt bréf þess efnis að kæmist hann að yrðu tekjutengingar afnumdar. Eldri borgarar ættu að njóta lífeyristekna sinna án þess að þær skertu greiðslur frá TR. Mörg önnur loforð voru í bréfinu góða. Grunnlífeyri skyldu allir fá - við það var staðið - en í nýju frumvarpi um almannatryggingar er þeim lífeyri kippt út. Ríkisstjórnin hefur neyðst til að flýta kosningum vegna spillingarmála, aflandsreikninga og annars ófögnuðar. Tæknivæðingin veldur því að ekki er lengur hægt að mata okkur á ósannindum, líkt og í Norður-Kóreu. Hvers vegna stofnar fólk reikninga í skattaskjólum? Ef það er af öðrum ástæðum en að fela fjármuni þurfa viðkomandi að upplýsa okkur - hinn heimska lýð - um annað. Tveir ráðherrar í ríkisstjórninni eiga slíka reikninga. Skýlaus krafa okkar er að FYRIR kosningar opinberi þeir skattframtöl sín 10 ár aftur í tímann. Á Íslandi er gjá milli þings og þjóðar. Við treystum ekki stjórnvöldum, trúum ekki kosningaloforðum sem rétt fyrir kosningar öðlast nýtt líf eftir svikin á efndum þeirra á líðandi kjörtímabili. EF stjórnarflokkunum er alvara með að bæta smánarkjör lífeyrisþega geta þeir gert það STRAX. Þinghaldi er ekki lokið - fyrst svona mikil samstaða er um málið í þinginu ætti að vera hægt að afgreiða það án umræðna. Meira að segja hundtryggir kjósendur eru vaknaðir. Þúsundir lífeyrisþega munu nú leita á önnur mið ef ekki verður staðið við hin einlægu loforð gamla flokksins þeirra.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun