Dagný: Vonandi það sem koma skal í íslenskum kvennafótbolta Anton Ingi Leifsson skrifar 20. september 2016 19:34 Dagný í baráttunni. vísir/ernir Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður Íslands, sagði að það væru blendnar tilfinningar í leikslok, en Ísland tapaði 2-1 fyrir Skotlandi í kvöld. Liðið endaði þó efst í riðlinum og er á leið á EM í Hollandi næsta sumar. „Þetta er mjög skrýtin tilfinning. Þetta er svekkjandi í dag, en við verðum bara að fara í sturtu og skola þetta af okkur í sturtunni og halda áfram að fagna EM-sætinu,” sagði Dagný í leikslok. „Ég veit ekki hvað vantaði uppá. Við vorum skrefinu á eftir í fyrri hálfleik í bæði fyrsta og annan bolta og við áttum mjög erfitt með að spila á samherja.” „Við komum okkur ekkert inn í leikinn fyrr en síðustu tuttugu mínúturnar og það var of seint held ég,” en Ísland fékk á sig fyrsta markið í undankeppninni í leiknum í kvöld. Dagný gerði lítið úr því. „Það er alltaf svekkjandi að fá á sig mark, en við reyndum að stíga upp. Það tók of langan tíma að finna lausnir á þeirra pressu, en þetta var svekkjandi tap.” Fanndís Friðriksdóttir jafnaði fyrir Ísland undir lok fyrri hálfleiks, en liðið náði ekki að fylgja eftir fínni frammistöðu í upphafi síðari hálfleiks. „Við fáum vítið dálítið í andlitið og þetta var ódýrt víti, finnst okkur. Við sköpuðum okkur nokkur hálffæri og við hefðum þurft að gera betur í lokasendingunni og fyrir framan markið,” en saknaði liðið Hörpu Þorsteinsdóttur? „Harpa er auðvitað frábær leikmaður, en við erum með breiðan hóp og það kemur maður í manns stað. Við eigum að geta dílað við þetta án Hörpu.” Mætingin var frábær í kvöld og stemningin mjög góð. „Stemningin var frábær og við erum þakklát fyrir allt fólkið sem kom á völlinn og studdi okkur áfram. Vonandi er þetta það sem koma skal í íslenskum kvennafótbolta og þetta gefur okkur aukakraft, en það var leiðinlegt að geta ekki unnið fyrir framan fólkið,” sagði Dagný. Íslenski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður Íslands, sagði að það væru blendnar tilfinningar í leikslok, en Ísland tapaði 2-1 fyrir Skotlandi í kvöld. Liðið endaði þó efst í riðlinum og er á leið á EM í Hollandi næsta sumar. „Þetta er mjög skrýtin tilfinning. Þetta er svekkjandi í dag, en við verðum bara að fara í sturtu og skola þetta af okkur í sturtunni og halda áfram að fagna EM-sætinu,” sagði Dagný í leikslok. „Ég veit ekki hvað vantaði uppá. Við vorum skrefinu á eftir í fyrri hálfleik í bæði fyrsta og annan bolta og við áttum mjög erfitt með að spila á samherja.” „Við komum okkur ekkert inn í leikinn fyrr en síðustu tuttugu mínúturnar og það var of seint held ég,” en Ísland fékk á sig fyrsta markið í undankeppninni í leiknum í kvöld. Dagný gerði lítið úr því. „Það er alltaf svekkjandi að fá á sig mark, en við reyndum að stíga upp. Það tók of langan tíma að finna lausnir á þeirra pressu, en þetta var svekkjandi tap.” Fanndís Friðriksdóttir jafnaði fyrir Ísland undir lok fyrri hálfleiks, en liðið náði ekki að fylgja eftir fínni frammistöðu í upphafi síðari hálfleiks. „Við fáum vítið dálítið í andlitið og þetta var ódýrt víti, finnst okkur. Við sköpuðum okkur nokkur hálffæri og við hefðum þurft að gera betur í lokasendingunni og fyrir framan markið,” en saknaði liðið Hörpu Þorsteinsdóttur? „Harpa er auðvitað frábær leikmaður, en við erum með breiðan hóp og það kemur maður í manns stað. Við eigum að geta dílað við þetta án Hörpu.” Mætingin var frábær í kvöld og stemningin mjög góð. „Stemningin var frábær og við erum þakklát fyrir allt fólkið sem kom á völlinn og studdi okkur áfram. Vonandi er þetta það sem koma skal í íslenskum kvennafótbolta og þetta gefur okkur aukakraft, en það var leiðinlegt að geta ekki unnið fyrir framan fólkið,” sagði Dagný.
Íslenski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira