Sveltir notendur og starfsmenn heilbrigðiskerfis? Eyrún B. Magnúsdóttir skrifar 5. október 2016 00:00 Í langan tíma hafa notendur heilbrigðisþjónustu Suðurlands fundið hana skerðast verulega. Það hefur ýmislegt verið reynt til að koma til móts við notendur en þeim hefur líka fjölgað umtalsvert undanfarin ár. Notendasvæðið nær frá Þorlákshöfn austur til Hafnar í Hornafirði. Inni í því er meira en helmingur sumarhúsa á landinu þar sem notendur eru oft með skráð lögheimili annars staðar og því ekki gert ráð fyrir þeim þegar fjárframlög eru ákvörðuð. Þá er eftir að reikna með öllum ferðamönnunum og tímabundnu vinnuafli sem eru mjög hreyfanlegar tölur. Ég hef áður skrifað grein sem fjallaði um heildarfjárframlög til HSU (Heilbrigðisþjónustu Suðurlands) þar sem ég fór yfir tölur t.d. á notendur og starfsmenn. Þann 9. september fjallar forstjóri HSU um fjárframlög til tækjakaupa, á heimasíðu HSU, en 2015 voru þau 7,6 milljónir. Talið er að til að endurnýja lækningartæki á þessu ári þurfi um 90 milljónir króna. Sem betur fer hafa góðvinir HSU staðið sig og því var nýlega hægt að kaupa nýtt röntgentæki upp á tæpar 50 milljónir. Það er hrikalegt ósamræmi í því sem ríkið telur duga til reksturs á þjónustu og grunnstoð sem þessari og því sem virkilega þarf.Bitnar á öllum notendum Sjúkraflutningar líða fyrir þetta líka. Þeir hafa aukist um helming síðustu fimm ár en starfsmönnum ekki fjölgað í neinu samræmi. Ekki er gert ráð fyrir fjölgun óskráðra notenda í fjárframlögum á þessu 30 þúsund ferkílómetra svæði og það bitnar á öllum notendum. Læknar eru yfirbókaðir og þurfa sumir að ferðast um svæðið allt til að sinna notendum. Ekki er langt síðan margir af hinum almennu notendum hættu að reyna að fá bókaðan tíma hjá heimilislækni og nýttu sér vaktina frekar. Þar beið fólk frá hálftíma upp í tvo og hálfan í stað þess að bíða í margar vikur. Álagið á vakthafandi lækna og starfsfólk jókst samhliða. Nýlega var tekið upp nýtt kerfi þar sem þarf að bóka tíma samdægurs til að komast á vaktina. Vonandi minnkar það álagið á alla starfsemi og eykur möguleika á hefðbundnum tímabókunum í framhaldi. Persónulega upplifun notandans? Ég reyndi 30. september að panta tíma hjá barnalækninum, í eintölu. Mér var sagt að hringja á mánudag, þá myndi ég mögulega ná tíma 17. eða 18. október. Þetta er reyndar framför. Ég hringdi síðast í ágústbyrjun og var þá sagt að ég gæti mögulega fengið tíma í byrjun október. Í maí þurfti ég að bíða í rúma 2 klukkutíma eftir sjúkrabíl þar sem ég var föst og gat mig hvergi hreyft. Það tók bílinn hins vegar um 4 mínútur að skutla mér upp á sjúkrahús og starfstöðin þeirra er við hliðina á því. Eins og ég minntist á var nýlega keypt nýtt röntgentæki en eftir að hafa beðið á bekk í nokkra klukkutíma var röntgentæknirinn farinn heim og því þurfti ég að vera á bráðamóttökunni yfir nótt til að bíða eftir myndatöku. Á meðan ég lá heyrði ég lækni ráðleggja notanda að fara heim og ef ástandið myndi versna gæti hann komið daginn eftir í myndatöku. Læknirinn var reyndar nokkuð viss um að ekki væri um brot að ræða. Í framhaldi af þessu þurfti ég svo að leggjast inn og get því persónulega sagt að allt starfslið vill gera sitt besta. Hagræðingin er hins vegar svo mikil að til dæmis þeir sem ekki geta baðað sig sjálfir fá til þess aðstoð einn dag í viku. Hina dagana geta þeir reyndar fengið þvottapoka. Starfsfólkið finnur fyrir þessu og tekur aukavaktir til að notendur finni minna fyrir þessu. Viljinn er að veita bestu mögulegu þjónustu og aðhlynningu en það vantar töluvert upp á fjárframlög ef hluti af starfseminni á ekki að lognast út af. Það þarf að taka með í reikninginn vaxandi fjölda ferðamanna og sumarbústaðanotendur í umdæminu. Það þarf að taka með í reikninginn að tæki úreldast og að álag eykst ár frá ári. Það þarf að auka fjárframlög til víðfeðmasta heilbrigðisumdæmis landsins, með því er hægt að spara til lengri tíma. Kostnaðurinn við heilbrigðiskerfi sem virkar ekki er mun meiri og mun stærri en bara sá sýnilegi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Í langan tíma hafa notendur heilbrigðisþjónustu Suðurlands fundið hana skerðast verulega. Það hefur ýmislegt verið reynt til að koma til móts við notendur en þeim hefur líka fjölgað umtalsvert undanfarin ár. Notendasvæðið nær frá Þorlákshöfn austur til Hafnar í Hornafirði. Inni í því er meira en helmingur sumarhúsa á landinu þar sem notendur eru oft með skráð lögheimili annars staðar og því ekki gert ráð fyrir þeim þegar fjárframlög eru ákvörðuð. Þá er eftir að reikna með öllum ferðamönnunum og tímabundnu vinnuafli sem eru mjög hreyfanlegar tölur. Ég hef áður skrifað grein sem fjallaði um heildarfjárframlög til HSU (Heilbrigðisþjónustu Suðurlands) þar sem ég fór yfir tölur t.d. á notendur og starfsmenn. Þann 9. september fjallar forstjóri HSU um fjárframlög til tækjakaupa, á heimasíðu HSU, en 2015 voru þau 7,6 milljónir. Talið er að til að endurnýja lækningartæki á þessu ári þurfi um 90 milljónir króna. Sem betur fer hafa góðvinir HSU staðið sig og því var nýlega hægt að kaupa nýtt röntgentæki upp á tæpar 50 milljónir. Það er hrikalegt ósamræmi í því sem ríkið telur duga til reksturs á þjónustu og grunnstoð sem þessari og því sem virkilega þarf.Bitnar á öllum notendum Sjúkraflutningar líða fyrir þetta líka. Þeir hafa aukist um helming síðustu fimm ár en starfsmönnum ekki fjölgað í neinu samræmi. Ekki er gert ráð fyrir fjölgun óskráðra notenda í fjárframlögum á þessu 30 þúsund ferkílómetra svæði og það bitnar á öllum notendum. Læknar eru yfirbókaðir og þurfa sumir að ferðast um svæðið allt til að sinna notendum. Ekki er langt síðan margir af hinum almennu notendum hættu að reyna að fá bókaðan tíma hjá heimilislækni og nýttu sér vaktina frekar. Þar beið fólk frá hálftíma upp í tvo og hálfan í stað þess að bíða í margar vikur. Álagið á vakthafandi lækna og starfsfólk jókst samhliða. Nýlega var tekið upp nýtt kerfi þar sem þarf að bóka tíma samdægurs til að komast á vaktina. Vonandi minnkar það álagið á alla starfsemi og eykur möguleika á hefðbundnum tímabókunum í framhaldi. Persónulega upplifun notandans? Ég reyndi 30. september að panta tíma hjá barnalækninum, í eintölu. Mér var sagt að hringja á mánudag, þá myndi ég mögulega ná tíma 17. eða 18. október. Þetta er reyndar framför. Ég hringdi síðast í ágústbyrjun og var þá sagt að ég gæti mögulega fengið tíma í byrjun október. Í maí þurfti ég að bíða í rúma 2 klukkutíma eftir sjúkrabíl þar sem ég var föst og gat mig hvergi hreyft. Það tók bílinn hins vegar um 4 mínútur að skutla mér upp á sjúkrahús og starfstöðin þeirra er við hliðina á því. Eins og ég minntist á var nýlega keypt nýtt röntgentæki en eftir að hafa beðið á bekk í nokkra klukkutíma var röntgentæknirinn farinn heim og því þurfti ég að vera á bráðamóttökunni yfir nótt til að bíða eftir myndatöku. Á meðan ég lá heyrði ég lækni ráðleggja notanda að fara heim og ef ástandið myndi versna gæti hann komið daginn eftir í myndatöku. Læknirinn var reyndar nokkuð viss um að ekki væri um brot að ræða. Í framhaldi af þessu þurfti ég svo að leggjast inn og get því persónulega sagt að allt starfslið vill gera sitt besta. Hagræðingin er hins vegar svo mikil að til dæmis þeir sem ekki geta baðað sig sjálfir fá til þess aðstoð einn dag í viku. Hina dagana geta þeir reyndar fengið þvottapoka. Starfsfólkið finnur fyrir þessu og tekur aukavaktir til að notendur finni minna fyrir þessu. Viljinn er að veita bestu mögulegu þjónustu og aðhlynningu en það vantar töluvert upp á fjárframlög ef hluti af starfseminni á ekki að lognast út af. Það þarf að taka með í reikninginn vaxandi fjölda ferðamanna og sumarbústaðanotendur í umdæminu. Það þarf að taka með í reikninginn að tæki úreldast og að álag eykst ár frá ári. Það þarf að auka fjárframlög til víðfeðmasta heilbrigðisumdæmis landsins, með því er hægt að spara til lengri tíma. Kostnaðurinn við heilbrigðiskerfi sem virkar ekki er mun meiri og mun stærri en bara sá sýnilegi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun