Grunnþörf allra Almar Guðmundsson skrifar 30. september 2016 07:00 Öruggt húsnæði er grunnþörf allra, bæði yngri og eldri kynslóða. Húsnæði er jafnframt ein af verðmætustu eignum okkar og þar liggja skuldir heimilanna. Frá árinu 2009 hefur fjöldi fullgerðra íbúða verið langt undir þörf markaðarins. Skortur er á ýmsum tegundum húsnæðis og þá sérstaklega á litlum ódýrum íbúðum. Á hverjum tíma þurfa yfir 3.000 íbúðir að vera í byggingu til að árlega verði lokið við byggingu a.m.k. 1.500 íbúða sem nauðsynlegt er til að mæta grunnþörfum. Þrátt fyrir uppgang í byggingariðnaði erum við enn nokkuð fjarri því. Afleiðingin er húsnæðisskortur og hækkandi verð. Mikilvægt er að stjórnvöld skapi svigrúm fyrir mismunandi þarfir þannig að fólk hafi val um húsnæði. Byggingareglugerð og deiliskipulagskröfur þurfa að vera sveigjanlegar til að gera mögulegt að byggja ódýrari íbúðir. Flókið regluverk eykur byggingarkostnað og það þrýstur upp húsnæðisverði. Án þess að slá af kröfum um öryggi og gæði gætu stjórnvöld einfaldað regluverkið til mikilla muna sem gæfi þá færi á að lækka íbúðarverð. Á síðustu árum hefur um og yfir 30% af nýju húsnæði verið í útjaðri byggðar á höfuðborgarsvæðinu. Hins vegar er vaxandi áhersla á þéttingu byggðar og mikill meirihluti byggingarverkefna á næstu misserum verður inni í miðju þéttbýli. Það kann að hafa ýmsa kosti í för með sér. Það vinnur hins vegar gegn hinu mikilvæga markmiði um að lækka byggingarkostnað enda er mun ódýrara að byggja uppi í jaðri byggðar. Af skiljanlegum ástæðum verða líklega fá mál sem varða kjósendur jafn mikið og húsnæðismál. En bygging íbúðarhúsnæðis er líka mikilvægt hagsmunamál fyrir byggingariðnaðinn. Byggingariðnaður og mannvirkjagerð er veigamikil atvinnugrein í landinu og drifkraftur fjárfestinga og efnahagsumsvifa. Að jafnaði hafa hátt í 12 þúsund manns starfað í byggingariðnaði síðustu ár en sveiflur hafa verið miklar, ekki síst vegna mikilla breytinga í íbúðarbyggingum. Það er hagur okkar allra að húsnæðismálin fái veglegan sess í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar því við þurfum öll á húsnæði að halda.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Öruggt húsnæði er grunnþörf allra, bæði yngri og eldri kynslóða. Húsnæði er jafnframt ein af verðmætustu eignum okkar og þar liggja skuldir heimilanna. Frá árinu 2009 hefur fjöldi fullgerðra íbúða verið langt undir þörf markaðarins. Skortur er á ýmsum tegundum húsnæðis og þá sérstaklega á litlum ódýrum íbúðum. Á hverjum tíma þurfa yfir 3.000 íbúðir að vera í byggingu til að árlega verði lokið við byggingu a.m.k. 1.500 íbúða sem nauðsynlegt er til að mæta grunnþörfum. Þrátt fyrir uppgang í byggingariðnaði erum við enn nokkuð fjarri því. Afleiðingin er húsnæðisskortur og hækkandi verð. Mikilvægt er að stjórnvöld skapi svigrúm fyrir mismunandi þarfir þannig að fólk hafi val um húsnæði. Byggingareglugerð og deiliskipulagskröfur þurfa að vera sveigjanlegar til að gera mögulegt að byggja ódýrari íbúðir. Flókið regluverk eykur byggingarkostnað og það þrýstur upp húsnæðisverði. Án þess að slá af kröfum um öryggi og gæði gætu stjórnvöld einfaldað regluverkið til mikilla muna sem gæfi þá færi á að lækka íbúðarverð. Á síðustu árum hefur um og yfir 30% af nýju húsnæði verið í útjaðri byggðar á höfuðborgarsvæðinu. Hins vegar er vaxandi áhersla á þéttingu byggðar og mikill meirihluti byggingarverkefna á næstu misserum verður inni í miðju þéttbýli. Það kann að hafa ýmsa kosti í för með sér. Það vinnur hins vegar gegn hinu mikilvæga markmiði um að lækka byggingarkostnað enda er mun ódýrara að byggja uppi í jaðri byggðar. Af skiljanlegum ástæðum verða líklega fá mál sem varða kjósendur jafn mikið og húsnæðismál. En bygging íbúðarhúsnæðis er líka mikilvægt hagsmunamál fyrir byggingariðnaðinn. Byggingariðnaður og mannvirkjagerð er veigamikil atvinnugrein í landinu og drifkraftur fjárfestinga og efnahagsumsvifa. Að jafnaði hafa hátt í 12 þúsund manns starfað í byggingariðnaði síðustu ár en sveiflur hafa verið miklar, ekki síst vegna mikilla breytinga í íbúðarbyggingum. Það er hagur okkar allra að húsnæðismálin fái veglegan sess í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar því við þurfum öll á húsnæði að halda.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar