Sveltir notendur og starfsmenn heilbrigðiskerfis? Eyrún B. Magnúsdóttir skrifar 5. október 2016 00:00 Í langan tíma hafa notendur heilbrigðisþjónustu Suðurlands fundið hana skerðast verulega. Það hefur ýmislegt verið reynt til að koma til móts við notendur en þeim hefur líka fjölgað umtalsvert undanfarin ár. Notendasvæðið nær frá Þorlákshöfn austur til Hafnar í Hornafirði. Inni í því er meira en helmingur sumarhúsa á landinu þar sem notendur eru oft með skráð lögheimili annars staðar og því ekki gert ráð fyrir þeim þegar fjárframlög eru ákvörðuð. Þá er eftir að reikna með öllum ferðamönnunum og tímabundnu vinnuafli sem eru mjög hreyfanlegar tölur. Ég hef áður skrifað grein sem fjallaði um heildarfjárframlög til HSU (Heilbrigðisþjónustu Suðurlands) þar sem ég fór yfir tölur t.d. á notendur og starfsmenn. Þann 9. september fjallar forstjóri HSU um fjárframlög til tækjakaupa, á heimasíðu HSU, en 2015 voru þau 7,6 milljónir. Talið er að til að endurnýja lækningartæki á þessu ári þurfi um 90 milljónir króna. Sem betur fer hafa góðvinir HSU staðið sig og því var nýlega hægt að kaupa nýtt röntgentæki upp á tæpar 50 milljónir. Það er hrikalegt ósamræmi í því sem ríkið telur duga til reksturs á þjónustu og grunnstoð sem þessari og því sem virkilega þarf.Bitnar á öllum notendum Sjúkraflutningar líða fyrir þetta líka. Þeir hafa aukist um helming síðustu fimm ár en starfsmönnum ekki fjölgað í neinu samræmi. Ekki er gert ráð fyrir fjölgun óskráðra notenda í fjárframlögum á þessu 30 þúsund ferkílómetra svæði og það bitnar á öllum notendum. Læknar eru yfirbókaðir og þurfa sumir að ferðast um svæðið allt til að sinna notendum. Ekki er langt síðan margir af hinum almennu notendum hættu að reyna að fá bókaðan tíma hjá heimilislækni og nýttu sér vaktina frekar. Þar beið fólk frá hálftíma upp í tvo og hálfan í stað þess að bíða í margar vikur. Álagið á vakthafandi lækna og starfsfólk jókst samhliða. Nýlega var tekið upp nýtt kerfi þar sem þarf að bóka tíma samdægurs til að komast á vaktina. Vonandi minnkar það álagið á alla starfsemi og eykur möguleika á hefðbundnum tímabókunum í framhaldi. Persónulega upplifun notandans? Ég reyndi 30. september að panta tíma hjá barnalækninum, í eintölu. Mér var sagt að hringja á mánudag, þá myndi ég mögulega ná tíma 17. eða 18. október. Þetta er reyndar framför. Ég hringdi síðast í ágústbyrjun og var þá sagt að ég gæti mögulega fengið tíma í byrjun október. Í maí þurfti ég að bíða í rúma 2 klukkutíma eftir sjúkrabíl þar sem ég var föst og gat mig hvergi hreyft. Það tók bílinn hins vegar um 4 mínútur að skutla mér upp á sjúkrahús og starfstöðin þeirra er við hliðina á því. Eins og ég minntist á var nýlega keypt nýtt röntgentæki en eftir að hafa beðið á bekk í nokkra klukkutíma var röntgentæknirinn farinn heim og því þurfti ég að vera á bráðamóttökunni yfir nótt til að bíða eftir myndatöku. Á meðan ég lá heyrði ég lækni ráðleggja notanda að fara heim og ef ástandið myndi versna gæti hann komið daginn eftir í myndatöku. Læknirinn var reyndar nokkuð viss um að ekki væri um brot að ræða. Í framhaldi af þessu þurfti ég svo að leggjast inn og get því persónulega sagt að allt starfslið vill gera sitt besta. Hagræðingin er hins vegar svo mikil að til dæmis þeir sem ekki geta baðað sig sjálfir fá til þess aðstoð einn dag í viku. Hina dagana geta þeir reyndar fengið þvottapoka. Starfsfólkið finnur fyrir þessu og tekur aukavaktir til að notendur finni minna fyrir þessu. Viljinn er að veita bestu mögulegu þjónustu og aðhlynningu en það vantar töluvert upp á fjárframlög ef hluti af starfseminni á ekki að lognast út af. Það þarf að taka með í reikninginn vaxandi fjölda ferðamanna og sumarbústaðanotendur í umdæminu. Það þarf að taka með í reikninginn að tæki úreldast og að álag eykst ár frá ári. Það þarf að auka fjárframlög til víðfeðmasta heilbrigðisumdæmis landsins, með því er hægt að spara til lengri tíma. Kostnaðurinn við heilbrigðiskerfi sem virkar ekki er mun meiri og mun stærri en bara sá sýnilegi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Börn passa ekki í kassa Elín Hoe Hinriksdóttir Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Í langan tíma hafa notendur heilbrigðisþjónustu Suðurlands fundið hana skerðast verulega. Það hefur ýmislegt verið reynt til að koma til móts við notendur en þeim hefur líka fjölgað umtalsvert undanfarin ár. Notendasvæðið nær frá Þorlákshöfn austur til Hafnar í Hornafirði. Inni í því er meira en helmingur sumarhúsa á landinu þar sem notendur eru oft með skráð lögheimili annars staðar og því ekki gert ráð fyrir þeim þegar fjárframlög eru ákvörðuð. Þá er eftir að reikna með öllum ferðamönnunum og tímabundnu vinnuafli sem eru mjög hreyfanlegar tölur. Ég hef áður skrifað grein sem fjallaði um heildarfjárframlög til HSU (Heilbrigðisþjónustu Suðurlands) þar sem ég fór yfir tölur t.d. á notendur og starfsmenn. Þann 9. september fjallar forstjóri HSU um fjárframlög til tækjakaupa, á heimasíðu HSU, en 2015 voru þau 7,6 milljónir. Talið er að til að endurnýja lækningartæki á þessu ári þurfi um 90 milljónir króna. Sem betur fer hafa góðvinir HSU staðið sig og því var nýlega hægt að kaupa nýtt röntgentæki upp á tæpar 50 milljónir. Það er hrikalegt ósamræmi í því sem ríkið telur duga til reksturs á þjónustu og grunnstoð sem þessari og því sem virkilega þarf.Bitnar á öllum notendum Sjúkraflutningar líða fyrir þetta líka. Þeir hafa aukist um helming síðustu fimm ár en starfsmönnum ekki fjölgað í neinu samræmi. Ekki er gert ráð fyrir fjölgun óskráðra notenda í fjárframlögum á þessu 30 þúsund ferkílómetra svæði og það bitnar á öllum notendum. Læknar eru yfirbókaðir og þurfa sumir að ferðast um svæðið allt til að sinna notendum. Ekki er langt síðan margir af hinum almennu notendum hættu að reyna að fá bókaðan tíma hjá heimilislækni og nýttu sér vaktina frekar. Þar beið fólk frá hálftíma upp í tvo og hálfan í stað þess að bíða í margar vikur. Álagið á vakthafandi lækna og starfsfólk jókst samhliða. Nýlega var tekið upp nýtt kerfi þar sem þarf að bóka tíma samdægurs til að komast á vaktina. Vonandi minnkar það álagið á alla starfsemi og eykur möguleika á hefðbundnum tímabókunum í framhaldi. Persónulega upplifun notandans? Ég reyndi 30. september að panta tíma hjá barnalækninum, í eintölu. Mér var sagt að hringja á mánudag, þá myndi ég mögulega ná tíma 17. eða 18. október. Þetta er reyndar framför. Ég hringdi síðast í ágústbyrjun og var þá sagt að ég gæti mögulega fengið tíma í byrjun október. Í maí þurfti ég að bíða í rúma 2 klukkutíma eftir sjúkrabíl þar sem ég var föst og gat mig hvergi hreyft. Það tók bílinn hins vegar um 4 mínútur að skutla mér upp á sjúkrahús og starfstöðin þeirra er við hliðina á því. Eins og ég minntist á var nýlega keypt nýtt röntgentæki en eftir að hafa beðið á bekk í nokkra klukkutíma var röntgentæknirinn farinn heim og því þurfti ég að vera á bráðamóttökunni yfir nótt til að bíða eftir myndatöku. Á meðan ég lá heyrði ég lækni ráðleggja notanda að fara heim og ef ástandið myndi versna gæti hann komið daginn eftir í myndatöku. Læknirinn var reyndar nokkuð viss um að ekki væri um brot að ræða. Í framhaldi af þessu þurfti ég svo að leggjast inn og get því persónulega sagt að allt starfslið vill gera sitt besta. Hagræðingin er hins vegar svo mikil að til dæmis þeir sem ekki geta baðað sig sjálfir fá til þess aðstoð einn dag í viku. Hina dagana geta þeir reyndar fengið þvottapoka. Starfsfólkið finnur fyrir þessu og tekur aukavaktir til að notendur finni minna fyrir þessu. Viljinn er að veita bestu mögulegu þjónustu og aðhlynningu en það vantar töluvert upp á fjárframlög ef hluti af starfseminni á ekki að lognast út af. Það þarf að taka með í reikninginn vaxandi fjölda ferðamanna og sumarbústaðanotendur í umdæminu. Það þarf að taka með í reikninginn að tæki úreldast og að álag eykst ár frá ári. Það þarf að auka fjárframlög til víðfeðmasta heilbrigðisumdæmis landsins, með því er hægt að spara til lengri tíma. Kostnaðurinn við heilbrigðiskerfi sem virkar ekki er mun meiri og mun stærri en bara sá sýnilegi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun