Forskot á fasteignamarkaði Oddný G. Harðardóttir skrifar 5. október 2016 07:00 Samfylkingin ætlar að jafna leikinn og bjóða þeim sem ekki eiga fasteign að nýta fyrirframgreiddar vaxtabætur til að fjármagna útborgun í íbúð. Stærsta vandamál ungs fólks sem er að kaupa sína fyrstu íbúð er að kljúfa útborgunina. Margar fjölskyldur eru fastar á ótryggum leigumarkaði, þar sem stærstu útgjöld heimilisins eru leiga og minna er til skiptanna fyrir aðrar nauðsynjar. Mánaðarleigan er hærri en það sem flest fólk borgar af húsnæðisláni. Forskot á fasteignamarkaði er ein af nokkrum mikilvægum leiðum sem við viljum fara til að bæta stöðu barna og fjölskyldna á leigumarkaði. Þannig verður hægt að fá vaxtabætur næstu fimm ára greiddar út fyrirfram til kaupa á íbúð. Miðað við tekju- og eignamörk vaxtabóta myndi það þýða 3,0 m.kr. fyrir fólk í sambúð, 2,5 m.kr. fyrir einstætt foreldri og 2,0 m.kr. fyrir einstakling. Þrjár milljónir króna duga til dæmis fyrir útborgun á 20 milljón króna íbúð m.v. 85% lán, eða sem stór hluti útborgunar í dýrari eign. Það er stuðningur sem kemur unga fólkinu úr foreldrahúsum eða námsmannaíbúðum og leigjendum í öruggt húsnæði. Forskotið fá þau sem ekki eiga íbúð og ættu rétt á vaxtabótum, ásamt þeim sem ekki hafa átt fasteign síðustu þrjú ár á undan. Á undanförnum árum hefur stuðningur í formi vaxtabóta minnkað gríðarlega, þar sem skerðingarmörk tekna og eigna hafa ekki breyst í samræmi við launaþróun og fasteignaverð. Samfylkingin ætlar að snúa þessari þróun við. Samhliða Forskoti á fasteignamarkaði ætlum við að taka upp nýtt kerfi húsnæðisbóta, hækka skerðingarmörk og styðja betur við barnafjölskyldur en nú er gert. Og við ætlum að láta vaxtabætur ráðast af fjölda barna, sem er nýmæli. Forskot á fasteignamarkaði er liður í kosningastefnu Samfylkingarinnar. Okkar markmið er einnig veruleg fjölgun almennra leiguíbúða, um 4000 á kjörtímabilinu, auk 1000 námsmannaíbúða um allt land. Jafnframt að tvöfalda stuðning við barnafjölskyldur og útrýma barnafátækt á Íslandi, en árið 2014 bjuggu 6.100 börn við efnislegan skort á Íslandi og stór hluti þeirra í leiguhúsnæði. Jöfnum leikinn og kjósum heilbrigðari húsnæðismarkað.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Samfylkingin ætlar að jafna leikinn og bjóða þeim sem ekki eiga fasteign að nýta fyrirframgreiddar vaxtabætur til að fjármagna útborgun í íbúð. Stærsta vandamál ungs fólks sem er að kaupa sína fyrstu íbúð er að kljúfa útborgunina. Margar fjölskyldur eru fastar á ótryggum leigumarkaði, þar sem stærstu útgjöld heimilisins eru leiga og minna er til skiptanna fyrir aðrar nauðsynjar. Mánaðarleigan er hærri en það sem flest fólk borgar af húsnæðisláni. Forskot á fasteignamarkaði er ein af nokkrum mikilvægum leiðum sem við viljum fara til að bæta stöðu barna og fjölskyldna á leigumarkaði. Þannig verður hægt að fá vaxtabætur næstu fimm ára greiddar út fyrirfram til kaupa á íbúð. Miðað við tekju- og eignamörk vaxtabóta myndi það þýða 3,0 m.kr. fyrir fólk í sambúð, 2,5 m.kr. fyrir einstætt foreldri og 2,0 m.kr. fyrir einstakling. Þrjár milljónir króna duga til dæmis fyrir útborgun á 20 milljón króna íbúð m.v. 85% lán, eða sem stór hluti útborgunar í dýrari eign. Það er stuðningur sem kemur unga fólkinu úr foreldrahúsum eða námsmannaíbúðum og leigjendum í öruggt húsnæði. Forskotið fá þau sem ekki eiga íbúð og ættu rétt á vaxtabótum, ásamt þeim sem ekki hafa átt fasteign síðustu þrjú ár á undan. Á undanförnum árum hefur stuðningur í formi vaxtabóta minnkað gríðarlega, þar sem skerðingarmörk tekna og eigna hafa ekki breyst í samræmi við launaþróun og fasteignaverð. Samfylkingin ætlar að snúa þessari þróun við. Samhliða Forskoti á fasteignamarkaði ætlum við að taka upp nýtt kerfi húsnæðisbóta, hækka skerðingarmörk og styðja betur við barnafjölskyldur en nú er gert. Og við ætlum að láta vaxtabætur ráðast af fjölda barna, sem er nýmæli. Forskot á fasteignamarkaði er liður í kosningastefnu Samfylkingarinnar. Okkar markmið er einnig veruleg fjölgun almennra leiguíbúða, um 4000 á kjörtímabilinu, auk 1000 námsmannaíbúða um allt land. Jafnframt að tvöfalda stuðning við barnafjölskyldur og útrýma barnafátækt á Íslandi, en árið 2014 bjuggu 6.100 börn við efnislegan skort á Íslandi og stór hluti þeirra í leiguhúsnæði. Jöfnum leikinn og kjósum heilbrigðari húsnæðismarkað.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun