„Leiðréttingin“ - afrek ríkisstjórnarinnar? Bolli Héðinsson skrifar 5. október 2016 07:00 Enn er fólk borið úr húsum sínum þrátt fyrir „leiðréttingu“ ríkisstjórnar enda ákvað hún að fjármunir sem fengust frá erlendum kröfuhöfum skyldu að stórum hluta greiddir til þeirra sem síst skyldi í stað þess að setja í forgang þá sem mest þurftu á aðstoð að halda. Einnig ákvað ríkisstjórnin að hafa að engu samkomulag sem komið var á við hóp lánsveðshafa og því eru þeir meðal þeirra sem nú fá að finna til tevatnsins. (https://kvennabladid.is/2015/05/02/ad-missa-heimilid-sitt-2/) Meðal helstu afreka sem ríkisstjórnin telur sig hafa unnið eru glíman við „hrægammasjóðina“ og þeir fjármunir sem þeir greiddu í ríkissjóð. Að vísu eru fjárhæðirnar sem náðust aðeins brot af þeim fjármunum sem ríkisstjórnin lofaði en sem kunnugt er voru þeir að mestu sóttir í vasa þjóðarinnar sjálfrar. Glíman við kröfuhafa bankanna hefur staðið allt frá hruni. Unnið var samfellt að því að tryggja þjóðarhag m.a. með lagasetningum sem tryggðu hagsmuni þjóðarinnar. Í því skyni var efnt til víðtækrar pólitískrar samstöðu og settir á laggirnar þverpólitískir starfshópar til að tryggja sem mest samráð.Sérfræðinganefnd um afnám haftaMeðal þess sem sett var á laggirnar var sérfræðinganefnd allra stjórnmálaflokka til að vinna að afnámi hafta. Ein meginforsendan voru samningar við kröfuhafa. Verulegur tími fór í að kortleggja þann vanda sem við var að glíma áður en hægt var að takast á við hann. Í upphafi árs 2013 lá loksins ljóst fyrir með hvaða hætti væri hægt að vinna að afnámi gjaldeyrishaftanna og forsendu þess, samningar við kröfuhafa bankanna. Þá þegar var orðið ljóst hvaða upphæðir myndu koma í hlut ríkisins við þessar aðgerðir. Útfærsla atriðanna var svo næsta skref. Þegar að því kom hafði verið kosið til Alþingis og ný ríkisstjórn ákvað að taka málin úr allri þverpólitískri samvinnu. Líklegust ástæða þess, er að svo mikið lá við að sýna fram á að hér væri um árangur hinnar nýju ríkisstjórnar að ræða en ekki afleiðing samfelldrar vinnu sem unnin hafði verið í samstarfi allra flokka misserin á undan.Hér má sjá nefndarmenn á gangi í Washington DC eftir fundina með Alþjóða gjaldeyrissjóðnum (IMF) í febrúar 2013. Frá vinstri: Sigurður Hannesson, fulltrúi Framsóknarflokksins. Björn Rúnar Guðmundsson, starfsmaður fjármálaráðuneytisins. Bolli Héðinsson, fulltrúi Samfylkingarinnar. Tryggvi Herbertsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Auk þeirra voru í nefndinni Huginn Freyr Þorsteinsson fyrir Vinstri græna og Jón Helgi Egilsson þá fulltrúi Hreyfingarinnar nú fulltrúi Framsóknarflokksins í bankaráði Seðlabanka Íslands. Engin laun voru greidd fyrir setu i nefndinni. Þetta varð til þess að hægja á gangi málsins, þegar eingöngu aðilar tengdir Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki voru kallaðir til starfa við losun haftanna. Síðan hafa málin mjakast áfram með nokkrum „flugeldasýningum“ og sjálfhælni í frásögnum af heimsmetum ríkisstjórnarninnar, þeim sem hentugast hefur þótt að guma af hverju sinni. Nýjustu skrefin sem nú hafa loksins verið stigin til losunar gjaldeyrishafa eru þau skref sem næst verður komist að taka til afléttingar hafta á íslenskri krónu. Gera verður ráð fyrir að krónan verði um ókomna tíð í einhvers konar höftum enda er hún smæsta sjálfstæða mynt veraldar og aðeins til heimabrúks. Enn eru stærstu viðfangsefnin um framtíð peningamála á Íslandi óleyst. Stærri fyrirtæki gera mörg hver reikninga sína upp í erlendri mynt en þjóðinni er gert að notast við gjaldmiðil sem er hvergi annars staðar gjaldgengur. Allir stjórnmálaflokkar nema þeir sem vilja kanna kosti og galla á upptöku evru skila auðu í þessum efnum og reyna að telja sjálfum sér og kjósendum sínum trú um að hægt verði að notast við íslenska krónu til frambúðar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Enn er fólk borið úr húsum sínum þrátt fyrir „leiðréttingu“ ríkisstjórnar enda ákvað hún að fjármunir sem fengust frá erlendum kröfuhöfum skyldu að stórum hluta greiddir til þeirra sem síst skyldi í stað þess að setja í forgang þá sem mest þurftu á aðstoð að halda. Einnig ákvað ríkisstjórnin að hafa að engu samkomulag sem komið var á við hóp lánsveðshafa og því eru þeir meðal þeirra sem nú fá að finna til tevatnsins. (https://kvennabladid.is/2015/05/02/ad-missa-heimilid-sitt-2/) Meðal helstu afreka sem ríkisstjórnin telur sig hafa unnið eru glíman við „hrægammasjóðina“ og þeir fjármunir sem þeir greiddu í ríkissjóð. Að vísu eru fjárhæðirnar sem náðust aðeins brot af þeim fjármunum sem ríkisstjórnin lofaði en sem kunnugt er voru þeir að mestu sóttir í vasa þjóðarinnar sjálfrar. Glíman við kröfuhafa bankanna hefur staðið allt frá hruni. Unnið var samfellt að því að tryggja þjóðarhag m.a. með lagasetningum sem tryggðu hagsmuni þjóðarinnar. Í því skyni var efnt til víðtækrar pólitískrar samstöðu og settir á laggirnar þverpólitískir starfshópar til að tryggja sem mest samráð.Sérfræðinganefnd um afnám haftaMeðal þess sem sett var á laggirnar var sérfræðinganefnd allra stjórnmálaflokka til að vinna að afnámi hafta. Ein meginforsendan voru samningar við kröfuhafa. Verulegur tími fór í að kortleggja þann vanda sem við var að glíma áður en hægt var að takast á við hann. Í upphafi árs 2013 lá loksins ljóst fyrir með hvaða hætti væri hægt að vinna að afnámi gjaldeyrishaftanna og forsendu þess, samningar við kröfuhafa bankanna. Þá þegar var orðið ljóst hvaða upphæðir myndu koma í hlut ríkisins við þessar aðgerðir. Útfærsla atriðanna var svo næsta skref. Þegar að því kom hafði verið kosið til Alþingis og ný ríkisstjórn ákvað að taka málin úr allri þverpólitískri samvinnu. Líklegust ástæða þess, er að svo mikið lá við að sýna fram á að hér væri um árangur hinnar nýju ríkisstjórnar að ræða en ekki afleiðing samfelldrar vinnu sem unnin hafði verið í samstarfi allra flokka misserin á undan.Hér má sjá nefndarmenn á gangi í Washington DC eftir fundina með Alþjóða gjaldeyrissjóðnum (IMF) í febrúar 2013. Frá vinstri: Sigurður Hannesson, fulltrúi Framsóknarflokksins. Björn Rúnar Guðmundsson, starfsmaður fjármálaráðuneytisins. Bolli Héðinsson, fulltrúi Samfylkingarinnar. Tryggvi Herbertsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Auk þeirra voru í nefndinni Huginn Freyr Þorsteinsson fyrir Vinstri græna og Jón Helgi Egilsson þá fulltrúi Hreyfingarinnar nú fulltrúi Framsóknarflokksins í bankaráði Seðlabanka Íslands. Engin laun voru greidd fyrir setu i nefndinni. Þetta varð til þess að hægja á gangi málsins, þegar eingöngu aðilar tengdir Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki voru kallaðir til starfa við losun haftanna. Síðan hafa málin mjakast áfram með nokkrum „flugeldasýningum“ og sjálfhælni í frásögnum af heimsmetum ríkisstjórnarninnar, þeim sem hentugast hefur þótt að guma af hverju sinni. Nýjustu skrefin sem nú hafa loksins verið stigin til losunar gjaldeyrishafa eru þau skref sem næst verður komist að taka til afléttingar hafta á íslenskri krónu. Gera verður ráð fyrir að krónan verði um ókomna tíð í einhvers konar höftum enda er hún smæsta sjálfstæða mynt veraldar og aðeins til heimabrúks. Enn eru stærstu viðfangsefnin um framtíð peningamála á Íslandi óleyst. Stærri fyrirtæki gera mörg hver reikninga sína upp í erlendri mynt en þjóðinni er gert að notast við gjaldmiðil sem er hvergi annars staðar gjaldgengur. Allir stjórnmálaflokkar nema þeir sem vilja kanna kosti og galla á upptöku evru skila auðu í þessum efnum og reyna að telja sjálfum sér og kjósendum sínum trú um að hægt verði að notast við íslenska krónu til frambúðar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun